Vill ekki lengur íslenzkan her? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. maí 2024 08:45 „Ég hef aldrei lagt til að við eigum að stofna her. Ég er persónulega algjörlega á móti því að við eigum að stofna her,“ sagði Baldur Þórhallsson í þættinum Pressa á Heimildinni 26. apríl spurður til að mynda út í ummæli sem hann lét falla í hlaðvarpi Harmageddon í marz 2022 þess efnis að Ísland þyrfti á hundrað manna varnarliði að halda til þess að verja landið. Hafnaði hann því í Pressu-þættinum að hann hefði lagt til að stofnaður yrði íslenzkur her. Hann hefði einungis verið að svara spurningum sem fræðimaður. Fram kom í máli Baldurs í hlaðvarpi Harmageddon að loftrýmisgæzlan, sem sinnt væri á Íslandi af NATO-ríkjum, dygði skammt ef ráðist yrði á landið. „Þessar sveitir sem eru að verja lofthelgina og fylgjast með óvinaflugvélum og kafbátum, þær verja okkur ekki. Þær verða ekki kallaðar til taks ef að eitthvað gerist hér í Reykjavík eða annars staðar á landinu, þær eru ekki til þess.“ Inntur eftir því hversu fjölmennu liði hann teldi þörf á til þess að tryggja lágmarksvarnir landsins sagði Baldur það fara eftir aðstæðum hverju sinni. „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll“ „Að mínu mati er mjög mikilvægt að geta brugðizt við lítilli, takmarkaðri árás þannig að hægt sé að verjast þangað til að liðsafli berst frá bandalagsþjóðum okkar í NATO,“ sagði hann og bætti við: „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll, við þurfum að geta varið helztu stjórnsýslustofnanir í Reykjavík þangað til liðsafli berst. Ég sé fyrir mér ef þú vilt nefna einhverja tölu, hundrað manna sérsveit myndi jafnvel vera nóg,“ sagði hann. Þáttarstjórnendur höfðu þá á orði að líklega yrði erfitt fyrir Íslendinga að kyngja því. „Já, en við erum náttúrulega að tala um varnarlið eða herlið. Hér voru á tímabili 5.000 hermenn í kalda stríðinu en við vitum hvað það þýðir fyrir átökin í íslenzkum stjórnmálum. En að mínu mati kalla þessir skelfilegu atburðir í Úkraínu á þetta,“ sagði Baldur. Erfitt er vitaskuld að skilja orðalagið um að við þyrftum að verjast þar til liðsafli bærist frá bandalagsþjóðum í NATO öðruvísi en sem svo að verið sé að tala um innlendan her. Miðað við orð hans vill fræðimaðurinn Baldur íslenzkan her þó hann sé samt persónulega á móti honum. Hafnaði allavega ekki Icesave-samningunum Mögulega vill Baldur ekki lengur íslenzkan her en ljóst er að þau sinnaskipti urðu þá í kjölfar þess að hann fór í forsetaframboð. Baldur hefur að sama skapi sagt að hann hafi einungis sem fræðimaður gagnrýnt þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta Íslands, að leggja Icesave-samningana í þjóðaratkvæði og sem kunnugt er man ekki hvernig hann sjálfur greiddi atkvæði um þá. Það nýjasta er reyndar að hann hafi annað hvort kosið með samningunum eða skilað auðu. Sem sagt allavega ekki á móti þeim. Hið sama á við um Evrópusambandið. Baldur hefur um langt árabil verið einhver ötulasti talsmaður þess að Ísland gengi í sambandið. Eftir að hann fór í forsetaframboð hefur hann hins vegar tónað þá afstöðu nokkuð niður og talað á talsvert óljósari nótum í þeim efnum en hann gerði áður. Auðvitað er hugsanlegt að hann hafi einungis kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina sem fræðimaður. Mögulega einnig þegar hann kallaði eftir henni úr ræðustól Alþingis sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
„Ég hef aldrei lagt til að við eigum að stofna her. Ég er persónulega algjörlega á móti því að við eigum að stofna her,“ sagði Baldur Þórhallsson í þættinum Pressa á Heimildinni 26. apríl spurður til að mynda út í ummæli sem hann lét falla í hlaðvarpi Harmageddon í marz 2022 þess efnis að Ísland þyrfti á hundrað manna varnarliði að halda til þess að verja landið. Hafnaði hann því í Pressu-þættinum að hann hefði lagt til að stofnaður yrði íslenzkur her. Hann hefði einungis verið að svara spurningum sem fræðimaður. Fram kom í máli Baldurs í hlaðvarpi Harmageddon að loftrýmisgæzlan, sem sinnt væri á Íslandi af NATO-ríkjum, dygði skammt ef ráðist yrði á landið. „Þessar sveitir sem eru að verja lofthelgina og fylgjast með óvinaflugvélum og kafbátum, þær verja okkur ekki. Þær verða ekki kallaðar til taks ef að eitthvað gerist hér í Reykjavík eða annars staðar á landinu, þær eru ekki til þess.“ Inntur eftir því hversu fjölmennu liði hann teldi þörf á til þess að tryggja lágmarksvarnir landsins sagði Baldur það fara eftir aðstæðum hverju sinni. „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll“ „Að mínu mati er mjög mikilvægt að geta brugðizt við lítilli, takmarkaðri árás þannig að hægt sé að verjast þangað til að liðsafli berst frá bandalagsþjóðum okkar í NATO,“ sagði hann og bætti við: „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll, við þurfum að geta varið helztu stjórnsýslustofnanir í Reykjavík þangað til liðsafli berst. Ég sé fyrir mér ef þú vilt nefna einhverja tölu, hundrað manna sérsveit myndi jafnvel vera nóg,“ sagði hann. Þáttarstjórnendur höfðu þá á orði að líklega yrði erfitt fyrir Íslendinga að kyngja því. „Já, en við erum náttúrulega að tala um varnarlið eða herlið. Hér voru á tímabili 5.000 hermenn í kalda stríðinu en við vitum hvað það þýðir fyrir átökin í íslenzkum stjórnmálum. En að mínu mati kalla þessir skelfilegu atburðir í Úkraínu á þetta,“ sagði Baldur. Erfitt er vitaskuld að skilja orðalagið um að við þyrftum að verjast þar til liðsafli bærist frá bandalagsþjóðum í NATO öðruvísi en sem svo að verið sé að tala um innlendan her. Miðað við orð hans vill fræðimaðurinn Baldur íslenzkan her þó hann sé samt persónulega á móti honum. Hafnaði allavega ekki Icesave-samningunum Mögulega vill Baldur ekki lengur íslenzkan her en ljóst er að þau sinnaskipti urðu þá í kjölfar þess að hann fór í forsetaframboð. Baldur hefur að sama skapi sagt að hann hafi einungis sem fræðimaður gagnrýnt þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta Íslands, að leggja Icesave-samningana í þjóðaratkvæði og sem kunnugt er man ekki hvernig hann sjálfur greiddi atkvæði um þá. Það nýjasta er reyndar að hann hafi annað hvort kosið með samningunum eða skilað auðu. Sem sagt allavega ekki á móti þeim. Hið sama á við um Evrópusambandið. Baldur hefur um langt árabil verið einhver ötulasti talsmaður þess að Ísland gengi í sambandið. Eftir að hann fór í forsetaframboð hefur hann hins vegar tónað þá afstöðu nokkuð niður og talað á talsvert óljósari nótum í þeim efnum en hann gerði áður. Auðvitað er hugsanlegt að hann hafi einungis kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina sem fræðimaður. Mögulega einnig þegar hann kallaði eftir henni úr ræðustól Alþingis sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun