Patrick til bjargar eftir klúður Gylfa og klaufamörk á Akranesi Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 09:59 Patrick Pedersen er kominn með fimm mörk í Bestu deildinni í ár, og alls 104 mörk í efstu deild á Íslandi sem er met hjá erlendum leikmanni. vísir/Anton Viktor Jónsson og Patrick Pedersen eru tveir markahæstu leikmenn Bestu deildar karla í fótbolta og þeir voru báðir á skotskónum í gær þegar tveir leikir fóru fram í sjöttu umferð. Mörkin má nú sjá á Vísi. Viktor skoraði fyrsta mark ÍA í 3-0 sigrinum gegn Vestra, í nýliðaslagnum á Akranesi, og er nú kominn með sex mörk, flest allra í deildinni. Hann hafði áður mest skorað fimm mörk á einni leiktíð í efstu deild, í reyndar aðeins níu leikjum sumarið 2020, en raðað inn mörkum í næstefstu deild. Seinni tvö mörk ÍA mætti skrifa á mikinn klaufaskap Vestramanna en Johannes Vall skoraði það fyrra úr aukaspyrnu af löngu færi, án þess að William Eskelinen næði að verja. Síðasta markið kom þegar Guðfinnur Þór Leósson nýtti sér vandræði Vestra við að koma boltanum í burtu, til að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. Mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá í þessari frétt úr Sportpakkanum í gærkvöld. Á N1-vellinum að Hlíðarenda voru Valsmenn sterkari og unnu 3-1 sigur gegn KA. Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði fyrsta markið með skalla, eftir aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar, en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði metin úr vítaspyrnu á 42. mínútu. Gylfi fékk tækifæri til að koma Val yfir á nýjan leik úr annarri vítaspyrnu, en Steinþór Már Auðunsson varði frá honum. Það kom þó ekki að sök fyrir Val því Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum. Þessi markahæsti, erlendi leikmaður í sögu efstu deildar hér á landi hefur þar með skorað 104 mörk, og er næstmarkahæstur í deildinni í ár með fimm mörk, einu færra en fyrrnefndur Viktor. Toppslagur á dagskrá í kvöld Sjöttu umferð Bestu deildar lýkur í dag þegar KR tekur á móti HK, Fylkir mætir Breiðabliki og Víkingur og FH mætast svo í toppslag. Leikirnir verða svo allir gerðir upp í Stúkunni á Stöð 2 Sport annað kvöld. Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Vítaklúður Gylfa kom ekki að sök Valur vann sinn annan sigur í röð í Bestu-deild karla er liðið lagði KA á heimavelli, 3-1. Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en það kom ekki að sök. 11. maí 2024 16:15 Uppgjörið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA lék í dag sinn fyrsta heimaleik á sínum aðalvelli, ELKEM vellinum, þegar Vestramenn komu í heimsókn í 6. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 3-0 sigri heimamanna. 11. maí 2024 15:57 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Viktor skoraði fyrsta mark ÍA í 3-0 sigrinum gegn Vestra, í nýliðaslagnum á Akranesi, og er nú kominn með sex mörk, flest allra í deildinni. Hann hafði áður mest skorað fimm mörk á einni leiktíð í efstu deild, í reyndar aðeins níu leikjum sumarið 2020, en raðað inn mörkum í næstefstu deild. Seinni tvö mörk ÍA mætti skrifa á mikinn klaufaskap Vestramanna en Johannes Vall skoraði það fyrra úr aukaspyrnu af löngu færi, án þess að William Eskelinen næði að verja. Síðasta markið kom þegar Guðfinnur Þór Leósson nýtti sér vandræði Vestra við að koma boltanum í burtu, til að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. Mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá í þessari frétt úr Sportpakkanum í gærkvöld. Á N1-vellinum að Hlíðarenda voru Valsmenn sterkari og unnu 3-1 sigur gegn KA. Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði fyrsta markið með skalla, eftir aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar, en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði metin úr vítaspyrnu á 42. mínútu. Gylfi fékk tækifæri til að koma Val yfir á nýjan leik úr annarri vítaspyrnu, en Steinþór Már Auðunsson varði frá honum. Það kom þó ekki að sök fyrir Val því Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum. Þessi markahæsti, erlendi leikmaður í sögu efstu deildar hér á landi hefur þar með skorað 104 mörk, og er næstmarkahæstur í deildinni í ár með fimm mörk, einu færra en fyrrnefndur Viktor. Toppslagur á dagskrá í kvöld Sjöttu umferð Bestu deildar lýkur í dag þegar KR tekur á móti HK, Fylkir mætir Breiðabliki og Víkingur og FH mætast svo í toppslag. Leikirnir verða svo allir gerðir upp í Stúkunni á Stöð 2 Sport annað kvöld.
Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Vítaklúður Gylfa kom ekki að sök Valur vann sinn annan sigur í röð í Bestu-deild karla er liðið lagði KA á heimavelli, 3-1. Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en það kom ekki að sök. 11. maí 2024 16:15 Uppgjörið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA lék í dag sinn fyrsta heimaleik á sínum aðalvelli, ELKEM vellinum, þegar Vestramenn komu í heimsókn í 6. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 3-0 sigri heimamanna. 11. maí 2024 15:57 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Vítaklúður Gylfa kom ekki að sök Valur vann sinn annan sigur í röð í Bestu-deild karla er liðið lagði KA á heimavelli, 3-1. Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en það kom ekki að sök. 11. maí 2024 16:15
Uppgjörið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA lék í dag sinn fyrsta heimaleik á sínum aðalvelli, ELKEM vellinum, þegar Vestramenn komu í heimsókn í 6. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 3-0 sigri heimamanna. 11. maí 2024 15:57