Þverpólitískar tillögur um viðbrögð vegna gervigreindar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. maí 2024 11:21 Schumer segir betra að semja lög og samþykkja jafn óðum, í stað þess að freista þess að smíða eina heildarlöggjöf. Getty/Anna Moneymaker Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna í Bandaríkjunum hefur lagt fram tillögur að fyrstu skrefum í átt að því að koma böndum á þróun gervigreindar. Tillögurnar fela meðal annars í sér að 32 milljörðum dala verði varið í rannsóknir og þróun á gervigreind og að þingnefndum verði falið að þróa löggjöf til að bregðast við hinum öru framförum sem eiga sér stað á þessu sviði. Samkvæmt umfjöllun Washington Post hafa Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, og fleiri háttsettir þingmenn unnið að tillögunum síðustu mánuði. Hópurinn leggur til að unnið verði að löggjöf til að taka á ýmsum áhyggjuefnum og þeim skaða sem framþróun gervigreindar gæti haft í för með sér, til að mynda mögulegum afskiptum af kosningum. Schumer segist sjá fyrir sér að í stað þess að þingið freisti þess að smíða eina umfangsmikla löggjöf um gervigreind, þá verði unnið að frumvörpum smám saman eftir því sem þörf krefur. „Við ætlum ekki að bíða eftir löggjöf sem tekur á öllu er varðar áhrif gervigreindar á samfélagið,“ hefur WP eftir Schumer. „Ef einhver svið eru á undan öðrum ætti að hefjast handa þar.“ Að sögn Schumer má gera ráð fyrir að einhver lög líti dagsins ljós fyrir árslok en að vinnunni verði haldið áfram óháð hver sigrar í forsetakosningunum. Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira
Tillögurnar fela meðal annars í sér að 32 milljörðum dala verði varið í rannsóknir og þróun á gervigreind og að þingnefndum verði falið að þróa löggjöf til að bregðast við hinum öru framförum sem eiga sér stað á þessu sviði. Samkvæmt umfjöllun Washington Post hafa Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, og fleiri háttsettir þingmenn unnið að tillögunum síðustu mánuði. Hópurinn leggur til að unnið verði að löggjöf til að taka á ýmsum áhyggjuefnum og þeim skaða sem framþróun gervigreindar gæti haft í för með sér, til að mynda mögulegum afskiptum af kosningum. Schumer segist sjá fyrir sér að í stað þess að þingið freisti þess að smíða eina umfangsmikla löggjöf um gervigreind, þá verði unnið að frumvörpum smám saman eftir því sem þörf krefur. „Við ætlum ekki að bíða eftir löggjöf sem tekur á öllu er varðar áhrif gervigreindar á samfélagið,“ hefur WP eftir Schumer. „Ef einhver svið eru á undan öðrum ætti að hefjast handa þar.“ Að sögn Schumer má gera ráð fyrir að einhver lög líti dagsins ljós fyrir árslok en að vinnunni verði haldið áfram óháð hver sigrar í forsetakosningunum.
Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira