Fékk morðhótanir og ætlar að leita réttar síns Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. maí 2024 23:58 Fiona Harvey opnaði sig um þættina Baby reindeer í viðtali hjá Piers Morgan. Konan sem er talin vera innblásturinn fyrir annað aðalhlutverka þáttaraðarinnar Baby reindeer hafnar þeirri atburðarás sem dregin er upp í þáttunum. Hún segist hafa fengið morðhótanir í kjölfar þáttanna, sem mála hana upp sem bíræfinn eltihrelli. Umrædd kona heitir Fiona Harvey og er 58 ára gömul frá Skotlandi. Hún opnaði sig í viðtali við Piers Morgan sem birt var fyrr í kvöld. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mK-isQXd_Qw">watch on YouTube</a> Þættirnir Baby Reindeer hafa slegið í gegn á Netflix að undanförnu. Þeir eru byggðir á sannsögulegum atburðum sem grínistinn Richard Gadd lenti í. Hann skrifaði þættina og fór með aðalhlutverkið sjálfur. Í þáttunum verður Gadd, Donny, fyrir barðinu á eltihrelli, konu að nafni Martha, sem byggist á Fionu. Það fundu netverjar út skömmu eftir að þættirnir komu út á streymisveitunni. Hún steig í kjölfarið fram og gaf það út að hún myndi leita réttar síns vegna þáttanna. Í viðtali sínu við Piers Morgan segir hún þættina skáldskap og ýkjur. „Fólk hefur fundið mig á internetinu, áreitt mig og hótað mér lífláti,“ sagði Harvey í viðtalinu. Hún hafnar þeirri atburðarás sem máluð er upp í þáttunum, þar sem persónan, sem byggð er á Harvey, sat um aðalpersónuna Donny, réðst á kærustu hans og áreitti foreldra hans. Þá kemur fram í þáttunum að Harvey hafi sent Gadd um 41 þúsund tölvupósta, fleiri hundruð raddskilaboð og 106 bréf. Hún hafi aðeins sent honum nokkra tölvupósta og um 18 skilaboð á samfélagsmiðlum. Harvey viðurkenndi að hún hafði ekki horft á þættina. Hún hafi hitt Gadd á bar í London „fimm eða sex sinnum“ og vissulega sagt honum að hann líkist hreindýrakálfi, sem titill þáttaraðarinnar byggist á. Hún hafi hins vegar ekki haft símanúmer hans, né átt í nokkurs konar vinasambandi með honum. „Láttu mig vinsamlegast í friði,“ voru skilaboð Harvey til Gadd í viðtali við Piers Morgan. Eftir að þættirnir komu út voru netverjar fljótir að tengja saman innlegg Harvey á samfélagsmiðlum við innlegg persónu Mörthu í þáttunum. Í kjölfarið hélt Gadd á samfélagsmiðla til að biðja aðdáendur að draga ekki ályktanir og missa sig í getgátum. Það væri ekki ætlunin með þáttunum. Netflix Hollywood Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Umrædd kona heitir Fiona Harvey og er 58 ára gömul frá Skotlandi. Hún opnaði sig í viðtali við Piers Morgan sem birt var fyrr í kvöld. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mK-isQXd_Qw">watch on YouTube</a> Þættirnir Baby Reindeer hafa slegið í gegn á Netflix að undanförnu. Þeir eru byggðir á sannsögulegum atburðum sem grínistinn Richard Gadd lenti í. Hann skrifaði þættina og fór með aðalhlutverkið sjálfur. Í þáttunum verður Gadd, Donny, fyrir barðinu á eltihrelli, konu að nafni Martha, sem byggist á Fionu. Það fundu netverjar út skömmu eftir að þættirnir komu út á streymisveitunni. Hún steig í kjölfarið fram og gaf það út að hún myndi leita réttar síns vegna þáttanna. Í viðtali sínu við Piers Morgan segir hún þættina skáldskap og ýkjur. „Fólk hefur fundið mig á internetinu, áreitt mig og hótað mér lífláti,“ sagði Harvey í viðtalinu. Hún hafnar þeirri atburðarás sem máluð er upp í þáttunum, þar sem persónan, sem byggð er á Harvey, sat um aðalpersónuna Donny, réðst á kærustu hans og áreitti foreldra hans. Þá kemur fram í þáttunum að Harvey hafi sent Gadd um 41 þúsund tölvupósta, fleiri hundruð raddskilaboð og 106 bréf. Hún hafi aðeins sent honum nokkra tölvupósta og um 18 skilaboð á samfélagsmiðlum. Harvey viðurkenndi að hún hafði ekki horft á þættina. Hún hafi hitt Gadd á bar í London „fimm eða sex sinnum“ og vissulega sagt honum að hann líkist hreindýrakálfi, sem titill þáttaraðarinnar byggist á. Hún hafi hins vegar ekki haft símanúmer hans, né átt í nokkurs konar vinasambandi með honum. „Láttu mig vinsamlegast í friði,“ voru skilaboð Harvey til Gadd í viðtali við Piers Morgan. Eftir að þættirnir komu út voru netverjar fljótir að tengja saman innlegg Harvey á samfélagsmiðlum við innlegg persónu Mörthu í þáttunum. Í kjölfarið hélt Gadd á samfélagsmiðla til að biðja aðdáendur að draga ekki ályktanir og missa sig í getgátum. Það væri ekki ætlunin með þáttunum.
Netflix Hollywood Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira