Forsetaáskorunin: Hljóp í skarðið á Stuðmannaballi en í basli með textann Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2024 19:00 Steinunn Ólína með Kammersveitinni. Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er í framboði til forsta Íslands. Klippa: Forsetaáskorun Vísis: Steinunn Ólína Klippa: Forsetaáskorun Vísis: Kosningamyndband Steinunnar Ólínu Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Þeir eru margir, Strandir, Norður-Þingeyjarsýsla, Vestfirðirnir eins og þeir leggja sig og fegurstu og dularfyllstu fjöllin eru á Austfjörðum. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Ég er satt að segja ánægð með hlutverk forseta eins og það er skilgreint í stjórnarskrá. Það gefur honum hæfilega mikið vald til að geta verið þjóðinni til varnar ef nauðsyn krefur. Ég hef nú þegar gefið það kosningaloforð að synja þeim lögum staðfestingar er varða sameignina, auðlindir, náttúru og lífríki Íslands. Með því tryggi ég að upplýst þjóð fái sjálf að ráða örlögum sínum með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna er einmitt núna mikilvægt að forseti komi úr röðum almennings þegar mikið er í húfi eins og nú, þegar ráðamenn hafa í hyggju að fara frjálslega með eigur og auðlindir landsmanna. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? Boom Með iBenji. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Ég ligg aldrei yfir samsæriskenningum, en ef það lyktar eins og rotta, hreyfir sig eins og rotta, þá er það rotta. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Ristað súrdeigsbrauð með osti og Earl Grey te. Súkkulaði! Uppáhalds bíómynd? Allar myndir Carlos Saura og Almodovar. Hefur þú komist í kast við lögin? Nei. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Útsaumur og allskyns handavinna, gróður og grasafræði, heimspeki og trúarbrögð. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Ég hafði gaman að Breaking Bad, Six feet under, Peaky Blinders, White Lotus, en ég hef eiginlega ekki horft á sjónvarp síðasta ár. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Dans. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Nei. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Þegar ég hljóp í skarðið fyrir söngkonu Stuðmanna á Gróttuballi fyrir mörgum árum. Ég hélt að ég kynni texta Stuðmanna en annað kom á daginn. En þetta kom ekki að sök, ég fékk góða æfingu með Eyþóri Gunnars og bandinu og rúllaði þessu upp með þeirra hjálp. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Að syngja upphátt með í laginu Yes, Sir I can Boogie, og spila á luft-fiðlu. Þetta lag er mitt uppáhaldsfíflgangslag! Áttu þér draumabíl? Ég hef aldrei tekið bílpróf og er með bílablindu, þekki varla bílategundir í sundur nema einn, Landrover bíla þekki ég í sjón og finnst þeir fallegir. Sérlega langir gamlir. Hvernig slappar þú af? Fer í sund, hangi heima og tek til í rólegheitunum, hlusta á góða tónlist, les og hugleiði. Ertu með húðflúr? Já. Orðið Óviðeigandi er flúrað á hægri handlegg. Skýrir sig sjálft. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Fluga. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Engan sérstakan. Í embætti forseta þarf maður að hitta ýmsar manneskjur geri ég ráð fyrir og þá undirbýr maður sig bara fyrir það í hvert og eitt sinn. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Já, ég spila svolítið á píanó og syng mikið. Rúfus, kosningastjóri Steinunnar. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Hef aldrei spilað tölvuleik. Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Bara einhver góð leikkona. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Þessu er erfitt að svara. Látum okkur sjá. Viktor væri góður félagsskapur því við myndum bæði þegja mikið. Ásdís Rán myndi kenna mér búlgörsku, halda okkur í formi og allar ljósmyndir af okkur yrðu óaðfinnanlegar. Halla Tómasar myndi koma mér til að hlægja og við myndum breyta eyjunni í ofurkvennasetur. Halla Hrund myndi kenna mér á harmonikku, ef nikku flyti á land. Ástþór myndi væntanlega kenna mér að byggja kjarnorkubyrgi. Eiríkur kynni að veiða í matinn svo ekki myndum við svelta. Arnar myndi strax reyna að koma skipulagi á eyjuna og við gætum orðið ósammála. Baldur og ég gætum talað endalaust saman. Katrín myndi gerast landshöfðingi, selja undan okkur eyjuna og telja mér trú um að það væri okkur fyrir bestu. Ég myndi hnýta hengirúm fyrir Jón Gnarr, lesa fyrir hann og biðja hann að segja mér brandara. Helga er ljúf kona, gæti kennt mér frönsku og það yrðu örugglega engir árekstar. Hvað get ég sagt, þetta eru allt prýðis manneskjur. Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Nei, því geri ég ekki ráð fyrir. Forsetar eiga helst ekki að vera fréttaefni nema undir alveg sérstökum kringumstæðum. Ég mun hafa mig hæga nema nauðsyn krefjist annars. Heimurinn er reyndar skrýtinn að því leyti að það sem er nauðaómerkilegt þykir fréttnæmt en það sem fréttnæmt er fær oft ekki næga athygli. Kannski þætti það því frétt að ég borða aldrei pizzur. Hver veit? Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Grín og gaman Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er í framboði til forsta Íslands. Klippa: Forsetaáskorun Vísis: Steinunn Ólína Klippa: Forsetaáskorun Vísis: Kosningamyndband Steinunnar Ólínu Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Þeir eru margir, Strandir, Norður-Þingeyjarsýsla, Vestfirðirnir eins og þeir leggja sig og fegurstu og dularfyllstu fjöllin eru á Austfjörðum. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Ég er satt að segja ánægð með hlutverk forseta eins og það er skilgreint í stjórnarskrá. Það gefur honum hæfilega mikið vald til að geta verið þjóðinni til varnar ef nauðsyn krefur. Ég hef nú þegar gefið það kosningaloforð að synja þeim lögum staðfestingar er varða sameignina, auðlindir, náttúru og lífríki Íslands. Með því tryggi ég að upplýst þjóð fái sjálf að ráða örlögum sínum með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna er einmitt núna mikilvægt að forseti komi úr röðum almennings þegar mikið er í húfi eins og nú, þegar ráðamenn hafa í hyggju að fara frjálslega með eigur og auðlindir landsmanna. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? Boom Með iBenji. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Ég ligg aldrei yfir samsæriskenningum, en ef það lyktar eins og rotta, hreyfir sig eins og rotta, þá er það rotta. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Ristað súrdeigsbrauð með osti og Earl Grey te. Súkkulaði! Uppáhalds bíómynd? Allar myndir Carlos Saura og Almodovar. Hefur þú komist í kast við lögin? Nei. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Útsaumur og allskyns handavinna, gróður og grasafræði, heimspeki og trúarbrögð. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Ég hafði gaman að Breaking Bad, Six feet under, Peaky Blinders, White Lotus, en ég hef eiginlega ekki horft á sjónvarp síðasta ár. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Dans. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Nei. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Þegar ég hljóp í skarðið fyrir söngkonu Stuðmanna á Gróttuballi fyrir mörgum árum. Ég hélt að ég kynni texta Stuðmanna en annað kom á daginn. En þetta kom ekki að sök, ég fékk góða æfingu með Eyþóri Gunnars og bandinu og rúllaði þessu upp með þeirra hjálp. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Að syngja upphátt með í laginu Yes, Sir I can Boogie, og spila á luft-fiðlu. Þetta lag er mitt uppáhaldsfíflgangslag! Áttu þér draumabíl? Ég hef aldrei tekið bílpróf og er með bílablindu, þekki varla bílategundir í sundur nema einn, Landrover bíla þekki ég í sjón og finnst þeir fallegir. Sérlega langir gamlir. Hvernig slappar þú af? Fer í sund, hangi heima og tek til í rólegheitunum, hlusta á góða tónlist, les og hugleiði. Ertu með húðflúr? Já. Orðið Óviðeigandi er flúrað á hægri handlegg. Skýrir sig sjálft. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Fluga. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Engan sérstakan. Í embætti forseta þarf maður að hitta ýmsar manneskjur geri ég ráð fyrir og þá undirbýr maður sig bara fyrir það í hvert og eitt sinn. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Já, ég spila svolítið á píanó og syng mikið. Rúfus, kosningastjóri Steinunnar. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Hef aldrei spilað tölvuleik. Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Bara einhver góð leikkona. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Þessu er erfitt að svara. Látum okkur sjá. Viktor væri góður félagsskapur því við myndum bæði þegja mikið. Ásdís Rán myndi kenna mér búlgörsku, halda okkur í formi og allar ljósmyndir af okkur yrðu óaðfinnanlegar. Halla Tómasar myndi koma mér til að hlægja og við myndum breyta eyjunni í ofurkvennasetur. Halla Hrund myndi kenna mér á harmonikku, ef nikku flyti á land. Ástþór myndi væntanlega kenna mér að byggja kjarnorkubyrgi. Eiríkur kynni að veiða í matinn svo ekki myndum við svelta. Arnar myndi strax reyna að koma skipulagi á eyjuna og við gætum orðið ósammála. Baldur og ég gætum talað endalaust saman. Katrín myndi gerast landshöfðingi, selja undan okkur eyjuna og telja mér trú um að það væri okkur fyrir bestu. Ég myndi hnýta hengirúm fyrir Jón Gnarr, lesa fyrir hann og biðja hann að segja mér brandara. Helga er ljúf kona, gæti kennt mér frönsku og það yrðu örugglega engir árekstar. Hvað get ég sagt, þetta eru allt prýðis manneskjur. Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Nei, því geri ég ekki ráð fyrir. Forsetar eiga helst ekki að vera fréttaefni nema undir alveg sérstökum kringumstæðum. Ég mun hafa mig hæga nema nauðsyn krefjist annars. Heimurinn er reyndar skrýtinn að því leyti að það sem er nauðaómerkilegt þykir fréttnæmt en það sem fréttnæmt er fær oft ekki næga athygli. Kannski þætti það því frétt að ég borða aldrei pizzur. Hver veit?
Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Grín og gaman Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira