Baldur er mitt örugga val Valgerður Janusdóttir skrifar 23. maí 2024 07:00 Það verður með mikilli ánægju sem ég mæti á kjörstað í þetta sinn því nú fæ ég tækifæri til að greiða afburðar frambjóðanda atkvæði mitt. Það er góð tilfinning að hafa djúpa sannfæringu fyrir vali sínu. Baldur Þórhallsson fær mitt atkvæði. Baldur er einstaklega heilsteyptur,traustur og greindur maður. Ég hef þekkt Baldur náið í næstum þrjátíu ár og fylgst með honum í lífi og starfi allan þann tíma. Það fer ekki fram hjá þeim sem þekkja Baldur hve mikla ástríðu hann hefur fyrir starfi sínu, hann er sérstaklega iðinn, afkastamikill og einbeittur við það sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur einstakan áhuga á samfélagi okkar og samspili þess við alþjóðasamfélagið. Faglegt framlag hans til alþjóðasamfélagsins nýtist honum án nokkurs vafa í forsetaembættinu fái hann umboð til þess. Áhugi Baldurs og elja hefur vakið aðdáun mína alla tíð en aðdáun mín á persónuleikanum er ekki minni. Persónueinkenni Baldurs, eru hófsemi, viska og staðfesta. Hann hefur líka gríðarlegt hugrekki til að fylgja sannfæringu sinni og taka þá slagi sem hann stendur frammi fyrir og gerir það af yfirvegun. Mér finnast þessir eiginleikar hafa komið vel í ljós í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann er traustur og þú veist alltaf hvar þú hefur Baldur. Hann er maður samtalsins og rökræðunnar, hann mætir allri umræðu af miklu æðruleysi, yfirvegun, sanngirni og virðingu við viðmælandann. Það er svo nærandi að eiga rökræður við Baldur vegna hæfileika hans og reynslu, hann hlustar, hann greinir og þróar sína eigin sýn á forsendum rökræðunnar. Það er sérstaklega áhugvert að vera ósammála Baldri um einstök mál því í návist hans fær umræðan að þroskast. Mest er þó aðdáun mín á fjölskyldumanninum Baldri og hvernig hann og Felix hafa alla tíð hagað sínu fjölskyldulífi og sett börnin sín í forgang. Fjölskyldulíf þeirra er til mikillar fyrirmyndar og einkennist af umhyggju, gleði, reisn og virðingu. Sjálfsvirðing allra innan fjölskyldunnar er mjög sterk þrátt fyrir að reglulega hafi komið ágjöf frá samfélaginu. Í þessu góða umhverfi hafa börnin þeirra vaxið og dafnað. Það er einstaklega gott að eiga þá sem vini, þeir hafa einstakt lag á að rækta vináttuna. Baldur er sterk fyrirmynd í samfélagi okkar og með Felix sér við hlið á Bessastöðum mun þjóðin brjóta blað í sögu sinni og hafa áhrif langt út fyrir öll landamæri.yrir öll landamæri. Höfundur er stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar til forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Það verður með mikilli ánægju sem ég mæti á kjörstað í þetta sinn því nú fæ ég tækifæri til að greiða afburðar frambjóðanda atkvæði mitt. Það er góð tilfinning að hafa djúpa sannfæringu fyrir vali sínu. Baldur Þórhallsson fær mitt atkvæði. Baldur er einstaklega heilsteyptur,traustur og greindur maður. Ég hef þekkt Baldur náið í næstum þrjátíu ár og fylgst með honum í lífi og starfi allan þann tíma. Það fer ekki fram hjá þeim sem þekkja Baldur hve mikla ástríðu hann hefur fyrir starfi sínu, hann er sérstaklega iðinn, afkastamikill og einbeittur við það sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur einstakan áhuga á samfélagi okkar og samspili þess við alþjóðasamfélagið. Faglegt framlag hans til alþjóðasamfélagsins nýtist honum án nokkurs vafa í forsetaembættinu fái hann umboð til þess. Áhugi Baldurs og elja hefur vakið aðdáun mína alla tíð en aðdáun mín á persónuleikanum er ekki minni. Persónueinkenni Baldurs, eru hófsemi, viska og staðfesta. Hann hefur líka gríðarlegt hugrekki til að fylgja sannfæringu sinni og taka þá slagi sem hann stendur frammi fyrir og gerir það af yfirvegun. Mér finnast þessir eiginleikar hafa komið vel í ljós í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann er traustur og þú veist alltaf hvar þú hefur Baldur. Hann er maður samtalsins og rökræðunnar, hann mætir allri umræðu af miklu æðruleysi, yfirvegun, sanngirni og virðingu við viðmælandann. Það er svo nærandi að eiga rökræður við Baldur vegna hæfileika hans og reynslu, hann hlustar, hann greinir og þróar sína eigin sýn á forsendum rökræðunnar. Það er sérstaklega áhugvert að vera ósammála Baldri um einstök mál því í návist hans fær umræðan að þroskast. Mest er þó aðdáun mín á fjölskyldumanninum Baldri og hvernig hann og Felix hafa alla tíð hagað sínu fjölskyldulífi og sett börnin sín í forgang. Fjölskyldulíf þeirra er til mikillar fyrirmyndar og einkennist af umhyggju, gleði, reisn og virðingu. Sjálfsvirðing allra innan fjölskyldunnar er mjög sterk þrátt fyrir að reglulega hafi komið ágjöf frá samfélaginu. Í þessu góða umhverfi hafa börnin þeirra vaxið og dafnað. Það er einstaklega gott að eiga þá sem vini, þeir hafa einstakt lag á að rækta vináttuna. Baldur er sterk fyrirmynd í samfélagi okkar og með Felix sér við hlið á Bessastöðum mun þjóðin brjóta blað í sögu sinni og hafa áhrif langt út fyrir öll landamæri.yrir öll landamæri. Höfundur er stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar til forseta.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar