Þrjátíu ár fyrir árásina á mann þingforsetans Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2024 23:11 Skjáskot úr upptöku líkamsmyndavélar lögreglumanns sem kom á heimili Pelosi-hjónanna. Á myndinni sjást árásarmaðurinn (t.v.) og Paul Pelosi (t.h.) berjast um tak á hamri. Árásarmaðurinn sló Pelosi svo í höfuðið áður en lögreglumenn fengu rönd við reist. AP/Lögreglan í San Francisco Karlmaður sem réðst á eiginmann Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á heimili þeirra í San Francisco var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás og tilraun til mannráns Árásin átti sér stað aðeins viku fyrir þingkosningar í október 2022. David DePape, 44 ára gamall karlmaður, braust inn hjá Pelosi-hjónunum snemma morgun og réðst á Paul Pelosi með hamri. Pelosi, sem er nú 84 ára gamall, höfuðkúpubrotnaði. Eiginkona hans var í Washington-borg þegar árásin var gerð. Saksóknarar fóru fram á fjörutíu ára fangelsisdóm yfir DePape en alríkisdómari taldi refsingu hans hæfilega þrjátíu ár. DePape á einnig yfir höfði sér lífstíðardóm í Kaliforníu. DePape viðurkenndi fyrir dómi að hann hefði ætlað að hneppa Nancy Pelosi í gíslingu. Saksóknarar sögðu hann drifinn áfram af öfgahægri samsæriskenningu sem hefur verið kennd við Qanon, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Paul Pelosi tókst að hafa samband við neyðarlínu þegar DePape sá ekki til. DePape sló hann í höfuðið með hamrinum áður en lögreglumenn náðu að yfirbuga hann. Í bréfi til dómstólsins lýsti Pelosi því að hann glímdi enn við afleiðingar árásarinnar. Hann væri með málmplötu í höfðinu og ætti erfitt með jafnvægi. Hann þjáist af varanlegum taugaskaða í vinstri hendi. Ýmsir áberandi fulltrúar Repúblikanaflokksins hafa ítrekað haft árásina á Pelosi í flimtingum og jafnvel dreift stoðlausri samsæriskenningu um hana. Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X, tók einnig þátt í að dreifa slíkum samsæriskenningum. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Árásarmaður Pelosi: „Ég hefði átt að vera betur undirbúinn“ Maðurinn sem kærður hefur verið fyrir að hafa ráðist á Paul Pelosi í október síðastliðnum hringdi í fjölmiðla eftir birtingu myndbanda af árásinni. Í símtalinu virðist hann biðjast afsökunar á að hafa ekki staðið sig betur við verknaðinn. 31. janúar 2023 20:48 Myndband sýnir árásina á Pelosi Lögreglan í Bandaríkjunum hefur birt myndband af árás innbrotsþjófs á eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Innbrotsþjófurinn réðst að hinum 82 ára gamla Paul Pelosi með hamri. 27. janúar 2023 22:28 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Árásin átti sér stað aðeins viku fyrir þingkosningar í október 2022. David DePape, 44 ára gamall karlmaður, braust inn hjá Pelosi-hjónunum snemma morgun og réðst á Paul Pelosi með hamri. Pelosi, sem er nú 84 ára gamall, höfuðkúpubrotnaði. Eiginkona hans var í Washington-borg þegar árásin var gerð. Saksóknarar fóru fram á fjörutíu ára fangelsisdóm yfir DePape en alríkisdómari taldi refsingu hans hæfilega þrjátíu ár. DePape á einnig yfir höfði sér lífstíðardóm í Kaliforníu. DePape viðurkenndi fyrir dómi að hann hefði ætlað að hneppa Nancy Pelosi í gíslingu. Saksóknarar sögðu hann drifinn áfram af öfgahægri samsæriskenningu sem hefur verið kennd við Qanon, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Paul Pelosi tókst að hafa samband við neyðarlínu þegar DePape sá ekki til. DePape sló hann í höfuðið með hamrinum áður en lögreglumenn náðu að yfirbuga hann. Í bréfi til dómstólsins lýsti Pelosi því að hann glímdi enn við afleiðingar árásarinnar. Hann væri með málmplötu í höfðinu og ætti erfitt með jafnvægi. Hann þjáist af varanlegum taugaskaða í vinstri hendi. Ýmsir áberandi fulltrúar Repúblikanaflokksins hafa ítrekað haft árásina á Pelosi í flimtingum og jafnvel dreift stoðlausri samsæriskenningu um hana. Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X, tók einnig þátt í að dreifa slíkum samsæriskenningum.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Árásarmaður Pelosi: „Ég hefði átt að vera betur undirbúinn“ Maðurinn sem kærður hefur verið fyrir að hafa ráðist á Paul Pelosi í október síðastliðnum hringdi í fjölmiðla eftir birtingu myndbanda af árásinni. Í símtalinu virðist hann biðjast afsökunar á að hafa ekki staðið sig betur við verknaðinn. 31. janúar 2023 20:48 Myndband sýnir árásina á Pelosi Lögreglan í Bandaríkjunum hefur birt myndband af árás innbrotsþjófs á eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Innbrotsþjófurinn réðst að hinum 82 ára gamla Paul Pelosi með hamri. 27. janúar 2023 22:28 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Árásarmaður Pelosi: „Ég hefði átt að vera betur undirbúinn“ Maðurinn sem kærður hefur verið fyrir að hafa ráðist á Paul Pelosi í október síðastliðnum hringdi í fjölmiðla eftir birtingu myndbanda af árásinni. Í símtalinu virðist hann biðjast afsökunar á að hafa ekki staðið sig betur við verknaðinn. 31. janúar 2023 20:48
Myndband sýnir árásina á Pelosi Lögreglan í Bandaríkjunum hefur birt myndband af árás innbrotsþjófs á eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Innbrotsþjófurinn réðst að hinum 82 ára gamla Paul Pelosi með hamri. 27. janúar 2023 22:28
Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01
Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23