„Þetta er saga tímabilsins og það gengur ekki lengur“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 12. maí 2024 22:38 Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis Vísir/Anton Fylkir er enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins eftir tap í kvöld gegn Breiðablik í Bestu deildinni. Fylkismenn voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og gátu nagað sig í handabökin að vera ekki búnir að skora að minnsta kosti eitt mark. Þrátt fyrir það skoraði Breiðablik þrjú mörk í leiknum og unnu öruggan 3-0 sigur. Vísir ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara Fylkis eftir leik sem hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Ég er drullu fúll. Það var ömurlegt að tapa þessum leik, hvað þá 3-0. Við erum bara algjörir klaufar að fá á okkur þetta fyrsta mark. Fyrri hálfleikur var fínn hjá okkur en fáum á okkur aulamark. Erum bara kærulausir, ég skil þetta ekki. Að við þurfum alltaf að gefa andstæðingum okkar þessi mörk. Síðan erum við bara ótrúlega lélegir fyrir framan teig andstæðingsins. Komumst oft í frábærar stöður en nýtum það illa. Því miður, þetta er ekki nógu gott.“ sagði Rúnar hundfúll með sína menn. Fylkir hefur átt fínar frammistöður hingað til á tímabilinu en niðurstaðan einungis eitt stig og botnsætið. Í fyrri hálfleik var liðið betri aðilinn en fékk á sig mark á lokaandartökum hálfleiksins. Má segja að þetta sé lýsandi fyrir tímabil Fylkis hingað til? „Það er rétt, þetta er saga tímabilsins. Þetta gengur ekkert svona lengur, þurfum að fara að safna stigum. Við erum ekkert verra lið en Breiðablik 70% af leiknum. Þetta er búið að vera saga okkar í sumar en það þýðir ekkert að tala bara um það. Við verðum að bregðast við á vellinum og gera betur. Verðum að vera með hausinn skrúfaðan á okkur í 90 mínútur plús. Getum ekki spilað svona í þessari deild.“ sagði Rúnar. Fylkir virtist missa allan þrótt við annað mark Breiðabliks og misstu menn alla trú. Eru vandamál Fylkis af andlegu meiði? „Fótbolti er andlegur og líkamlegur. Að sjálfsögðu þurfum við að hughreysta þessa drengi. Við æfum vel og spilum ágætis fótbolta. Þetta snýst bara um baráttuna og gredduna að koma í veg fyrir þessu mörk. Þetta er bara spurningum að fórna öllu sem til er í að hindra andstæðinginn í að skora mörk.“ Fylkir mætir KA í botnslag deildarinnar í næstu umferð. Rúnar sagði liðið undirbúa sig á sama hátt fyrir þann leik og aðra, þrátt fyrir mikilvægið. „Þetta er bara fótbolti, við verðum að mæta klárir. Við höfum mætt klárir og spilað okkar leiki. Þurfum bara að skilvirkir fyrir framan mark andstæðingsins og drulla þessum bolta frá markinu okkar.“ sagði Rúnar Páll að lokum. Fótbolti Fylkir Besta deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Vísir ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara Fylkis eftir leik sem hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Ég er drullu fúll. Það var ömurlegt að tapa þessum leik, hvað þá 3-0. Við erum bara algjörir klaufar að fá á okkur þetta fyrsta mark. Fyrri hálfleikur var fínn hjá okkur en fáum á okkur aulamark. Erum bara kærulausir, ég skil þetta ekki. Að við þurfum alltaf að gefa andstæðingum okkar þessi mörk. Síðan erum við bara ótrúlega lélegir fyrir framan teig andstæðingsins. Komumst oft í frábærar stöður en nýtum það illa. Því miður, þetta er ekki nógu gott.“ sagði Rúnar hundfúll með sína menn. Fylkir hefur átt fínar frammistöður hingað til á tímabilinu en niðurstaðan einungis eitt stig og botnsætið. Í fyrri hálfleik var liðið betri aðilinn en fékk á sig mark á lokaandartökum hálfleiksins. Má segja að þetta sé lýsandi fyrir tímabil Fylkis hingað til? „Það er rétt, þetta er saga tímabilsins. Þetta gengur ekkert svona lengur, þurfum að fara að safna stigum. Við erum ekkert verra lið en Breiðablik 70% af leiknum. Þetta er búið að vera saga okkar í sumar en það þýðir ekkert að tala bara um það. Við verðum að bregðast við á vellinum og gera betur. Verðum að vera með hausinn skrúfaðan á okkur í 90 mínútur plús. Getum ekki spilað svona í þessari deild.“ sagði Rúnar. Fylkir virtist missa allan þrótt við annað mark Breiðabliks og misstu menn alla trú. Eru vandamál Fylkis af andlegu meiði? „Fótbolti er andlegur og líkamlegur. Að sjálfsögðu þurfum við að hughreysta þessa drengi. Við æfum vel og spilum ágætis fótbolta. Þetta snýst bara um baráttuna og gredduna að koma í veg fyrir þessu mörk. Þetta er bara spurningum að fórna öllu sem til er í að hindra andstæðinginn í að skora mörk.“ Fylkir mætir KA í botnslag deildarinnar í næstu umferð. Rúnar sagði liðið undirbúa sig á sama hátt fyrir þann leik og aðra, þrátt fyrir mikilvægið. „Þetta er bara fótbolti, við verðum að mæta klárir. Við höfum mætt klárir og spilað okkar leiki. Þurfum bara að skilvirkir fyrir framan mark andstæðingsins og drulla þessum bolta frá markinu okkar.“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Fótbolti Fylkir Besta deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira