„Það eru alltaf einhverjar leiðir sem opnast í pressu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. maí 2024 15:01 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, telur möguleikana góða fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta gegn Austurríki í undankeppni EM 2025 Vísir/Sigurjón Ólason Þorsteinn Halldórsson gaf sig til tals fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins gegn Austurríki í undankeppni EM. Þar á hann á von á tveimur erfiðum leikjum gegn sterkum andstæðingi sem spilar á háu orkustigi. „Tveimur hörkuleikjum, tveimur erfiðum leikjum. Tveimur mikilvægum leikjum eins og þetta eru allt, sex úrslitaleikir sem við erum að spila. Leikir þrjú og fjögur, Austurríki er gott lið og það verður erfitt verkefni en við eigum fína möguleika.“ Þorsteinn gerir fjórar breytingar á hópnum frá síðasta verkefni sem voru leikir á móti Póllandi og Þýskalandi í sömu keppni. Vakti þar helst athygli að vinstri bakvörðir liðsins í síðustu leikjum, Sædís Rún Heiðarsdóttir, er frá vegna meiðsla. Það hefur illa gengið að manna bakvarðastöður liðsins en Þorsteinn er með ákveðnar hugmyndir um hvernig það skal best gert. „Það kemur nú bara í ljós, ég ætla ekki að tilkynna vinstri bakvörð núna en ég hef notað Söndru Maríu þar. Það kemur bara í ljós hvernig því verður háttað en ég er með ákveðnar hugmyndir í kringum það.“ Ógnarsterkur andstæðingur Austurríki er með 3 stig og eitt mark í plús eftir tvo leiki líkt og íslenska liðið. Þær leggja upp í háa pressu og eru lúsiðnar án boltans. Þorsteinn sagði þó alltaf hægt að finna einhverjar leiðir. „Við erum búin að vera að greina þetta fram og til baka. Það eru ákveðnar leiðir sem opnast í pressunni hjá þeim og við verðum að vera klók að notfæra okkur það. Það eru alltaf einhverjar leiðir sem opnast í pressu. Hvort sem það verður hátt og langt, spila í gegnum miðsvæðið eða út fyrir þær… Vonandi náum við bara að hreyfa þær þannig að við getum fundið leið í gegnum þær. Svo er það hin hliðin að við þurfum að verjast og halda markinu hreinu, ef við gerum það eigum við frábæra möguleika.“ Gegn slíkum andstæðingi, sem leggur upp úr því að hækka orkustig og hlaupa yfir andstæðinginn, getur þurft að gera breytingar milli leikja. Sérstaklega í ljósi þess að stutt er milli leikjanna, spilað er á föstudegi ytra og hérlendis á þriðjudegi. „Ég get alveg trúað því að það verði einhverjar breytingar en svo kemur bara í ljós hvernig við komumst í gegnum fyrri leikinn. Maður er ekki endilega búinn að teikna upp það sem þarf að gera en maður er búinn að teikna upp möguleika í stöðunni sem gætu komið upp. Svo kemur það bara í ljós.“ Bjartsýnn gagnvart Sveindísi Sveindís Jane Jónsdóttir fór úr axlarlið í síðasta landsliðsverkefni og var frá í mánuð. Hún er að stíga upp úr þeim meiðslum og vonir eru bundnar til þess að hún verði heil heilsu, og haldist þannig áfram auðvitað. „Ég veit það ekki, hún spilaði 90 mínútur um síðustu helgi. Það er leikur núna um helgina, vonandi spilar hún mikið þar. Svo líður vika þar til við komum saman. Ég er bjartsýnn að hún klári eins margar mínútur og við viljum en auðvitað verðum við líka að hugsa um hag hennar og ekki þjösnast á henni þar til hún meiðist aftur.“ Klippa: Þorsteinn Halldórsson fyrir leiki gegn Austurríki Viðtalið allt við Þorstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrri leikur Austurríki og Íslands fer fram ytra föstudaginn 31. maí. Seinni leikur liðanna fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 4. júní. KSÍ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Þorsteins fyrir mikilvæga leiki Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir fjórar breytingar og kallar á þrjá nýliða í nýjasta landsliðshóp sinn. Hér má sjá hann ræða hópinn sinn á blaðamannafundi. 17. maí 2024 13:01 Nýliðinn í íslenska landsliðinu er markahæst í dönsku úrvalsdeildinni Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í dag valin í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í fótbolta en hún er í hópnum fyrir tvo leiki á móti Austurríki í undankeppni EM 2025. 17. maí 2024 13:28 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
„Tveimur hörkuleikjum, tveimur erfiðum leikjum. Tveimur mikilvægum leikjum eins og þetta eru allt, sex úrslitaleikir sem við erum að spila. Leikir þrjú og fjögur, Austurríki er gott lið og það verður erfitt verkefni en við eigum fína möguleika.“ Þorsteinn gerir fjórar breytingar á hópnum frá síðasta verkefni sem voru leikir á móti Póllandi og Þýskalandi í sömu keppni. Vakti þar helst athygli að vinstri bakvörðir liðsins í síðustu leikjum, Sædís Rún Heiðarsdóttir, er frá vegna meiðsla. Það hefur illa gengið að manna bakvarðastöður liðsins en Þorsteinn er með ákveðnar hugmyndir um hvernig það skal best gert. „Það kemur nú bara í ljós, ég ætla ekki að tilkynna vinstri bakvörð núna en ég hef notað Söndru Maríu þar. Það kemur bara í ljós hvernig því verður háttað en ég er með ákveðnar hugmyndir í kringum það.“ Ógnarsterkur andstæðingur Austurríki er með 3 stig og eitt mark í plús eftir tvo leiki líkt og íslenska liðið. Þær leggja upp í háa pressu og eru lúsiðnar án boltans. Þorsteinn sagði þó alltaf hægt að finna einhverjar leiðir. „Við erum búin að vera að greina þetta fram og til baka. Það eru ákveðnar leiðir sem opnast í pressunni hjá þeim og við verðum að vera klók að notfæra okkur það. Það eru alltaf einhverjar leiðir sem opnast í pressu. Hvort sem það verður hátt og langt, spila í gegnum miðsvæðið eða út fyrir þær… Vonandi náum við bara að hreyfa þær þannig að við getum fundið leið í gegnum þær. Svo er það hin hliðin að við þurfum að verjast og halda markinu hreinu, ef við gerum það eigum við frábæra möguleika.“ Gegn slíkum andstæðingi, sem leggur upp úr því að hækka orkustig og hlaupa yfir andstæðinginn, getur þurft að gera breytingar milli leikja. Sérstaklega í ljósi þess að stutt er milli leikjanna, spilað er á föstudegi ytra og hérlendis á þriðjudegi. „Ég get alveg trúað því að það verði einhverjar breytingar en svo kemur bara í ljós hvernig við komumst í gegnum fyrri leikinn. Maður er ekki endilega búinn að teikna upp það sem þarf að gera en maður er búinn að teikna upp möguleika í stöðunni sem gætu komið upp. Svo kemur það bara í ljós.“ Bjartsýnn gagnvart Sveindísi Sveindís Jane Jónsdóttir fór úr axlarlið í síðasta landsliðsverkefni og var frá í mánuð. Hún er að stíga upp úr þeim meiðslum og vonir eru bundnar til þess að hún verði heil heilsu, og haldist þannig áfram auðvitað. „Ég veit það ekki, hún spilaði 90 mínútur um síðustu helgi. Það er leikur núna um helgina, vonandi spilar hún mikið þar. Svo líður vika þar til við komum saman. Ég er bjartsýnn að hún klári eins margar mínútur og við viljum en auðvitað verðum við líka að hugsa um hag hennar og ekki þjösnast á henni þar til hún meiðist aftur.“ Klippa: Þorsteinn Halldórsson fyrir leiki gegn Austurríki Viðtalið allt við Þorstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrri leikur Austurríki og Íslands fer fram ytra föstudaginn 31. maí. Seinni leikur liðanna fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 4. júní.
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Þorsteins fyrir mikilvæga leiki Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir fjórar breytingar og kallar á þrjá nýliða í nýjasta landsliðshóp sinn. Hér má sjá hann ræða hópinn sinn á blaðamannafundi. 17. maí 2024 13:01 Nýliðinn í íslenska landsliðinu er markahæst í dönsku úrvalsdeildinni Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í dag valin í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í fótbolta en hún er í hópnum fyrir tvo leiki á móti Austurríki í undankeppni EM 2025. 17. maí 2024 13:28 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Þorsteins fyrir mikilvæga leiki Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir fjórar breytingar og kallar á þrjá nýliða í nýjasta landsliðshóp sinn. Hér má sjá hann ræða hópinn sinn á blaðamannafundi. 17. maí 2024 13:01
Nýliðinn í íslenska landsliðinu er markahæst í dönsku úrvalsdeildinni Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í dag valin í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í fótbolta en hún er í hópnum fyrir tvo leiki á móti Austurríki í undankeppni EM 2025. 17. maí 2024 13:28