Baldur er minn forseti Hjalti Vignisson skrifar 8. maí 2024 11:00 Í upphafi þessarar aldar settist ég á skólabekk við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Einn af kennurum mínum þar var Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi. Í náminu lagði Baldur áherslu á samræður. Gerði kröfur um að við greindum og skildum viðfangesefnið til fulls og kæmum því frá okkur í ræðu og riti. Hlutir æxluðust þannig að hann réð mig sem aðstoðarmann og við áttum eftir að starfa saman í nokkur ár. Frumkvöðull í fræðastarfi Á þessum árum var Baldur að undirbúa endurreisn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og stofnun sérstaks rannsóknarseturs um smáríki. Baldur var laginn í að draga til sín fræðimenn úr ólíkum greinum og löndum. Þá skipti ekki máli hvort það voru ráðstefnur, málþing eða vinnufundir um hvernig koma ætti málum áfram. Baldri var eðlislægt að leiða hópinn. Á þessum grunni var nám í smáríkjafræðum byggt upp sem enn blómstrar í dag. Jafnframt gekk fræðigreinin í endurnýjun lífdaga á alþjóðavísu. Á árunum þar á undan höfðu fáir fræðimenn beint sjónum sínum að því hvernig smærri ríki gætu best komið rödd sinni á framfæri, gætt hagsmuna sinna og haft áhrif á einstök mál. Þessu til viðbótar þá þekkir Baldur auk þess íslenska stjórnkerfið út og inn. Baldur stendur því vel að vígi í tveimur af mikilvægustu hlutverkum forseta, þ.e. skilningur á hlutverki forseta í stjórnskipun Íslands og möguleikum Íslands á alþjóðavísu. Mannkostir Frumkvæði Baldurs í fræðastarfinu ber vitni um hugrekki hans því ófáar hindranir voru í veginum Baldur er staðfastur og eljusamur. Hans helsti kostur að mínu mat er samt sá að hann hlustar á háa sem lága en getur líka tjáð skoðanir sínar hreint út við hvern sem er. Þess vegna styð ég Baldur til forseta. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Í upphafi þessarar aldar settist ég á skólabekk við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Einn af kennurum mínum þar var Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi. Í náminu lagði Baldur áherslu á samræður. Gerði kröfur um að við greindum og skildum viðfangesefnið til fulls og kæmum því frá okkur í ræðu og riti. Hlutir æxluðust þannig að hann réð mig sem aðstoðarmann og við áttum eftir að starfa saman í nokkur ár. Frumkvöðull í fræðastarfi Á þessum árum var Baldur að undirbúa endurreisn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og stofnun sérstaks rannsóknarseturs um smáríki. Baldur var laginn í að draga til sín fræðimenn úr ólíkum greinum og löndum. Þá skipti ekki máli hvort það voru ráðstefnur, málþing eða vinnufundir um hvernig koma ætti málum áfram. Baldri var eðlislægt að leiða hópinn. Á þessum grunni var nám í smáríkjafræðum byggt upp sem enn blómstrar í dag. Jafnframt gekk fræðigreinin í endurnýjun lífdaga á alþjóðavísu. Á árunum þar á undan höfðu fáir fræðimenn beint sjónum sínum að því hvernig smærri ríki gætu best komið rödd sinni á framfæri, gætt hagsmuna sinna og haft áhrif á einstök mál. Þessu til viðbótar þá þekkir Baldur auk þess íslenska stjórnkerfið út og inn. Baldur stendur því vel að vígi í tveimur af mikilvægustu hlutverkum forseta, þ.e. skilningur á hlutverki forseta í stjórnskipun Íslands og möguleikum Íslands á alþjóðavísu. Mannkostir Frumkvæði Baldurs í fræðastarfinu ber vitni um hugrekki hans því ófáar hindranir voru í veginum Baldur er staðfastur og eljusamur. Hans helsti kostur að mínu mat er samt sá að hann hlustar á háa sem lága en getur líka tjáð skoðanir sínar hreint út við hvern sem er. Þess vegna styð ég Baldur til forseta. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun