„Ég á von á því að það verði allt önnur tónlist hjá þeim í Grikklandi“ Andri Már Eggertsson skrifar 18. maí 2024 19:46 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni gegn Olympiacos í dag Vísir/Pawel Cieslikiewicz Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var ánægður með fjögurra marka sigur gegn Olympiacos 30-26. Valur er úr leik í Íslandsmótinu og því verður næsti leikur liðsins seinni leikurinn gegn Olympiacos eftir viku. „Mér fannst við mjög góðir og þéttir varnarlega ásamt því hlupum við vel til baka varnarlega. Þeir voru kannski hræddir við hraðann okkar þar sem þeir keyrðu meira gegn FTC. Við skutum nokkuð vel á markið og vorum agaðir en vorum með nokkra tæknifeila í fyrri hálfleik,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við Vísi og hélt áfram. „Þeir eru sterkir, þungir og erfiðir varnarlega. Stundum fóru þeir út úr stöðu og mér fannst það hjálpa okkur. Mér fannst þetta heilsteyptur og góður leikur hjá okkur yfir höfuð.“ Varnarleikur var mjög öflugur á köflum og Óskar var ánægður með að Björgvin Páll Gústavsson hafi dottið í gang eftir að hafa byrjað illa. „Þeir klikkuðu á nokkrum dauðafærum. Björgvin varði ekkert fyrstu tuttugu mínúturnar en var í mörgum boltum en maður vissi að hann myndi fara verja og hann varði vel frá hægra horninu. Ég á von á því að það verði allt önnur tónlist hjá þeim í Grikklandi þar sem þeir eru búnir að færa leikinn í 10.000 manna höll.“ Óskar taldi það ekkert mál að halda leikmönnum við efnið þar sem Valur á eftir að mæta Olympiacos á útivelli. „Það er veisla núna. Ef þú þarft að halda einhverjum á tánum í úrslitunum í Evrópukeppni þá geta þeir farið að stunda félagsvist. Það er líka ágæt að hafa vikuna til þess að undirbúa okkur. Við erum dottnir út úr héraðsmótinu og Afturelding og FH verður gott einvígi.“ „Ég er ekkert viss um að við hefðum unnið þá ef við hefðum ekki fengið þennan svakalega stuðning. Ég er mjög þakklátur fyrir alla Valsara og allt fólkið úr öðrum liðum og þá sem komu og hjálpuðu okkur. Þetta gaf okkur örugglega nokkur mörk,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Sjá meira
„Mér fannst við mjög góðir og þéttir varnarlega ásamt því hlupum við vel til baka varnarlega. Þeir voru kannski hræddir við hraðann okkar þar sem þeir keyrðu meira gegn FTC. Við skutum nokkuð vel á markið og vorum agaðir en vorum með nokkra tæknifeila í fyrri hálfleik,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við Vísi og hélt áfram. „Þeir eru sterkir, þungir og erfiðir varnarlega. Stundum fóru þeir út úr stöðu og mér fannst það hjálpa okkur. Mér fannst þetta heilsteyptur og góður leikur hjá okkur yfir höfuð.“ Varnarleikur var mjög öflugur á köflum og Óskar var ánægður með að Björgvin Páll Gústavsson hafi dottið í gang eftir að hafa byrjað illa. „Þeir klikkuðu á nokkrum dauðafærum. Björgvin varði ekkert fyrstu tuttugu mínúturnar en var í mörgum boltum en maður vissi að hann myndi fara verja og hann varði vel frá hægra horninu. Ég á von á því að það verði allt önnur tónlist hjá þeim í Grikklandi þar sem þeir eru búnir að færa leikinn í 10.000 manna höll.“ Óskar taldi það ekkert mál að halda leikmönnum við efnið þar sem Valur á eftir að mæta Olympiacos á útivelli. „Það er veisla núna. Ef þú þarft að halda einhverjum á tánum í úrslitunum í Evrópukeppni þá geta þeir farið að stunda félagsvist. Það er líka ágæt að hafa vikuna til þess að undirbúa okkur. Við erum dottnir út úr héraðsmótinu og Afturelding og FH verður gott einvígi.“ „Ég er ekkert viss um að við hefðum unnið þá ef við hefðum ekki fengið þennan svakalega stuðning. Ég er mjög þakklátur fyrir alla Valsara og allt fólkið úr öðrum liðum og þá sem komu og hjálpuðu okkur. Þetta gaf okkur örugglega nokkur mörk,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Sjá meira