Kletturinn Katrín Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 15. maí 2024 09:16 Allt í lagi. Ég ætla að viðurkenna nokkuð sem dóttir mín veit ekki einu sinni. Ég held ég hafi ómeðvitað nefnt hana í höfuðið á Katrínu Jakobsdóttur. Þetta var árið 1998 og mig vantaði fyrra nafn á frumburðinn. Katrín hafði sinnt hlutverki stigavarðar í Gettu Betur, ég hafði séð hana hist og her og það var eitthvað við hana, sennilega þessi X-faktor sem heilu sjónvarpsþættirnir eru helgaðir. Seinna meir held ég að undirmeðvitundin hafi tekið af mér ráðin og haft sitt fram. Það hefði auðvitað verið glatað ef fyrirmyndin hefði orðið að skrímsli eða fundist flott að halda með Manchester United. Því ekki þekkti ég hana neitt þá. En svo kom það á daginn að hún átti eftir að vinna frábær verk sem ýmis nettröll snúa nú á hvolf. Bleikt er orðið þverröndótt og það skiptir engu máli hvað sagt er – þegar vorið kemur er hrópað um vetur. Verst hefur mér fundist ómaklegur málflutningur andstæðinga Katrínar um málefni Palestínu enda er ég skráður félagi í Íslandi-Palestínu til margra ára. Þegar forritið X sem áður hét Twitter er skoðað fjalla sjö af seinustu tíu færslum Katrínar um ástandið á Gaza sem sagt er að hún hafi hunsað! Orðið „fordæmt“ á ensku finn ég þrisvar í færslum Katrínar, þvert á það sem sagt er á samfélagsmiðlum. Ég heyri talað um enga samúð með Palestínu og þá er oft litið framhjá að Ísland studdi palestínsku flóttamannahjálpina einna mest miðað við höfðatölu og tók við einna flestum flóttamönnum. Þó að þáverandi utanríkisráðherra hafi talað um að frysta greiðslur til flóttamannahjálparinnar sáu Katrín og VG samt til þess að þær bærust á réttum tíma. Öfugt við það sem er fullyrt er þetta alls ekki dæmi um að Ísland elti Bandaríkin á alþjóðavettvangi enda hafa löndin varla nokkru sinni greitt atkvæði eins um málið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur samþykkt allar tillögur um vopnahlé hjá SÞ nema eina þar sem það sat hjá gegn vilja Katrínar. Alltaf er hægt að tína til eitthvað sem Ísland hefur ekki gert en þá eru það hlutir sem ekkert land hefur gert upp á sitt einsdæmi. Þegar Ísland er borið saman við önnur evrópsk lönd er erfitt að finna nokkurt land sem hefur beitt sér meira í þágu Palestínumanna. Ég hef nefnilega verið nokkuð ánægð með stefnu stjórnvalda á alþjóðavettvangi seinustu ár. Alþjóðlega hefur Katrín vakið jákvæða athygli og haft áhrif til góðs sem ekki veitti af eftir hrunið, og það sem heimssenan verður glöð að hitta hana á ný, í nýju hlutverki! Hér heima hefur hún stutt við bak transfólks og annarra úthrópaðra samfélagshópa sem engar vinsældir fylgja að styðja. Þá hefur hún aftur og aftur verið eins og óhagganlegur klettur í hafi á tímum farsótta og náttúruhamfara. Hún hefur einnig verið góðvinur menningarinnar og stutt við bakið á skapandi greinum. Katrín studdi markvisst kjarasamninga sem hækkuðu lægstu laun og því er engin furða að ýmsir verkalýðsleiðtogar kunni að meta hana. Það sem ég er þó kannski ánægðust með á þessari stundu er að Katrín heyr nú jákvæða kosningabaráttu. Katrín er nágranni minn í dag. Ég er montin af því að undirmeðvitundin hafi tekið völdin fyrir nærri þremur áratugum, ef svo var. Og ég er montin af því að fara að kjósa Katrínu Jakobsdóttur 1. júní sem forseta Íslands. Höfundur er öryrki og fyrrverandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Sjá meira
Allt í lagi. Ég ætla að viðurkenna nokkuð sem dóttir mín veit ekki einu sinni. Ég held ég hafi ómeðvitað nefnt hana í höfuðið á Katrínu Jakobsdóttur. Þetta var árið 1998 og mig vantaði fyrra nafn á frumburðinn. Katrín hafði sinnt hlutverki stigavarðar í Gettu Betur, ég hafði séð hana hist og her og það var eitthvað við hana, sennilega þessi X-faktor sem heilu sjónvarpsþættirnir eru helgaðir. Seinna meir held ég að undirmeðvitundin hafi tekið af mér ráðin og haft sitt fram. Það hefði auðvitað verið glatað ef fyrirmyndin hefði orðið að skrímsli eða fundist flott að halda með Manchester United. Því ekki þekkti ég hana neitt þá. En svo kom það á daginn að hún átti eftir að vinna frábær verk sem ýmis nettröll snúa nú á hvolf. Bleikt er orðið þverröndótt og það skiptir engu máli hvað sagt er – þegar vorið kemur er hrópað um vetur. Verst hefur mér fundist ómaklegur málflutningur andstæðinga Katrínar um málefni Palestínu enda er ég skráður félagi í Íslandi-Palestínu til margra ára. Þegar forritið X sem áður hét Twitter er skoðað fjalla sjö af seinustu tíu færslum Katrínar um ástandið á Gaza sem sagt er að hún hafi hunsað! Orðið „fordæmt“ á ensku finn ég þrisvar í færslum Katrínar, þvert á það sem sagt er á samfélagsmiðlum. Ég heyri talað um enga samúð með Palestínu og þá er oft litið framhjá að Ísland studdi palestínsku flóttamannahjálpina einna mest miðað við höfðatölu og tók við einna flestum flóttamönnum. Þó að þáverandi utanríkisráðherra hafi talað um að frysta greiðslur til flóttamannahjálparinnar sáu Katrín og VG samt til þess að þær bærust á réttum tíma. Öfugt við það sem er fullyrt er þetta alls ekki dæmi um að Ísland elti Bandaríkin á alþjóðavettvangi enda hafa löndin varla nokkru sinni greitt atkvæði eins um málið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur samþykkt allar tillögur um vopnahlé hjá SÞ nema eina þar sem það sat hjá gegn vilja Katrínar. Alltaf er hægt að tína til eitthvað sem Ísland hefur ekki gert en þá eru það hlutir sem ekkert land hefur gert upp á sitt einsdæmi. Þegar Ísland er borið saman við önnur evrópsk lönd er erfitt að finna nokkurt land sem hefur beitt sér meira í þágu Palestínumanna. Ég hef nefnilega verið nokkuð ánægð með stefnu stjórnvalda á alþjóðavettvangi seinustu ár. Alþjóðlega hefur Katrín vakið jákvæða athygli og haft áhrif til góðs sem ekki veitti af eftir hrunið, og það sem heimssenan verður glöð að hitta hana á ný, í nýju hlutverki! Hér heima hefur hún stutt við bak transfólks og annarra úthrópaðra samfélagshópa sem engar vinsældir fylgja að styðja. Þá hefur hún aftur og aftur verið eins og óhagganlegur klettur í hafi á tímum farsótta og náttúruhamfara. Hún hefur einnig verið góðvinur menningarinnar og stutt við bakið á skapandi greinum. Katrín studdi markvisst kjarasamninga sem hækkuðu lægstu laun og því er engin furða að ýmsir verkalýðsleiðtogar kunni að meta hana. Það sem ég er þó kannski ánægðust með á þessari stundu er að Katrín heyr nú jákvæða kosningabaráttu. Katrín er nágranni minn í dag. Ég er montin af því að undirmeðvitundin hafi tekið völdin fyrir nærri þremur áratugum, ef svo var. Og ég er montin af því að fara að kjósa Katrínu Jakobsdóttur 1. júní sem forseta Íslands. Höfundur er öryrki og fyrrverandi blaðamaður.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar