Hafa náð lendingu um staðarval nýs kirkjugarðs Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2024 10:08 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í samtali við fréttastofu síðasta haust að hugsanlegt væri að hægt yrði að jarða í nýjum kirkjugarði eftir þrjú til fjögur ár. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA/VÍSIR/VILHELM Samkomulag hefur náðst um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði þar sem sá sem fyrir er við kirkjuna er sprunginn. Íbúakosning um málið fór fram á dögunum þar sem rúmlega sex af hverjum tíu greiddu atkvæði með tillögu um að nýjum kirkjugarði skyldi komið fyrir við Brimnes. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Fjallabyggðar. Um tuttugu prósent þeirra 589 íbúa sem voru á kjörskrá tóku þátt í íbúakönnuninni og féllu atkvæði á þann veg að um 62 prósent greiddu atkvæði með kirkjugarði við Brimnes og 38 prósent með tillögu um kirkjugarð við Garðsveg – tillögu sem sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls taldi vænlegasta kostinn. Bæjarstjórn samþykkti með sjö atkvæðum að hafin yrði formleg skipulagsvinna við Brimnes í samræmi við niðurstöðu hinnar ráðgefandi íbúakosningar. Í fundargerð er íbúum Ólafsfjarðar sérstaklega þakkað fyrir þátttöku í kosningunni. Svæðið við Brimnes.Fjallabyggð Engir stækkunarmöguleikar Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa síðustu mánuði verið með til skoðunar hvar best væri að koma fyrir nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði þar sem sá gamli sé við það að fyllast. Ljós hefur verið að stækkunarmöguleikar hafi ekki fyrir hendi þar sem garðurinn er staðsettur í miðjum bænum. Svæðið við Brimnes er 2,5 hektari að stærð og að finna sunnan megin við Ólafsfjarðarveg þegar keyrt er inn í bæinn, eftir að komið er út úr Múlagöngum. Meðal þess sem var talið vinna með svæðinu er að það sé innan þéttbýlis og einungis um átta hundrað metra frá Ólafsfjarðarkirkju. „Með uppbyggingu manar eða skjólbeltis meðfram þjóðveginum er hægt að búa til friðsælt svæði og skjól. Tún, skurðir, moldarhaugar og vegir eru innan svæðis. Ráðast þyrfti strax í uppbyggingu á stórum hluta svæðisins til að minnka áhrif landnotkunar fyrri ára á heildarútlit svæðisins. Með uppbyggingu á svæðinu er um leið verið að fegra innkomuna í bæinn. Svæðið er í leigu skv. lóðarleigusamning frá 2009, ráðast þyrfti í innköllun á hluta lóðarinnar,“ sagði í skýrslu tæknideildar sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í samtali við fréttastofu síðasta haust að hugsanlegt væri að hægt yrði í að jarða í nýjum garði eftir þrjú til fjögur ár. Fjallabyggð Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Fjallabyggðar. Um tuttugu prósent þeirra 589 íbúa sem voru á kjörskrá tóku þátt í íbúakönnuninni og féllu atkvæði á þann veg að um 62 prósent greiddu atkvæði með kirkjugarði við Brimnes og 38 prósent með tillögu um kirkjugarð við Garðsveg – tillögu sem sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls taldi vænlegasta kostinn. Bæjarstjórn samþykkti með sjö atkvæðum að hafin yrði formleg skipulagsvinna við Brimnes í samræmi við niðurstöðu hinnar ráðgefandi íbúakosningar. Í fundargerð er íbúum Ólafsfjarðar sérstaklega þakkað fyrir þátttöku í kosningunni. Svæðið við Brimnes.Fjallabyggð Engir stækkunarmöguleikar Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa síðustu mánuði verið með til skoðunar hvar best væri að koma fyrir nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði þar sem sá gamli sé við það að fyllast. Ljós hefur verið að stækkunarmöguleikar hafi ekki fyrir hendi þar sem garðurinn er staðsettur í miðjum bænum. Svæðið við Brimnes er 2,5 hektari að stærð og að finna sunnan megin við Ólafsfjarðarveg þegar keyrt er inn í bæinn, eftir að komið er út úr Múlagöngum. Meðal þess sem var talið vinna með svæðinu er að það sé innan þéttbýlis og einungis um átta hundrað metra frá Ólafsfjarðarkirkju. „Með uppbyggingu manar eða skjólbeltis meðfram þjóðveginum er hægt að búa til friðsælt svæði og skjól. Tún, skurðir, moldarhaugar og vegir eru innan svæðis. Ráðast þyrfti strax í uppbyggingu á stórum hluta svæðisins til að minnka áhrif landnotkunar fyrri ára á heildarútlit svæðisins. Með uppbyggingu á svæðinu er um leið verið að fegra innkomuna í bæinn. Svæðið er í leigu skv. lóðarleigusamning frá 2009, ráðast þyrfti í innköllun á hluta lóðarinnar,“ sagði í skýrslu tæknideildar sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í samtali við fréttastofu síðasta haust að hugsanlegt væri að hægt yrði í að jarða í nýjum garði eftir þrjú til fjögur ár.
Fjallabyggð Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira