Meistararnir köstuðu frá sér þriggja marka forystu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 19:01 Alexander Sorloth skoraði öll fjögur mörk Villarreal í kvöld. Alex Caparros/Getty Images Nýkrýndir Spánarmeistarar Real Madrid gerðu 4-4 jafntefli er liðið heimsótti Villarreal í næstsíðustu umferð spænsku deildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Línur eru löngu farnar að skýrast í spænsku deildinni og í raun er ekkert sem getur breyst á toppi deildarinnar nú þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Úrslit úr leikjum kvöldsins þýða þó að Cadiz fylgir Granada og Almeria niður um deild. Þrátt fyrir að lítil spenna sé í topp- og Evrópubaráttunni á Spáni var þessi næstsíðasta umferð hin mesta skemmtun. Alls voru 32 mörk skoruð í tíu leikjum, en hvergi voru mörkin þó fleiri en í leik Villarreal og Real Madrid. Arda Guler og Joselu sáu til þess að gestirnir í Real Madrid komust í 2-0 eftir hálftíma leik áður en Alexander Sorloth minnkaði muninn fyrir heimamenn á 39. mínútu. Lucas Vazquez og Arda Guler bættu hins vegar sínu markinu hvor við fyrir hálfleik og Madrídingar leiddu því 4-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Alexander Sorloth hafði hins vegar engan áhuga á því að tapa leiknum. Hann skoraði annað mark sitt á 48. mínútu áður en hann fullkomnaði þrennuna fjórum mínútum síðar. Hann fullkomnaði svo endurkomu heimamanna á 56. mínútu með sínu fjórða marki í leiknum, en öll þrjú mörkin sem hann skoraði í síðari hálfleik komu eftir stoðsendingu frá Gerard Moreno. Niðurstaðan varð því 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik Önnur úrslit Athletic Bilbao 2-0 Sevilla Atlético Madrid 1-4 Osasuna Barcelona 3-0 Rayo Vallecano Real Betis 0-2 Real Sociedad Cadiz 0-0 Las Palmas Granada 1-2 Celta Vigo Mallorca 2-2 Almeria Valencia 1-3 Girona Spænski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Línur eru löngu farnar að skýrast í spænsku deildinni og í raun er ekkert sem getur breyst á toppi deildarinnar nú þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Úrslit úr leikjum kvöldsins þýða þó að Cadiz fylgir Granada og Almeria niður um deild. Þrátt fyrir að lítil spenna sé í topp- og Evrópubaráttunni á Spáni var þessi næstsíðasta umferð hin mesta skemmtun. Alls voru 32 mörk skoruð í tíu leikjum, en hvergi voru mörkin þó fleiri en í leik Villarreal og Real Madrid. Arda Guler og Joselu sáu til þess að gestirnir í Real Madrid komust í 2-0 eftir hálftíma leik áður en Alexander Sorloth minnkaði muninn fyrir heimamenn á 39. mínútu. Lucas Vazquez og Arda Guler bættu hins vegar sínu markinu hvor við fyrir hálfleik og Madrídingar leiddu því 4-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Alexander Sorloth hafði hins vegar engan áhuga á því að tapa leiknum. Hann skoraði annað mark sitt á 48. mínútu áður en hann fullkomnaði þrennuna fjórum mínútum síðar. Hann fullkomnaði svo endurkomu heimamanna á 56. mínútu með sínu fjórða marki í leiknum, en öll þrjú mörkin sem hann skoraði í síðari hálfleik komu eftir stoðsendingu frá Gerard Moreno. Niðurstaðan varð því 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik Önnur úrslit Athletic Bilbao 2-0 Sevilla Atlético Madrid 1-4 Osasuna Barcelona 3-0 Rayo Vallecano Real Betis 0-2 Real Sociedad Cadiz 0-0 Las Palmas Granada 1-2 Celta Vigo Mallorca 2-2 Almeria Valencia 1-3 Girona
Athletic Bilbao 2-0 Sevilla Atlético Madrid 1-4 Osasuna Barcelona 3-0 Rayo Vallecano Real Betis 0-2 Real Sociedad Cadiz 0-0 Las Palmas Granada 1-2 Celta Vigo Mallorca 2-2 Almeria Valencia 1-3 Girona
Spænski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira