Við unga fólkið viljum fá sæti við borðið Selma Rós Axelsdóttir skrifar 15. maí 2024 11:01 Lýðræði er ekki sjálfsagt og er mikilvægt að við minnumst forfeðra okkar sem börðust til fjölda ára fyrir þeim réttindum sem við njótum í dag. Það er svo mikil fegurð í því að á kosningardag fá allar raddir að heyrast til jafns og þó að við hökum í ólíka reiti á kjörseðlinum þá eigum við það sameiginlegt að við eigum öll eitt atkvæði. Þess vegna er svo mikilvægt að við nýtum lýðræðið okkar, kjósum með hjartanu og leyfum ekki utanaðkomandi öflum að hafa áhrif á val okkar hvort sem það eru ólýðræðislegar skoðanakannanir eða skoðanir annarra. Fyrir hverjar kosningar frá því ég öðlaðist kosningarrétt fyrir 9 árum, hef ég lagt mikið kapp á að sinna lýðræðislegum skyldum mínum og kynnt mér vel þau framboð sem hafa verð í boði hverju sinni. Hins vegar hef ég orðið fyrir miklum vonbrigðum með hvað málefni ungs fólks hafa oft fallið milli hluta. Mikið er rætt um börn og ungmenni, heimilin í landinu og eldri borgara. Ég verandi í kringum tvítugt, fann mig hvergi innan þessara hópa. Þá var ég ekki lengur barn eða unglingur heldur fullorðin í skilgreiningi laga og það sem mig dreymdi um að geta eignast mitt eigið heimili. Ég held ég þurfi ekki að útskýra ástandið á fasteignamarkaðnum, þið vitið hvað ég meina. Hlutir sem ég í barnæsku áleit bara eðlilegan gang lífsins og hlakkaði til virðist á köflum ómögulegt í nútíma samfélagi. Afhverju er andleg heilsa ungs fólks í molum? Afhverju eru ekki að fæðast jafn mörg börn og áður? Afhverju er fólk ekki að flytja að heiman fyrr en í kringum þrítugt? Afhverju er sprenging í geðlyfjanotkun á Íslandi? Afhverju eru strákar hættir að mennta sig? o.s.frv. En hafið þið prófað að spyrja unga fólkið af hverju þetta hefur þróast svona? Við unga fólkið höfum nefnilega ýmislegt til málanna að leggja en oft er eins og við tölum fyrir daufum eyrum. Okkur skortir vettvanginn til að hafa áhrif og eyru til að hlusta á okkur. Þess vegna er mikið fagnaðarefni hvernig Halla Tómasdóttir hefur ljáð okkur eyra. Ég varð smá klökk þegar ég heyrði Höllu Tómasdóttur tala um málefni ungs fólks og mikilvægi þess að gefa okkur sæti við borðið og skapa vettvang fyrir ungt fólk til að hafa rödd. Uppfull af þakklæti og auðmýkt upplifði ég í fyrsta sinn frá því ég öðlaðist kosningarétt ákveðna viðurkenningu. Viðurkenningu á því að við unga fólkið skiptum líka máli núna, en ekki bara þegar við tökum við keflinu þegar að því kemur. En svo því sé haldið til haga, þá ber ég ómælda virðingu fyrir eldri kynslóðinni okkar, visku þeirra og reynslu sem við þurfum að meta að verðleikum. Þar kemur Halla Tómasdóttir með þetta dásamlega hugtak sem mér þykir alveg einstaklega fallegt og mikilvægt - kynslóða jafnrétti. Kynslóða jafnrétti snýr að því að allar kynslóðir samfélagsins hljóti þá virðingu sem þær eiga skilið og fái sæti við borðið til að eiga samtal um hvernig við sem þjóð viljum móta framtíð Íslands. Halla Tómasdóttir er hugrökk og óhrædd við að láta til sín taka en framar öllu hlustar hún á þjóðina. Hún hefur sýnt það síðustu vikur að hún vill eiga samtal við þjóðina svo við sem þjóð getum myndað okkar langtímasýn og virkjað þannig lýðræðið. Þannig fáum við að móta áttavita sem leiðir stjórnvöld í þá átt sem endurspeglar vilja þjóðarinnar. En með því fáum við, þjóðin, tækifæri til að hafa áhrif á örlög okkar svo þau liggi ekki einungis í höndum stjórnvalda. Á meðan aðrir frambjóðendur keppast við að fullyrða um hvað „forsetinn eigi að vera“ þá er Halla Tómasdóttir nú þegar nákvæmlega það sem „forsetinn á að vera“. Þess vegna treysti ég henni best til að vera forseti allra kynslóða og leiða okkur saman í áttina að bjartari framtíð. En eins og Halla Tómasdóttir sagði svo rétttilega „Við eigum ekki að skipa okkur í lið. Því það er bara eitt lið, - Áfram Ísland“. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Lýðræði er ekki sjálfsagt og er mikilvægt að við minnumst forfeðra okkar sem börðust til fjölda ára fyrir þeim réttindum sem við njótum í dag. Það er svo mikil fegurð í því að á kosningardag fá allar raddir að heyrast til jafns og þó að við hökum í ólíka reiti á kjörseðlinum þá eigum við það sameiginlegt að við eigum öll eitt atkvæði. Þess vegna er svo mikilvægt að við nýtum lýðræðið okkar, kjósum með hjartanu og leyfum ekki utanaðkomandi öflum að hafa áhrif á val okkar hvort sem það eru ólýðræðislegar skoðanakannanir eða skoðanir annarra. Fyrir hverjar kosningar frá því ég öðlaðist kosningarrétt fyrir 9 árum, hef ég lagt mikið kapp á að sinna lýðræðislegum skyldum mínum og kynnt mér vel þau framboð sem hafa verð í boði hverju sinni. Hins vegar hef ég orðið fyrir miklum vonbrigðum með hvað málefni ungs fólks hafa oft fallið milli hluta. Mikið er rætt um börn og ungmenni, heimilin í landinu og eldri borgara. Ég verandi í kringum tvítugt, fann mig hvergi innan þessara hópa. Þá var ég ekki lengur barn eða unglingur heldur fullorðin í skilgreiningi laga og það sem mig dreymdi um að geta eignast mitt eigið heimili. Ég held ég þurfi ekki að útskýra ástandið á fasteignamarkaðnum, þið vitið hvað ég meina. Hlutir sem ég í barnæsku áleit bara eðlilegan gang lífsins og hlakkaði til virðist á köflum ómögulegt í nútíma samfélagi. Afhverju er andleg heilsa ungs fólks í molum? Afhverju eru ekki að fæðast jafn mörg börn og áður? Afhverju er fólk ekki að flytja að heiman fyrr en í kringum þrítugt? Afhverju er sprenging í geðlyfjanotkun á Íslandi? Afhverju eru strákar hættir að mennta sig? o.s.frv. En hafið þið prófað að spyrja unga fólkið af hverju þetta hefur þróast svona? Við unga fólkið höfum nefnilega ýmislegt til málanna að leggja en oft er eins og við tölum fyrir daufum eyrum. Okkur skortir vettvanginn til að hafa áhrif og eyru til að hlusta á okkur. Þess vegna er mikið fagnaðarefni hvernig Halla Tómasdóttir hefur ljáð okkur eyra. Ég varð smá klökk þegar ég heyrði Höllu Tómasdóttur tala um málefni ungs fólks og mikilvægi þess að gefa okkur sæti við borðið og skapa vettvang fyrir ungt fólk til að hafa rödd. Uppfull af þakklæti og auðmýkt upplifði ég í fyrsta sinn frá því ég öðlaðist kosningarétt ákveðna viðurkenningu. Viðurkenningu á því að við unga fólkið skiptum líka máli núna, en ekki bara þegar við tökum við keflinu þegar að því kemur. En svo því sé haldið til haga, þá ber ég ómælda virðingu fyrir eldri kynslóðinni okkar, visku þeirra og reynslu sem við þurfum að meta að verðleikum. Þar kemur Halla Tómasdóttir með þetta dásamlega hugtak sem mér þykir alveg einstaklega fallegt og mikilvægt - kynslóða jafnrétti. Kynslóða jafnrétti snýr að því að allar kynslóðir samfélagsins hljóti þá virðingu sem þær eiga skilið og fái sæti við borðið til að eiga samtal um hvernig við sem þjóð viljum móta framtíð Íslands. Halla Tómasdóttir er hugrökk og óhrædd við að láta til sín taka en framar öllu hlustar hún á þjóðina. Hún hefur sýnt það síðustu vikur að hún vill eiga samtal við þjóðina svo við sem þjóð getum myndað okkar langtímasýn og virkjað þannig lýðræðið. Þannig fáum við að móta áttavita sem leiðir stjórnvöld í þá átt sem endurspeglar vilja þjóðarinnar. En með því fáum við, þjóðin, tækifæri til að hafa áhrif á örlög okkar svo þau liggi ekki einungis í höndum stjórnvalda. Á meðan aðrir frambjóðendur keppast við að fullyrða um hvað „forsetinn eigi að vera“ þá er Halla Tómasdóttir nú þegar nákvæmlega það sem „forsetinn á að vera“. Þess vegna treysti ég henni best til að vera forseti allra kynslóða og leiða okkur saman í áttina að bjartari framtíð. En eins og Halla Tómasdóttir sagði svo rétttilega „Við eigum ekki að skipa okkur í lið. Því það er bara eitt lið, - Áfram Ísland“. Höfundur er háskólanemi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun