Styðjum Katrínu Jakobsdóttur Gerður Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2024 18:30 Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á forsetaembættinu og mér var líka kennt að bera djúpstæða virðingu fyrir þeim einstaklingum sem gegna því. Þó ég sé fædd fyrir lýðveldistökuna man ég lítið eftir Svein Björnssyni. Hins vegar man ég vel, þá 11 ára gömul, spenninginn sem var vorið og sumarið 1952, það er að segja þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn í embætti. Þá var legið við viðtækin og beðið eftir nýjustu tölum í forsetakosningunum, en þá var ég í sveit á Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit í Skagafirði. Ég man þannig vel þau Ásgeir, Kristján og Vigdísi, en auðvitað líka bæði Ólaf og Guðna okkar Thorlacius. Allt þetta fólk hefur verið landi og þjóð til sóma. Ég er þess líka fullviss að Katrín Jakobsdóttir verður mjög farsæll forseti, nái hún kjöri. Hún hefur gegnt viðamiklum embættum og hefur gert það að ábyrgð og festu. Það er einmitt þau einkenni sem viðkomandi þarf að hafa til brunns að bera til að geta orðið góður forseti. Auðvitað erum við ekki sammála öllu sem stjórnmálamenn gera hverju sinni, en ég er sannfærð um að Katrín á eftir að vera verðugur fulltrúi á Bessastöðum. Til þess að svo megi verða, þurfum við öll, sem styðjum Katrínu, að fjölmenna á kjörstað hinn 1. júní næstkomandi og merkja við nafn Katrínar. Vísast er mjög frambærilegt fólk í kjöri nú, en ég tel Katrínu bera af til orðs og æðis. Ég verð líka vör við mikinn stuðning við framboð Katrínar í kringum mig, en það er ekki nóg; það þarf að mæta á kjörstað. Styðjum því Katrínu Jakobsdóttur til góðar verka! Höfundur er hjúkrunarfræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á forsetaembættinu og mér var líka kennt að bera djúpstæða virðingu fyrir þeim einstaklingum sem gegna því. Þó ég sé fædd fyrir lýðveldistökuna man ég lítið eftir Svein Björnssyni. Hins vegar man ég vel, þá 11 ára gömul, spenninginn sem var vorið og sumarið 1952, það er að segja þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn í embætti. Þá var legið við viðtækin og beðið eftir nýjustu tölum í forsetakosningunum, en þá var ég í sveit á Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit í Skagafirði. Ég man þannig vel þau Ásgeir, Kristján og Vigdísi, en auðvitað líka bæði Ólaf og Guðna okkar Thorlacius. Allt þetta fólk hefur verið landi og þjóð til sóma. Ég er þess líka fullviss að Katrín Jakobsdóttir verður mjög farsæll forseti, nái hún kjöri. Hún hefur gegnt viðamiklum embættum og hefur gert það að ábyrgð og festu. Það er einmitt þau einkenni sem viðkomandi þarf að hafa til brunns að bera til að geta orðið góður forseti. Auðvitað erum við ekki sammála öllu sem stjórnmálamenn gera hverju sinni, en ég er sannfærð um að Katrín á eftir að vera verðugur fulltrúi á Bessastöðum. Til þess að svo megi verða, þurfum við öll, sem styðjum Katrínu, að fjölmenna á kjörstað hinn 1. júní næstkomandi og merkja við nafn Katrínar. Vísast er mjög frambærilegt fólk í kjöri nú, en ég tel Katrínu bera af til orðs og æðis. Ég verð líka vör við mikinn stuðning við framboð Katrínar í kringum mig, en það er ekki nóg; það þarf að mæta á kjörstað. Styðjum því Katrínu Jakobsdóttur til góðar verka! Höfundur er hjúkrunarfræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar