Grín sem snerist mjög fljótt upp í alvöru Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2024 10:00 Þorbjörn Jensson er mikill Valsari og hefur átt þátt í glæstum sigrum félagsins Vísir/Arnar Halldórsson Valsmenn standa nú í sporum sem Mulningsvélin svokallaða stóð í fyrir 44 árum. Framundan úrslitaeinvígi í Evrópubikarnum í handbolta. Þorbjörn Jensson var einn af prímusmótorunum í Evrópuævintýri Vals árið 1980. Þátttöku liðsins í Evrópukeppni var fyrst fleygt fram í gríni. Grín sem varð fljótt að mikilli alvöru. Það var árið 1980 sem lið Vals í handboltanum lék til úrslita í Evrópubikarnum. Árangur sem ekkert annað íslenskt lið hafði náð að leika eftir þar til núna í ár. Lið Vals er aftur mætt í úrslitaleik í Evrópukeppni. Fram undan einvígi við gríska stórliðið Olympíakos í Evrópubikarnum. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á Laugardaginn kemur. Svo mætast liðin úti í Grikklandi viku seinna og ráða samanlögð úrslit leikjanna tveggja því hvort liðið stendur uppi sem Evrópubikarsmeistari. Timarit.is Á leið sinni í úrslitaleikinn árið 1980 lagði Mulningsvél Vals, með sjálfa goðsögnina Þorbjörn Jensson innanborðs, stórlið að velli á borð við sænsku meistarana Drott sem og spænska stórliðið Atlético Madrid. „Þetta var mjög mikið ævintýri. Í fyrsta lagi var þetta bara sagt í djóki fyrst. Að við hjá Val myndum leggja áherslu á Evrópukeppnina. Svo var þetta ekkert djók og snerist mjög fljótt upp í alvöru. Við einblíndum mjög mikið á þessa keppni og það skilaði okkur þetta langt. Í sjálfan úrslitaleikinn.“ Líkt og nú er raunin þurftu leikmenn Vals árið 1980 sjálfir að standa straum af þeim kostnaði sem hlaust við að taka þátt í Evrópukeppni. Liðið þurfti á peningum að halda og því ákváðu Valsmenn að selja heimaleik sinn og í stað tveggja úrslitaleikja gegn þýsku meisturunum í Grosswaldstadt léku liðin aðeins einn hreinan úrslitaleik um Evrópubikarinn „Eftir á hyggja sér maður mest eftir því að hafa ekki haft leik heima og að heiman. Við þurftum hins vegar á peningum að halda og seldum okkur og okkar heimaleik fyrir slikk segi ég.“ Úrslitaleikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München. Þýskalandsmeistarar Grosswaldstadt reyndust þar of stór biti fyrir Mulningsvél Vals. „Auðvitað fann maður fyrir kvíða fyrir úrslitaleiknum. Leikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München fyrir framan þúsundir Þjóðverja. Allt miklu stærra en við höfðum áður upplifað. Flestir áhorfendur voru á bandi Þjóðverjanna. Það var náttúrulega baulað á okkur. Við svo sem töpuðum úrslitaleiknum nokkuð illa en þetta var rosalega skemmtileg upplifun. Grein úr Morgunblaðinu eftir að Valsmenn höfðu tryggt sér farseðil í úrslitaleikinnTimarit.is Maður gerði sér ekki grein fyrir því hversu stórt afrek okkar var fyrr en bara nokkrum árum seinna. Við höfum ekki komist í neitt í líkingu við þetta í seinni tíð. Auðvitað er þetta einn af tindunum á manns íþróttaferli.“ Aftur er Valur komið með lið í úrslitaleikinn og fram undan úrslitaeinvígi heima og að heiman gegn gríska liðinu Olympiakos. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á morgun og Þorbjörn lýst vel á möguleika sinna manna. „Mér lýst mjög vel á liðið. Það spilar skemmtilegan og hraðan bolta. Það setur skemmtilega mynd á liðið. Andstæðingar Vals kvíða ábyggilega fyrir því að þurfa hlaupa mikið og hratt því það eru þær áskoranir sem felast í því að spila við Val. Svo finnst mér undanfarið vörnin hafa verið að koma meira og meira inn. Þá kemur markvarslan í kjölfarið. Enn á ný er Valur komið í úrslitaleik í EvrópukepniVísir/Anton Brink Ég er því tiltölulega bjartsýnn fyrir þessum úrslitaleikjum hjá liðinu. Ég virkilega vona að við vinnum í þetta skipti. Það er leiðinlegt að vera í öðru sæti. Maður þarf að enda í fyrsta sæti svo manni líði vel. Ég er bara virkilega bjartsýnn á þetta núna.“ Fyrri úrslitaleikur Vals og Olympiakos fer fram að Hlíðarenda klukkan 17:00 á morgun. Valur Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Það var árið 1980 sem lið Vals í handboltanum lék til úrslita í Evrópubikarnum. Árangur sem ekkert annað íslenskt lið hafði náð að leika eftir þar til núna í ár. Lið Vals er aftur mætt í úrslitaleik í Evrópukeppni. Fram undan einvígi við gríska stórliðið Olympíakos í Evrópubikarnum. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á Laugardaginn kemur. Svo mætast liðin úti í Grikklandi viku seinna og ráða samanlögð úrslit leikjanna tveggja því hvort liðið stendur uppi sem Evrópubikarsmeistari. Timarit.is Á leið sinni í úrslitaleikinn árið 1980 lagði Mulningsvél Vals, með sjálfa goðsögnina Þorbjörn Jensson innanborðs, stórlið að velli á borð við sænsku meistarana Drott sem og spænska stórliðið Atlético Madrid. „Þetta var mjög mikið ævintýri. Í fyrsta lagi var þetta bara sagt í djóki fyrst. Að við hjá Val myndum leggja áherslu á Evrópukeppnina. Svo var þetta ekkert djók og snerist mjög fljótt upp í alvöru. Við einblíndum mjög mikið á þessa keppni og það skilaði okkur þetta langt. Í sjálfan úrslitaleikinn.“ Líkt og nú er raunin þurftu leikmenn Vals árið 1980 sjálfir að standa straum af þeim kostnaði sem hlaust við að taka þátt í Evrópukeppni. Liðið þurfti á peningum að halda og því ákváðu Valsmenn að selja heimaleik sinn og í stað tveggja úrslitaleikja gegn þýsku meisturunum í Grosswaldstadt léku liðin aðeins einn hreinan úrslitaleik um Evrópubikarinn „Eftir á hyggja sér maður mest eftir því að hafa ekki haft leik heima og að heiman. Við þurftum hins vegar á peningum að halda og seldum okkur og okkar heimaleik fyrir slikk segi ég.“ Úrslitaleikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München. Þýskalandsmeistarar Grosswaldstadt reyndust þar of stór biti fyrir Mulningsvél Vals. „Auðvitað fann maður fyrir kvíða fyrir úrslitaleiknum. Leikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München fyrir framan þúsundir Þjóðverja. Allt miklu stærra en við höfðum áður upplifað. Flestir áhorfendur voru á bandi Þjóðverjanna. Það var náttúrulega baulað á okkur. Við svo sem töpuðum úrslitaleiknum nokkuð illa en þetta var rosalega skemmtileg upplifun. Grein úr Morgunblaðinu eftir að Valsmenn höfðu tryggt sér farseðil í úrslitaleikinnTimarit.is Maður gerði sér ekki grein fyrir því hversu stórt afrek okkar var fyrr en bara nokkrum árum seinna. Við höfum ekki komist í neitt í líkingu við þetta í seinni tíð. Auðvitað er þetta einn af tindunum á manns íþróttaferli.“ Aftur er Valur komið með lið í úrslitaleikinn og fram undan úrslitaeinvígi heima og að heiman gegn gríska liðinu Olympiakos. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á morgun og Þorbjörn lýst vel á möguleika sinna manna. „Mér lýst mjög vel á liðið. Það spilar skemmtilegan og hraðan bolta. Það setur skemmtilega mynd á liðið. Andstæðingar Vals kvíða ábyggilega fyrir því að þurfa hlaupa mikið og hratt því það eru þær áskoranir sem felast í því að spila við Val. Svo finnst mér undanfarið vörnin hafa verið að koma meira og meira inn. Þá kemur markvarslan í kjölfarið. Enn á ný er Valur komið í úrslitaleik í EvrópukepniVísir/Anton Brink Ég er því tiltölulega bjartsýnn fyrir þessum úrslitaleikjum hjá liðinu. Ég virkilega vona að við vinnum í þetta skipti. Það er leiðinlegt að vera í öðru sæti. Maður þarf að enda í fyrsta sæti svo manni líði vel. Ég er bara virkilega bjartsýnn á þetta núna.“ Fyrri úrslitaleikur Vals og Olympiakos fer fram að Hlíðarenda klukkan 17:00 á morgun.
Valur Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira