„Eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. maí 2024 17:48 Guðbergur Egill Eyjólfsson er fyrrverandi fyrirliði íslenska blaklandsliðsins. Hann hvetur landsliðið til að sleppa því að mæta á Ísraelsleikinn eða mæta, fara inn á völlinn og gera ekki neitt. Aðsend/HK Digranes Fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í blaki fordæmir ákvörðun landsliðsins um að keppa við ísraelska landsliðið í CEV Silver deildinni sem fer fram í Digranesi í Kópavogi um helgina. Hann hvetur liðið til að mæta ekki á leikinn. Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifaði skoðanagrein sem birtist á Vísi fyrr í dag sem ber nafnið „Opið bréf til landsliðsmanna Íslands í blaki“. Þar segir hann íslenska landsliðið í stöðu sem gæti haft áhrif til góðs á alþjóðavísu og segist vona að það nyti sér það tækifæri. Samkvæmt áætlun helgarinnar mun íslenska landsliðið í blaki etja kappi við ísraelska liðið á morgun klukkan þrjú. Þetta hefur vakið athygli á Facebook hópnum Sniðganga fyrir Palestínu, en hávær krafa hefur verið í samfélaginu um að sniðganga allar keppnir þar sem Ísrael er á meðal keppenda. „Þið getið sleppt því að mæta í leikinn eða mætt, farið inn á völlinn og gert ekki neitt. Sleppt því að spila við fulltrúa þessa ríkis sem skipulega er að útrýma palestínsku þjóðinni. Ríki sem er að drepa afa og ömmur, feður og mæður og er að drepa og limlesta lítil börn. Hugsið um þetta og takið svo rétta ákvörðun. Ákvörðun sem þið getið verið stoltir af út lífið,“ segir í bréfi Guðbergs. „Eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans“ Þá segir hann ekki hægt að fela sig á bak við staðreyndina að íþróttir séu ópólitískar. Rússum hafi til að mynda verið vikið úr öllum alþjóðlegum keppnum vegna stríðsins í Úkraínu og Ísrael noti íþróttir til að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi í mjög svo pólitískum tilgangi. „Ég hvet ykkur því kæru landsliðsmenn að taka höndum saman og sína í verki að þið sem manneskjur viljið ekki láta nota ykkur á þann hátt og grípið til aðgerða af einhverju tagi,“ segir Guðbergur. „Að spila við Ísrael er eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans í byrjun árs 1945 þegar þeir sem vildu, vissu um útrýmingarbúðir nasista. Ísraelar eru með sínar útrýmingarbúðir á Gasa og það vita allir sem vilja vita,“ segir hann jafnframt. Blak Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifaði skoðanagrein sem birtist á Vísi fyrr í dag sem ber nafnið „Opið bréf til landsliðsmanna Íslands í blaki“. Þar segir hann íslenska landsliðið í stöðu sem gæti haft áhrif til góðs á alþjóðavísu og segist vona að það nyti sér það tækifæri. Samkvæmt áætlun helgarinnar mun íslenska landsliðið í blaki etja kappi við ísraelska liðið á morgun klukkan þrjú. Þetta hefur vakið athygli á Facebook hópnum Sniðganga fyrir Palestínu, en hávær krafa hefur verið í samfélaginu um að sniðganga allar keppnir þar sem Ísrael er á meðal keppenda. „Þið getið sleppt því að mæta í leikinn eða mætt, farið inn á völlinn og gert ekki neitt. Sleppt því að spila við fulltrúa þessa ríkis sem skipulega er að útrýma palestínsku þjóðinni. Ríki sem er að drepa afa og ömmur, feður og mæður og er að drepa og limlesta lítil börn. Hugsið um þetta og takið svo rétta ákvörðun. Ákvörðun sem þið getið verið stoltir af út lífið,“ segir í bréfi Guðbergs. „Eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans“ Þá segir hann ekki hægt að fela sig á bak við staðreyndina að íþróttir séu ópólitískar. Rússum hafi til að mynda verið vikið úr öllum alþjóðlegum keppnum vegna stríðsins í Úkraínu og Ísrael noti íþróttir til að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi í mjög svo pólitískum tilgangi. „Ég hvet ykkur því kæru landsliðsmenn að taka höndum saman og sína í verki að þið sem manneskjur viljið ekki láta nota ykkur á þann hátt og grípið til aðgerða af einhverju tagi,“ segir Guðbergur. „Að spila við Ísrael er eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans í byrjun árs 1945 þegar þeir sem vildu, vissu um útrýmingarbúðir nasista. Ísraelar eru með sínar útrýmingarbúðir á Gasa og það vita allir sem vilja vita,“ segir hann jafnframt.
Blak Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira