Miklar breytingar á fylgi fyrir kappræður Stöðvar 2 í kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2024 08:00 Jón, Halla Hrund, Halla, Katrín, Baldur og Arnar Þór mætast í kappræðum. vísir Miklar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbragða verður leitað hjá sex efstu forsetaframbjóðendum samkvæmt könnunum sem mæta í kappræður í beinni útsendingu opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum. Nú er rétt um hálfur mánuður þar til þjóðin kýs sjöunda forseta lýðveldisins. Frá 8. apríl hafa verið birtar að minnsta kosti fimmtán kannanir um fylgi frambjóðenda þar sem fylgið hefur verið á mikilli hreyfingu. Í kvöld birtum við nýja könnun Maskínu sem sýnir töluverðar breytingar á fylginu. Að loknum kvöldfréttum koma þau Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir til fyrri kappræðna Stöðvar 2 fyrir komandi kosningar. Þar verður leitað viðbragða við könnuninni en frambjóðendur einnig spurðir spjörunum úr. Við heyrum einnig skoðanir almennings á forsetaembættinu og spyrjum nokkurra spurninga sem fólk hefur sent okkur. Fylgið hefur haldið áfram að sveiflast í maímánuði og þá ekki bara í efstu sætunum. Því í könnunum bæði Prósents og Gallups í síðustu viku tvöfölduðu Halla Tómasdóttir og Arnar Þór Jónsson fylgi sitt frá síðustu könnunum þar á undan. Halla Tómasdóttir mældist með um 12 prósent í síðustu könnunum Prósents og Gallup og Arnar Þór um 6 prósent. Aðrir frambjóðendur hafa ekki hlotið náð fyrir kjósendum í könnunum. Mælast oftast undir tveimur prósentum og jafnvel einu prósenti. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar ákvað því að bjóða sex efstu frambjóðendum til kappræðna í kvöld klukkan 18:55. Þátturinn verður í beinni útsendingu og opinni dagksrá á Stöð 2 og Vísi. Þetta eru fyrri kappræður af tveimur. Frambjóðendur munu aftur mæta í beina útsendingu þegar tveir dagar verða til kosninga hinn 30. maí. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. 14. maí 2024 12:24 Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44 Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. 3. maí 2024 14:07 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Nú er rétt um hálfur mánuður þar til þjóðin kýs sjöunda forseta lýðveldisins. Frá 8. apríl hafa verið birtar að minnsta kosti fimmtán kannanir um fylgi frambjóðenda þar sem fylgið hefur verið á mikilli hreyfingu. Í kvöld birtum við nýja könnun Maskínu sem sýnir töluverðar breytingar á fylginu. Að loknum kvöldfréttum koma þau Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir til fyrri kappræðna Stöðvar 2 fyrir komandi kosningar. Þar verður leitað viðbragða við könnuninni en frambjóðendur einnig spurðir spjörunum úr. Við heyrum einnig skoðanir almennings á forsetaembættinu og spyrjum nokkurra spurninga sem fólk hefur sent okkur. Fylgið hefur haldið áfram að sveiflast í maímánuði og þá ekki bara í efstu sætunum. Því í könnunum bæði Prósents og Gallups í síðustu viku tvöfölduðu Halla Tómasdóttir og Arnar Þór Jónsson fylgi sitt frá síðustu könnunum þar á undan. Halla Tómasdóttir mældist með um 12 prósent í síðustu könnunum Prósents og Gallup og Arnar Þór um 6 prósent. Aðrir frambjóðendur hafa ekki hlotið náð fyrir kjósendum í könnunum. Mælast oftast undir tveimur prósentum og jafnvel einu prósenti. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar ákvað því að bjóða sex efstu frambjóðendum til kappræðna í kvöld klukkan 18:55. Þátturinn verður í beinni útsendingu og opinni dagksrá á Stöð 2 og Vísi. Þetta eru fyrri kappræður af tveimur. Frambjóðendur munu aftur mæta í beina útsendingu þegar tveir dagar verða til kosninga hinn 30. maí.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. 14. maí 2024 12:24 Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44 Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. 3. maí 2024 14:07 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. 14. maí 2024 12:24
Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23
Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44
Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. 3. maí 2024 14:07