Bikarmeistarar Víkings í næstu umferð ásamt Keflavík og Fylki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2024 21:31 Danijel Dejan Djuric var á skotskónum. vísir/hulda margrét Bikarmeistarar Víkings eru komnir áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta. Sömu sögu er að segja af Keflavík og Fylki. Víkingur mætti Grindavík í Safamýri og vann 4-1 sigur. Danijel Dejan Djuric skoraði fyrsta mark leiksins eftir hálftíma leik og staðan 1-0 Víkingum í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik áður en Josip Krznaric minnkaði muninn á 65. mínútu. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði þriðja mark Víkings þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma og Viktor Örlygur Andrason bætti því fjórða við skömmu síðar. Ríkjandi bikarmeistarar eru komnir í átta liða úrslit! Víkingar settu fjögur mörk gegn einu marki Grindvíkinga. Hér er allt það helsta🔴⚫ pic.twitter.com/0YqmsIb4u0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Í Keflavík kom Hinrik Harðarson gestunum frá Akranesi yfir snemma leiks en Tobias Sandberg fékk rautt spjald á 36. mínútu fyrir brot innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Sami Kamel fór á punktinn og jafnaði metin fyrir Lengjudeildarliðið. Kamel var svo aftur á ferðinni í blálok fyrri hálfleiks og staðan orðin 2-1 Keflavík í vil. Valur Þór Hákonarson skoraði svo þriðja mark Keflavíkur á 81. mínútu. Skömmu síðar fékk Frans Elvarsson beint rautt spjald í liði Keflavíkur og bæði lið kláruðu leikinn með tíu leikmenn. Lokatölur þó 3-1 og Keflvíkingar verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Keflvíkinga slá annað lið úr Bestu deildinni úr leik og eru komnir í átta liða úrslit.Hér eru mörkin og rauða spjaldið úr leiknum. Lokatölur urðu Keflavík 3-1 ÍA 🏆 pic.twitter.com/Oorq2o54BT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Í Árbænum var HK í heimsókn. Eiður Gauti Sæbjörnsson kom HK yfir strax á 5. mínútu en Þórður Gunnar Hafþórsson svaraði fyrir heimamenn ekki löngu síðar. Hann var svo aftur á ferðinni tíu mínútum síðar og Benedikt Daríus Garðarsson gat því gert út um leikinn þegar Fylkir fékk vítaspyrnu á 26. mínútu. Benedikt Daríus setti boltann hins vegar framhjá markinu en bætti upp fyrir það mínútu síðar þegar hann skoraði eftir góða sendingu inn fyrir vörn HK. Staðan 3-1 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Hér er allt það helsta úr Árbænum í kvöld. Það var nóg um að vera, fjögur mörk og Fylkismenn eru komnir á átta liða úrslit á kostnað HK🟠 pic.twitter.com/eEYXPWin4n— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Þá vann Stjarnan einnig KR í fjörugum leik sem var í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fylkir Keflavík ÍF Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Sjá meira
Víkingur mætti Grindavík í Safamýri og vann 4-1 sigur. Danijel Dejan Djuric skoraði fyrsta mark leiksins eftir hálftíma leik og staðan 1-0 Víkingum í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik áður en Josip Krznaric minnkaði muninn á 65. mínútu. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði þriðja mark Víkings þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma og Viktor Örlygur Andrason bætti því fjórða við skömmu síðar. Ríkjandi bikarmeistarar eru komnir í átta liða úrslit! Víkingar settu fjögur mörk gegn einu marki Grindvíkinga. Hér er allt það helsta🔴⚫ pic.twitter.com/0YqmsIb4u0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Í Keflavík kom Hinrik Harðarson gestunum frá Akranesi yfir snemma leiks en Tobias Sandberg fékk rautt spjald á 36. mínútu fyrir brot innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Sami Kamel fór á punktinn og jafnaði metin fyrir Lengjudeildarliðið. Kamel var svo aftur á ferðinni í blálok fyrri hálfleiks og staðan orðin 2-1 Keflavík í vil. Valur Þór Hákonarson skoraði svo þriðja mark Keflavíkur á 81. mínútu. Skömmu síðar fékk Frans Elvarsson beint rautt spjald í liði Keflavíkur og bæði lið kláruðu leikinn með tíu leikmenn. Lokatölur þó 3-1 og Keflvíkingar verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Keflvíkinga slá annað lið úr Bestu deildinni úr leik og eru komnir í átta liða úrslit.Hér eru mörkin og rauða spjaldið úr leiknum. Lokatölur urðu Keflavík 3-1 ÍA 🏆 pic.twitter.com/Oorq2o54BT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Í Árbænum var HK í heimsókn. Eiður Gauti Sæbjörnsson kom HK yfir strax á 5. mínútu en Þórður Gunnar Hafþórsson svaraði fyrir heimamenn ekki löngu síðar. Hann var svo aftur á ferðinni tíu mínútum síðar og Benedikt Daríus Garðarsson gat því gert út um leikinn þegar Fylkir fékk vítaspyrnu á 26. mínútu. Benedikt Daríus setti boltann hins vegar framhjá markinu en bætti upp fyrir það mínútu síðar þegar hann skoraði eftir góða sendingu inn fyrir vörn HK. Staðan 3-1 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Hér er allt það helsta úr Árbænum í kvöld. Það var nóg um að vera, fjögur mörk og Fylkismenn eru komnir á átta liða úrslit á kostnað HK🟠 pic.twitter.com/eEYXPWin4n— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Þá vann Stjarnan einnig KR í fjörugum leik sem var í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fylkir Keflavík ÍF Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn