„Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“ Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2024 08:38 Þorgerður Katrín spurði Svandísi Svavarsdóttur nánar út í hið afar umdeilda frumvarp um lagareldi í fyrirspurnartíma þingsins í gær. vísir/Arnar/Ívar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær. Ef marka má svör Svandísar eru ekki miklar líkur á að hið afar umdeilda frumvarp um lagareldi fari óbreytt í gegnum þingið. Enda munu fæstir, í ljósi mikillar andstöðu, sætta sig við að laxeldisfyrirtækjum fái firðina um ókomna tíð undir starfsemi sína. Þorgerður Katrín sagði um grundvallarprinsipp væri að ræða þegar kæmi að auðlindanýtingu og rætt hafi verið um lagareldi, fiskeldisfrumvarp sem hún hefði haldið að ætti að fara í gegnum ákveðnar síur, fyrst í gegnum ríkisstjórn og svo í gegnum þrjá þingflokka. Þingmenn að ranka úr rotinu „Það er eins og engin viðvörunarljós hafi kviknað við þessa yfirferð. Þetta er massíf slysaslepping á vondu frumvarpi sem hefur átt sér stað í gegnum þessa flokka,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði að nokkrir þingmenn væru nú að ranka úr rotinu; það yrði að taka almannahagsmuni framar sérhagsmunum og afhenda ekki auðlindir þjóðarinnar tímabundið. „Við gefum heldur ekki auðlindir í eigu þjóðar, punktur.“ Hún sagði að ræða þyrfti fyrirsjáanleika, verðmætasköpun og sjálfbærni. En það geti ekki verið þannig að peningar ráði för heldur prinsipp. Þetta vildi hún ræða við Svandísi, ef hún gæti brugðið ljósi á forsöguna sem fyrrverandi matvælaráðherra. Styður ráðherra og Vinstri græn að sett verði inn ákvæði í stjórnarskrá sem tryggja auðlindir í eigu þjóðar? Vill nú tímabinda heimildirnar Svandís sagði að þegar hefði verið rætt auðlindarákvæði í stjórnarskrá og mikilvægi þess, ekki bara tengt því sem Þorgerður segði heldur einnig varðandi vatnsafl, jarðvarma, lifandi auðlindir og svo framvegis. En varðandi lagareldið þá væri það svo að málaflokkurinn allur þyrfti á víðtækri uppfærlsu að halda. Sem fyrst var gerð í hennar tíð í matvælaráðuneytinu, á vegum Ríkisendurskoðunar og þá Boston Consulting Group í framhaldinu. Niðurstaðan varð sú að leggja fram ítarlegt frumvarp. En eins og Þorgerði Katrínu væri kunnugt um fór hún sjálf í skyndilegt veikindaleyfi í janúar. Þegar þar var komið sögu var frumvarpið í samráðsgátt. Hvað varðar ákvæðið um tímabindingu eða ekki tímabindingu þá lýsti Svandís sig sammála Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttur núverendi matvælaráðherra: Mikilvægt sé að ... „ráðast í breytingar á því ákvæði með það fyrir augum að tímabinda heimildirnar en um leið að gæta sérstaklega að því að það verði ekki á kostnað náttúruverndar og umhverfishagsmuna.“ Alþingi Sjókvíaeldi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Náttúran njóti vafans, ótímabundið Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. 3. maí 2024 08:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Ef marka má svör Svandísar eru ekki miklar líkur á að hið afar umdeilda frumvarp um lagareldi fari óbreytt í gegnum þingið. Enda munu fæstir, í ljósi mikillar andstöðu, sætta sig við að laxeldisfyrirtækjum fái firðina um ókomna tíð undir starfsemi sína. Þorgerður Katrín sagði um grundvallarprinsipp væri að ræða þegar kæmi að auðlindanýtingu og rætt hafi verið um lagareldi, fiskeldisfrumvarp sem hún hefði haldið að ætti að fara í gegnum ákveðnar síur, fyrst í gegnum ríkisstjórn og svo í gegnum þrjá þingflokka. Þingmenn að ranka úr rotinu „Það er eins og engin viðvörunarljós hafi kviknað við þessa yfirferð. Þetta er massíf slysaslepping á vondu frumvarpi sem hefur átt sér stað í gegnum þessa flokka,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði að nokkrir þingmenn væru nú að ranka úr rotinu; það yrði að taka almannahagsmuni framar sérhagsmunum og afhenda ekki auðlindir þjóðarinnar tímabundið. „Við gefum heldur ekki auðlindir í eigu þjóðar, punktur.“ Hún sagði að ræða þyrfti fyrirsjáanleika, verðmætasköpun og sjálfbærni. En það geti ekki verið þannig að peningar ráði för heldur prinsipp. Þetta vildi hún ræða við Svandísi, ef hún gæti brugðið ljósi á forsöguna sem fyrrverandi matvælaráðherra. Styður ráðherra og Vinstri græn að sett verði inn ákvæði í stjórnarskrá sem tryggja auðlindir í eigu þjóðar? Vill nú tímabinda heimildirnar Svandís sagði að þegar hefði verið rætt auðlindarákvæði í stjórnarskrá og mikilvægi þess, ekki bara tengt því sem Þorgerður segði heldur einnig varðandi vatnsafl, jarðvarma, lifandi auðlindir og svo framvegis. En varðandi lagareldið þá væri það svo að málaflokkurinn allur þyrfti á víðtækri uppfærlsu að halda. Sem fyrst var gerð í hennar tíð í matvælaráðuneytinu, á vegum Ríkisendurskoðunar og þá Boston Consulting Group í framhaldinu. Niðurstaðan varð sú að leggja fram ítarlegt frumvarp. En eins og Þorgerði Katrínu væri kunnugt um fór hún sjálf í skyndilegt veikindaleyfi í janúar. Þegar þar var komið sögu var frumvarpið í samráðsgátt. Hvað varðar ákvæðið um tímabindingu eða ekki tímabindingu þá lýsti Svandís sig sammála Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttur núverendi matvælaráðherra: Mikilvægt sé að ... „ráðast í breytingar á því ákvæði með það fyrir augum að tímabinda heimildirnar en um leið að gæta sérstaklega að því að það verði ekki á kostnað náttúruverndar og umhverfishagsmuna.“
Alþingi Sjókvíaeldi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Náttúran njóti vafans, ótímabundið Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. 3. maí 2024 08:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26
Náttúran njóti vafans, ótímabundið Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. 3. maí 2024 08:00