Hver er Robert Fico? Jón Þór Stefánsson skrifar 16. maí 2024 14:01 Robert Fico var skotin í gær, en hann er sagður komin úr lífshættu. Getty Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er ekki lengur talinn vera í lífshættu eftir skotárás í gær, en lítið annað er meira um áverka og ástand hans. Hann er sagður hafa verið skotinn fimm sinnum. Grunaður árásarmaður er ljóðskáld á áttræðisaldri sem var handtekinn skömmu eftir verknaðinn. Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Í kosningabaráttunni talaði hann gegn Bandaríkjunum og hvatti til þess að tengsl Slóvakíu við Rússland yrðu efld. Washington Post fjallaði um ferill Fico, sem fæddist árið 1964 í landinu sem þá hét Tékkóslóvakía. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum og er þekktur fyrir þrautseigju og metorðagirnd. Eftir skiptinu Tékkóslóvakíu árið 1993 gekk hann til liðs við SDL-flokkinn, arftaka Kommúnistaflokksins. En eftir að hafa verið sniðgenginn af SDL, sem einnig dvínaði í vinsældum, stofnaði Fico sinn eigin flokk Smer árið 1999. SDL þurrkaðist hins vegar út á fjórum árum. Vinstri maður sem aðhyllist samsæriskenningar Fico, sem og flokkur hans Smer, er á vinstri væng stjórnmálanna en stefnan einkennist einnig af þjóðernishyggju og íhaldsstefnu. Washington Post minnist á að hann hafi lýst yfir andúð sinni á ættleiðingum samkynhneigðra, og sakað blaðamenn um að halda úti skipulagðri glæpastarfsemi. Hann er sagður hallur undir samsæriskenningar. Hann vill til dæmis meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu, og segir úkraínska nasista hafa hafið stríðið í Úkraínu. „Stríð kemur alltaf frá vestrinu og friður úr austrinu,“ sagði hann í kosningabaráttunni í fyrra. Sagði af sér eftir dráp á blaðamanni Árið 2018 sagði Fico af sér í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Á meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Þrír menn hafa verið sakfelldir vegna morðanna. Mikil mótmæli brutust út vegna þessa og á endanum sagði Robert Fico af sér. Hann sneri síðan aftur á pólitíska sviðið í fyrra eftir nokkur ár úr sviðsljósinu. Í þingkosningunum í fyrra varð Smer stærsti flokkurinn og Fico gekk í ríkisstjórnarsamstarf á ný. „Eruð þið ánægð?“ Mikið uppnám varð í gær vegna skotárásarinnar. Bandamenn Fico hafa fullyrt að andstæðingar hans hafi skapað ástand þar sem atburður sem þessi gæti átt sér stað. „Þetta er ykkur að kenna,“ sagði Lubos Blaha, varaþingmaður Smer, við stjórnarandstæðinga í gær. „Eruð þið ánægð?“ sagði Andrej Danko, sem er í stjórnarsamstarfi með Fico, í gær og beindi spurningunni að blaðamönnum. Ástæða árásarmannsins fyrir verknaðinum liggur ekki fyrir að svo stöddu, en Matus Sutaj, innviðaráðherra Slóvakíu, hefur fullyrt að árásin hafi verið af pólitíksum toga. Slóvakía Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Í kosningabaráttunni talaði hann gegn Bandaríkjunum og hvatti til þess að tengsl Slóvakíu við Rússland yrðu efld. Washington Post fjallaði um ferill Fico, sem fæddist árið 1964 í landinu sem þá hét Tékkóslóvakía. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum og er þekktur fyrir þrautseigju og metorðagirnd. Eftir skiptinu Tékkóslóvakíu árið 1993 gekk hann til liðs við SDL-flokkinn, arftaka Kommúnistaflokksins. En eftir að hafa verið sniðgenginn af SDL, sem einnig dvínaði í vinsældum, stofnaði Fico sinn eigin flokk Smer árið 1999. SDL þurrkaðist hins vegar út á fjórum árum. Vinstri maður sem aðhyllist samsæriskenningar Fico, sem og flokkur hans Smer, er á vinstri væng stjórnmálanna en stefnan einkennist einnig af þjóðernishyggju og íhaldsstefnu. Washington Post minnist á að hann hafi lýst yfir andúð sinni á ættleiðingum samkynhneigðra, og sakað blaðamenn um að halda úti skipulagðri glæpastarfsemi. Hann er sagður hallur undir samsæriskenningar. Hann vill til dæmis meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu, og segir úkraínska nasista hafa hafið stríðið í Úkraínu. „Stríð kemur alltaf frá vestrinu og friður úr austrinu,“ sagði hann í kosningabaráttunni í fyrra. Sagði af sér eftir dráp á blaðamanni Árið 2018 sagði Fico af sér í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Á meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Þrír menn hafa verið sakfelldir vegna morðanna. Mikil mótmæli brutust út vegna þessa og á endanum sagði Robert Fico af sér. Hann sneri síðan aftur á pólitíska sviðið í fyrra eftir nokkur ár úr sviðsljósinu. Í þingkosningunum í fyrra varð Smer stærsti flokkurinn og Fico gekk í ríkisstjórnarsamstarf á ný. „Eruð þið ánægð?“ Mikið uppnám varð í gær vegna skotárásarinnar. Bandamenn Fico hafa fullyrt að andstæðingar hans hafi skapað ástand þar sem atburður sem þessi gæti átt sér stað. „Þetta er ykkur að kenna,“ sagði Lubos Blaha, varaþingmaður Smer, við stjórnarandstæðinga í gær. „Eruð þið ánægð?“ sagði Andrej Danko, sem er í stjórnarsamstarfi með Fico, í gær og beindi spurningunni að blaðamönnum. Ástæða árásarmannsins fyrir verknaðinum liggur ekki fyrir að svo stöddu, en Matus Sutaj, innviðaráðherra Slóvakíu, hefur fullyrt að árásin hafi verið af pólitíksum toga.
Slóvakía Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira