„Hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2024 13:08 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að aðstæður á Litla-Hrauni séu þess eðlis að ekki sé hægt að tryggja öryggi fanga. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra kveðst hafa haft áhyggjur af fangelsismálum frá því hún tók við embætti. Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag séu með þeim hætti að erfitt sé að tryggja öryggi fanga. Maður fannst látinn í klefa fangelsisins um liðna helgi. Síðastliðinn sunnudagsmorgun fannst maður látinn í klefa á Litla-Hrauni. Þrátt fyrir að ekki sé talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti fer Lögreglan á Suðurlandi með rannsókn málsins. Maðurinn var þrjátíu og eins árs að aldri en hann var tekinn höndum á áfangaheimilinu Vernd eftir meint brot og fluttur aftur á Litla-Hraun í lokað fangelsi. Tómas Ingvason, faðir hins látna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudagskvöld að hann muni berjast fyrir umbótum í fangelsiskerfinu. Það sé augljóst að eftirliti og stuðningi væri ábótavant í ljósi þess hvernig fór. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um að hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálráðherra. „Já, fyrst vil ég byrja á því að segja að ég get ekki tjáð mig um einstök mál en ég vil samt sem áður fá að votta aðstandendum þessa manns samúð mína og það er óskaplega hryggilegt þegar fólk lætur lífið langt fyrir aldur fram. Og ég hef áhyggjur af því og ég hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti, enda er þetta eitt af mínum fimm áherslumálum sem ég sagði að ég myndi leggja áherslu á.“ Húsnæðismál fanga séu þjóðinni ekki til sóma og þess vegna hafi hún tekið ákvörðun í september um að byggja nýtt fangelsi frá grunni á Litla-Hrauni. „Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag eru með þeim hætti að það er erfitt að tryggja öryggi fanga. Það er erfitt að tryggja öryggi fangavarða og svo er öll aðstaða fyrir fjölskyldur til þess að fá að koma og heimsækja sína nánustu sem þarna dvelja, ekki eins og við viljum hafa það. Þegar húsakosturinn er með þessum hætti þá er líka erfitt að vera með stoðþjónustu eins og við viljum hafa hana. Ég hef sömuleiðis lagt áherslu á það að við þurfum að endurhugsa allt fullnustukerfið okkar frá grunni og þess vegna hef ég skipað starfshóp sem er farinn af stað til þess að endurskoða allt fullnustukerfið frá a til ö og ég bind miklar vonir við að ég fái þar góðar tillögur til úrbóta.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6. maí 2024 19:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Síðastliðinn sunnudagsmorgun fannst maður látinn í klefa á Litla-Hrauni. Þrátt fyrir að ekki sé talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti fer Lögreglan á Suðurlandi með rannsókn málsins. Maðurinn var þrjátíu og eins árs að aldri en hann var tekinn höndum á áfangaheimilinu Vernd eftir meint brot og fluttur aftur á Litla-Hraun í lokað fangelsi. Tómas Ingvason, faðir hins látna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudagskvöld að hann muni berjast fyrir umbótum í fangelsiskerfinu. Það sé augljóst að eftirliti og stuðningi væri ábótavant í ljósi þess hvernig fór. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um að hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálráðherra. „Já, fyrst vil ég byrja á því að segja að ég get ekki tjáð mig um einstök mál en ég vil samt sem áður fá að votta aðstandendum þessa manns samúð mína og það er óskaplega hryggilegt þegar fólk lætur lífið langt fyrir aldur fram. Og ég hef áhyggjur af því og ég hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti, enda er þetta eitt af mínum fimm áherslumálum sem ég sagði að ég myndi leggja áherslu á.“ Húsnæðismál fanga séu þjóðinni ekki til sóma og þess vegna hafi hún tekið ákvörðun í september um að byggja nýtt fangelsi frá grunni á Litla-Hrauni. „Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag eru með þeim hætti að það er erfitt að tryggja öryggi fanga. Það er erfitt að tryggja öryggi fangavarða og svo er öll aðstaða fyrir fjölskyldur til þess að fá að koma og heimsækja sína nánustu sem þarna dvelja, ekki eins og við viljum hafa það. Þegar húsakosturinn er með þessum hætti þá er líka erfitt að vera með stoðþjónustu eins og við viljum hafa hana. Ég hef sömuleiðis lagt áherslu á það að við þurfum að endurhugsa allt fullnustukerfið okkar frá grunni og þess vegna hef ég skipað starfshóp sem er farinn af stað til þess að endurskoða allt fullnustukerfið frá a til ö og ég bind miklar vonir við að ég fái þar góðar tillögur til úrbóta.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6. maí 2024 19:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6. maí 2024 19:30