Hvaða eiginleika þarf forseti að hafa? Hildur Eir Bolladóttir skrifar 19. maí 2024 19:00 Ég sleit mínum barnsskóm á prestsheimili í norðlenskri sveit. Foreldrar mínir þjónuðu þar kirkju og kristni í marga áratugi. Gestagangur einkenndi æsku mína og sú afstaða foreldra minna að fara sem minnst af bæ og vera alltaf með eitthvað tiltækt í frystinum til að bjóða gestum sem gætu fyrirvaralaust staðið á hlaðinu heima. Stundum þekktum við þá sem sátu með okkur við kvöldverðarborðið en stundum ekki, það skipti náttúrlega engu máli. Stundum gengum við systkinin úr rúmum fyrir fólk sem komst ekki leiðar sinnar vegna veðurs og fékk inni hjá foreldrum okkar. Að loknum guðsþjónustum í Laufási bauð mamma kirkjugestum inn í hús í kaffi og heimabakað bakkelsi. Einu sinni voru foreldrar mínir gestkomandi hjá vinum í annarri sveit og var setið fram á kvöld í góðu spjalli enda stóð til að fjölskyldan úr Laufási myndi gista. Þegar líða tók á kvöldið fékk pabbi vonda tilfinningu og vildi drífa sig heim. Hann lét hvorki laust né fast fyrr en þau mamma voru búin að rífa systkini mín úr rekkju og aka með þau sveita á milli í kvöldsvalanum. Þau voru rétt búin að breiða yfir börnin í þeirra eigin rúmum þegar bankað var á útidyrnar og fyrir utan stóðu þrír alblóðugir og þrekaðir menn sem höfðu velt bíl sínum við Fnjóskábrú og gengið heim í Laufás í þeirri von að þeim yrði bjargað. Pabbi talaði oft um þennan atburð eins og til að sannfæra okkur krakkana um að best væri að vera sínu trúr og ekki á alltof miklu flandri, fólk gæti nefnilega þurft á manni að halda. Við systkinin gátum nú reyndar ranghvolft augunum yfir þessu viðhorfi hans. Núorðið eru auðvitað breyttir tímar og enginn sem gerir þessar kröfur til presta, hvorki í sveit né bæjum þótt kannski eimi eitthvað eftir af þessu í minni samfélögum. Þessi afstaða sem ég lýsi hér á undan er hins vegar svolítið það sem forsetaembættið gengur út á og að vissu leyti sá drifkraftur sem þarf að búa innra með forsetanum á Bessastöðum. Það er þessi ríka ábyrgðarkennd gagnvart samfélaginu og fórnfýsi. Það er nefnilega miklu meiri fórn en fólk gerir sér almennt grein fyrir að gegna forsetaembætti og sá sem við því tekur þarf að átta sig á að hann verður samofinn embætti sínu og hlutverki allan sólarhringinn, svolítið eins og prestshjón í sveit um miðja og ofanverða síðustu öld. Þá ríður á að hafa reynslu af því að gegna viðamiklum og vandasömum störfum og hafa tekið á móti allskonar fólki með ólíkar skoðanir og jafnvel skoðanir sem þér hugnast illa en bjóða því samt að setjast til borðs og neyta með því sameiginlegar máltíðar. Ég var búin að ákveða að kjósa Katrínu Jakobsdóttur til forseta áður en allir frambjóðendur voru komnir fram vegna þess að ég hef lengi séð hana fyrir mér í embætti forseta Íslands. Ástæðan er sú að Katrín er langreynd og mótuð af því frá unga aldri að taka að sér viðamikil störf og sinna þeim sem góður gestgjafi. Katrín hefur alla tíð hvílt í sjálfri sér sem persóna þannig að ég hef alltaf borið traust til hennar, líka þótt hún hafi myndað ríkisstjórn með flokkum sem ég sjálf hef aldrei kosið. Katrín býr yfir þessum mikilvæga myndugleika sem leiðtogi verður að hafa og birtist í því að halda ró sinni vitandi í hverri frumu líkamans að vandasamir hlutir hafa sjaldnast tilhneigingu til að ganga snuðrulaust fyrir sig en gott samtal getur á endanum skilað farsælli niðurstöðu. Ég gæti tíundað hér hversu mikilvægt það sé að forseti þekki inn og út stjórnkerfi landsins, utanríkisstefnu, alþjóðaskuldbindingar og samninga og þess vegna sé Katrín með alla þá þekkingu vel til þess fallin að gegna embættinu. Hins vegar held ég að flestir frambjóðendur geti lært þetta og sett sig inn í þessa hluti og hratt og vel. Það sem að mínu mati gerir Katrínu að yfirburðarframbjóðanda er miklu fremur persóna hennar. Katrín er vitur manneskja og það hefur ekkert með þekkingu, nám eða greindarvísitölu að gera. Að vera vitur er eitthvað sem býr mun dýpra innra með þér og gerir það að verkum að þú hreinlega átt að gegna vandasömum störfum í þágu sem flestra. Að vera vitur er að hafa djúpt innsæi, dómgreind, húmor og djúpstæða löngun til að gera gagn og vera allskonar fólki skjól í kærleika og hlýju. Þetta hefur Katrín Jakobsdóttir og þess vegna kýs ég hana til forseta Íslands þann 1.júní næstkomandi. Höfundur er sóknarprestur í Akureyrarkirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég sleit mínum barnsskóm á prestsheimili í norðlenskri sveit. Foreldrar mínir þjónuðu þar kirkju og kristni í marga áratugi. Gestagangur einkenndi æsku mína og sú afstaða foreldra minna að fara sem minnst af bæ og vera alltaf með eitthvað tiltækt í frystinum til að bjóða gestum sem gætu fyrirvaralaust staðið á hlaðinu heima. Stundum þekktum við þá sem sátu með okkur við kvöldverðarborðið en stundum ekki, það skipti náttúrlega engu máli. Stundum gengum við systkinin úr rúmum fyrir fólk sem komst ekki leiðar sinnar vegna veðurs og fékk inni hjá foreldrum okkar. Að loknum guðsþjónustum í Laufási bauð mamma kirkjugestum inn í hús í kaffi og heimabakað bakkelsi. Einu sinni voru foreldrar mínir gestkomandi hjá vinum í annarri sveit og var setið fram á kvöld í góðu spjalli enda stóð til að fjölskyldan úr Laufási myndi gista. Þegar líða tók á kvöldið fékk pabbi vonda tilfinningu og vildi drífa sig heim. Hann lét hvorki laust né fast fyrr en þau mamma voru búin að rífa systkini mín úr rekkju og aka með þau sveita á milli í kvöldsvalanum. Þau voru rétt búin að breiða yfir börnin í þeirra eigin rúmum þegar bankað var á útidyrnar og fyrir utan stóðu þrír alblóðugir og þrekaðir menn sem höfðu velt bíl sínum við Fnjóskábrú og gengið heim í Laufás í þeirri von að þeim yrði bjargað. Pabbi talaði oft um þennan atburð eins og til að sannfæra okkur krakkana um að best væri að vera sínu trúr og ekki á alltof miklu flandri, fólk gæti nefnilega þurft á manni að halda. Við systkinin gátum nú reyndar ranghvolft augunum yfir þessu viðhorfi hans. Núorðið eru auðvitað breyttir tímar og enginn sem gerir þessar kröfur til presta, hvorki í sveit né bæjum þótt kannski eimi eitthvað eftir af þessu í minni samfélögum. Þessi afstaða sem ég lýsi hér á undan er hins vegar svolítið það sem forsetaembættið gengur út á og að vissu leyti sá drifkraftur sem þarf að búa innra með forsetanum á Bessastöðum. Það er þessi ríka ábyrgðarkennd gagnvart samfélaginu og fórnfýsi. Það er nefnilega miklu meiri fórn en fólk gerir sér almennt grein fyrir að gegna forsetaembætti og sá sem við því tekur þarf að átta sig á að hann verður samofinn embætti sínu og hlutverki allan sólarhringinn, svolítið eins og prestshjón í sveit um miðja og ofanverða síðustu öld. Þá ríður á að hafa reynslu af því að gegna viðamiklum og vandasömum störfum og hafa tekið á móti allskonar fólki með ólíkar skoðanir og jafnvel skoðanir sem þér hugnast illa en bjóða því samt að setjast til borðs og neyta með því sameiginlegar máltíðar. Ég var búin að ákveða að kjósa Katrínu Jakobsdóttur til forseta áður en allir frambjóðendur voru komnir fram vegna þess að ég hef lengi séð hana fyrir mér í embætti forseta Íslands. Ástæðan er sú að Katrín er langreynd og mótuð af því frá unga aldri að taka að sér viðamikil störf og sinna þeim sem góður gestgjafi. Katrín hefur alla tíð hvílt í sjálfri sér sem persóna þannig að ég hef alltaf borið traust til hennar, líka þótt hún hafi myndað ríkisstjórn með flokkum sem ég sjálf hef aldrei kosið. Katrín býr yfir þessum mikilvæga myndugleika sem leiðtogi verður að hafa og birtist í því að halda ró sinni vitandi í hverri frumu líkamans að vandasamir hlutir hafa sjaldnast tilhneigingu til að ganga snuðrulaust fyrir sig en gott samtal getur á endanum skilað farsælli niðurstöðu. Ég gæti tíundað hér hversu mikilvægt það sé að forseti þekki inn og út stjórnkerfi landsins, utanríkisstefnu, alþjóðaskuldbindingar og samninga og þess vegna sé Katrín með alla þá þekkingu vel til þess fallin að gegna embættinu. Hins vegar held ég að flestir frambjóðendur geti lært þetta og sett sig inn í þessa hluti og hratt og vel. Það sem að mínu mati gerir Katrínu að yfirburðarframbjóðanda er miklu fremur persóna hennar. Katrín er vitur manneskja og það hefur ekkert með þekkingu, nám eða greindarvísitölu að gera. Að vera vitur er eitthvað sem býr mun dýpra innra með þér og gerir það að verkum að þú hreinlega átt að gegna vandasömum störfum í þágu sem flestra. Að vera vitur er að hafa djúpt innsæi, dómgreind, húmor og djúpstæða löngun til að gera gagn og vera allskonar fólki skjól í kærleika og hlýju. Þetta hefur Katrín Jakobsdóttir og þess vegna kýs ég hana til forseta Íslands þann 1.júní næstkomandi. Höfundur er sóknarprestur í Akureyrarkirkju.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun