Hvers vegna þurfti að farga bókinni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. maí 2024 09:00 Fjallað var um það í fjölmiðlum fyrr í vikunni að farga hefði þurft 30.000 eintökum af bók sem til stendur að gefa út í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins í ár. Ástæðan var sögð sú að Katrín Jakobsdóttir hefði skrifað formála að bókinni áður en hún lét af embætti sem forsætisráðherra. Vegna afsagnar hennar hefði þurft að prenta bókina aftur með nýjum formála rituðum af Bjarna Benediktssyni núverandi forsætisráðherra. Hvers vegna í ósköpunum var svo nauðsynlegt að rita nýjan formála að prenta þyrfti allt upplagið á nýjan leik með tilheyrandi kostnaði? Var ekki einfaldlega hægt að segja að bókin hefði verið gefin út í tilefni af afmælisárinu og gengið frá henni í tíð fyrrverandi forsætisráðherra? Hvaða máli hefði það í raun skipt? Katrín hefur aðspurð einfaldlega bent á það að ákvörðunin væri ekki hennar. Það væri Bjarna að svara fyrir það. Talað hefur verið um það að umrædd bók hefði verið hugarfóstur Katrínar. Var þá ekki enn ríkari ástæða til þess að leyfa formálanum hennar að halda sér? Komið hefur fram í fjölmiðlum að Katrín hafi verið að vinna að formálanum allt fram að því að bókin fór í prentun sem bendir ekki beinlínis til þess að ákvörðun hennar um framboð hafi verið tekin með margra mánaða fyrirvara eins og sumir hafa gert skóna að. Hvernig sem á málið er litið má ljóst vera að engin þörf hafi verið á því að farga 30.000 bókum einungis vegna þess að sitjandi forsætisráðherra þegar þær voru prentaðar lét síðar af embætti. Það er vitanlega núverandi forsætisráðherra að svara fyrir það hvers vegna þessi sóun þurfti að eiga sér stað enda ákvörðunin tekin á hans vakt. Hvort sem hún var tekin af honum sjálfum eða starfsmönnum forsætisráðuneytisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Bókaútgáfa Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Fjallað var um það í fjölmiðlum fyrr í vikunni að farga hefði þurft 30.000 eintökum af bók sem til stendur að gefa út í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins í ár. Ástæðan var sögð sú að Katrín Jakobsdóttir hefði skrifað formála að bókinni áður en hún lét af embætti sem forsætisráðherra. Vegna afsagnar hennar hefði þurft að prenta bókina aftur með nýjum formála rituðum af Bjarna Benediktssyni núverandi forsætisráðherra. Hvers vegna í ósköpunum var svo nauðsynlegt að rita nýjan formála að prenta þyrfti allt upplagið á nýjan leik með tilheyrandi kostnaði? Var ekki einfaldlega hægt að segja að bókin hefði verið gefin út í tilefni af afmælisárinu og gengið frá henni í tíð fyrrverandi forsætisráðherra? Hvaða máli hefði það í raun skipt? Katrín hefur aðspurð einfaldlega bent á það að ákvörðunin væri ekki hennar. Það væri Bjarna að svara fyrir það. Talað hefur verið um það að umrædd bók hefði verið hugarfóstur Katrínar. Var þá ekki enn ríkari ástæða til þess að leyfa formálanum hennar að halda sér? Komið hefur fram í fjölmiðlum að Katrín hafi verið að vinna að formálanum allt fram að því að bókin fór í prentun sem bendir ekki beinlínis til þess að ákvörðun hennar um framboð hafi verið tekin með margra mánaða fyrirvara eins og sumir hafa gert skóna að. Hvernig sem á málið er litið má ljóst vera að engin þörf hafi verið á því að farga 30.000 bókum einungis vegna þess að sitjandi forsætisráðherra þegar þær voru prentaðar lét síðar af embætti. Það er vitanlega núverandi forsætisráðherra að svara fyrir það hvers vegna þessi sóun þurfti að eiga sér stað enda ákvörðunin tekin á hans vakt. Hvort sem hún var tekin af honum sjálfum eða starfsmönnum forsætisráðuneytisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar