„Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Jón Þór Stefánsson skrifar 9. maí 2024 09:31 Hlaupaskórnir sem Mari Järsk klæddist í þegar hún sló Íslandsmet í bakgarðshlaupinu eru nú á uppboði. Vísir/Einar Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. Góðgerðardagurinn er haldinn árlega en þar velja nemendur gott málefni til þess að styrkja. Að þessu sinni voru þau tvö: annars vegar að styrkja börn á Gaza og hins vegar fer ágóðinn í Hjálpartækjasjóð Sindra. Rafnhildur Rósa Atladóttir, kennari við Hagaskóla, útskýrir í samtali við fréttastofu að nemendur haldi ýmsa viðburði á deginum og að hver bekkur taki þátt í því. Söfnunin hafi gengið vel að þessu sinni, en henni er þó ekki lokið þrátt fyrir að góðgerðardagurinn sé búinn þar sem að uppboðið sé enn í gangi. „Þetta eru náttúrulega sögulegir skór,“ segir Rafnhildur. „Við sendum skilaboð á Mari sem var alveg strax mjög til í þetta.“ Þegar þessi frétt er skrifuð er hæsta boð í skóna 35 þúsund krónur. Rafnhildur segir að það væri gaman að ná yfir hundrað þúsund krónum. „Við sjáum til hvað gerist. En það væri rosa gaman ef þetta myndi enda í ágætri upphæð.“ Aðrir ágætir munir voru á uppboði, en þar má nefna treyju frá Hannesi Halldórssyni fyrrverandi landsliðsmarkverði, treyju frá Kristófer Acox körfuboltamanni, treyju frá Rúnari Alex Rúnarssyni, landsliðsmarkverði og fyrrverandi leikmanni Arsenal, treyju frá Fanney Birkisdóttur landsliðsmarkverði og treyju áritaða af öllum úr meistaraflokki KR í knattspyrnu. Þeir munir seldust allir á Góðgerðardeginum. Uppboð á skóm Mari stendur yfir til klukkan níu á sunnudagskvöld og er aðgengilegt hér. Vinirnir fengu skólann til styrkja stjúpbróður hans Fréttastofa náði einnig tali af Jakobi Beck, nemanda við tíunda bekk í Hagaskóla. Annað málefnið tengist honum, en Hjálpartækjasjóður Sindra styður við stjúpbróður hans. Sindri varð fyrir áfalli í september í fyrra. Hann varð fyrir mænuskaða og lamaðist. „Núna er hann kominn með smá hreyfingu og það er allt á bataleið. En þetta kostar allt saman peninga, og þess vegna er þessi hjálparsjóður,“ segir hann og bætir við að hægt sé að styrkja Hjálparsjóð Sindra með fleiri leiðum, til dæmis með kaupum á happdrættismiðum og með áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu. Málefnin sem voru styrkt að þessu sinni á Góðgerðardeginum voru ákveðin af nemendum skólans á fundi. Jakob segist sjálfur ekki hafa getað mætt á fundinn, en hann hafi fengið vini sína til að tala máli Hjálparsjóðsins. „Vinir mínir voru mjög duglegir á þessum fundi. Þeir voru vissir og sannfærðu alla um að hafa þetta fyrir bróður minn líka. Mér þykir mjög vænt um það.“ Góðverk Bakgarðshlaup Hlaup Skóla- og menntamál Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Góðgerðardagurinn er haldinn árlega en þar velja nemendur gott málefni til þess að styrkja. Að þessu sinni voru þau tvö: annars vegar að styrkja börn á Gaza og hins vegar fer ágóðinn í Hjálpartækjasjóð Sindra. Rafnhildur Rósa Atladóttir, kennari við Hagaskóla, útskýrir í samtali við fréttastofu að nemendur haldi ýmsa viðburði á deginum og að hver bekkur taki þátt í því. Söfnunin hafi gengið vel að þessu sinni, en henni er þó ekki lokið þrátt fyrir að góðgerðardagurinn sé búinn þar sem að uppboðið sé enn í gangi. „Þetta eru náttúrulega sögulegir skór,“ segir Rafnhildur. „Við sendum skilaboð á Mari sem var alveg strax mjög til í þetta.“ Þegar þessi frétt er skrifuð er hæsta boð í skóna 35 þúsund krónur. Rafnhildur segir að það væri gaman að ná yfir hundrað þúsund krónum. „Við sjáum til hvað gerist. En það væri rosa gaman ef þetta myndi enda í ágætri upphæð.“ Aðrir ágætir munir voru á uppboði, en þar má nefna treyju frá Hannesi Halldórssyni fyrrverandi landsliðsmarkverði, treyju frá Kristófer Acox körfuboltamanni, treyju frá Rúnari Alex Rúnarssyni, landsliðsmarkverði og fyrrverandi leikmanni Arsenal, treyju frá Fanney Birkisdóttur landsliðsmarkverði og treyju áritaða af öllum úr meistaraflokki KR í knattspyrnu. Þeir munir seldust allir á Góðgerðardeginum. Uppboð á skóm Mari stendur yfir til klukkan níu á sunnudagskvöld og er aðgengilegt hér. Vinirnir fengu skólann til styrkja stjúpbróður hans Fréttastofa náði einnig tali af Jakobi Beck, nemanda við tíunda bekk í Hagaskóla. Annað málefnið tengist honum, en Hjálpartækjasjóður Sindra styður við stjúpbróður hans. Sindri varð fyrir áfalli í september í fyrra. Hann varð fyrir mænuskaða og lamaðist. „Núna er hann kominn með smá hreyfingu og það er allt á bataleið. En þetta kostar allt saman peninga, og þess vegna er þessi hjálparsjóður,“ segir hann og bætir við að hægt sé að styrkja Hjálparsjóð Sindra með fleiri leiðum, til dæmis með kaupum á happdrættismiðum og með áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu. Málefnin sem voru styrkt að þessu sinni á Góðgerðardeginum voru ákveðin af nemendum skólans á fundi. Jakob segist sjálfur ekki hafa getað mætt á fundinn, en hann hafi fengið vini sína til að tala máli Hjálparsjóðsins. „Vinir mínir voru mjög duglegir á þessum fundi. Þeir voru vissir og sannfærðu alla um að hafa þetta fyrir bróður minn líka. Mér þykir mjög vænt um það.“
Góðverk Bakgarðshlaup Hlaup Skóla- og menntamál Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira