Með réttlætið að leiðarljósi Bergdís Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2024 22:01 Alls gefa tólf efnilegir einstaklingar kost á sér til embættis forseta Íslands. Lýðræðisveisla 2024! Látum ekki telja okkur trú um að forsetakosningarnar séu keppni á milli tveggja liða, með eða á móti fyrrverandi forsætisráðherra. Tökum þátt í veislunni og skoðum allt sem er á boðstólnum. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar er sérlega hæfur frambjóðandi. Hún býr yfir öllum þeim kostum og eiginleikum sem prýða góðan forseta að viðbættri yfirgripsmikilli reynslu úr stjórnkerfinu og þekkir vel valdheimildir forsetaembættisins. Það sem greinir Helgu hvað helst frá öðrum frambjóðendum er sérþekking hennar á tæknibyltingunni sem við göngum nú í gegnum. Í flóknum stafrænum heimi hefur Helga staðið vörð um persónuupplýsingar þjóðarinnar síðastliðin átta ár. Hún hefur staðið keik með almenningi gagnvart stórfyrirtækjum, sem í hagnaðarskyni ásælast viðkvæmar upplýsingar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Helga þekkir vel tækifærin sem nútímatækni býður upp á en einnig þær áskoranir sem hún hefur í för með sér. Það hefur margoft komið fram í rannsóknum að með tilkomu snjalltækja hafi vanlíðan ungmenna farið vaxandi og brýnna aðgerða er þörf. Forseti Íslands getur verið leiðandi í slíkri umræðu því oft var þörf en nú er nauðsyn. Ég hef þekkt Helgu í 40 ár og veit að hún mun leiða þjóðina til aukinnar velferðar með hlýju og visku. Hún er óháð pólitískum öflum og hefur ekkert að fela. Helga segir ekki eitt og meinar annað. Hún hefur sýnt heiðarleika, gagnsæi og festu í öllum sínum störfum, tekur ígrundaðar ákvarðanir og lætur ekki fulltrúa sérhagsmuna segja sér fyrir verkum. Ég treysti Helgu. Réttlætið er hennar leiðarljós. Höfundur er sjálfstætt starfandi hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Alls gefa tólf efnilegir einstaklingar kost á sér til embættis forseta Íslands. Lýðræðisveisla 2024! Látum ekki telja okkur trú um að forsetakosningarnar séu keppni á milli tveggja liða, með eða á móti fyrrverandi forsætisráðherra. Tökum þátt í veislunni og skoðum allt sem er á boðstólnum. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar er sérlega hæfur frambjóðandi. Hún býr yfir öllum þeim kostum og eiginleikum sem prýða góðan forseta að viðbættri yfirgripsmikilli reynslu úr stjórnkerfinu og þekkir vel valdheimildir forsetaembættisins. Það sem greinir Helgu hvað helst frá öðrum frambjóðendum er sérþekking hennar á tæknibyltingunni sem við göngum nú í gegnum. Í flóknum stafrænum heimi hefur Helga staðið vörð um persónuupplýsingar þjóðarinnar síðastliðin átta ár. Hún hefur staðið keik með almenningi gagnvart stórfyrirtækjum, sem í hagnaðarskyni ásælast viðkvæmar upplýsingar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Helga þekkir vel tækifærin sem nútímatækni býður upp á en einnig þær áskoranir sem hún hefur í för með sér. Það hefur margoft komið fram í rannsóknum að með tilkomu snjalltækja hafi vanlíðan ungmenna farið vaxandi og brýnna aðgerða er þörf. Forseti Íslands getur verið leiðandi í slíkri umræðu því oft var þörf en nú er nauðsyn. Ég hef þekkt Helgu í 40 ár og veit að hún mun leiða þjóðina til aukinnar velferðar með hlýju og visku. Hún er óháð pólitískum öflum og hefur ekkert að fela. Helga segir ekki eitt og meinar annað. Hún hefur sýnt heiðarleika, gagnsæi og festu í öllum sínum störfum, tekur ígrundaðar ákvarðanir og lætur ekki fulltrúa sérhagsmuna segja sér fyrir verkum. Ég treysti Helgu. Réttlætið er hennar leiðarljós. Höfundur er sjálfstætt starfandi hönnuður.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar