Þambar kakó og rjóma eftir magnað afrek: „Upp og niður eins og lífið“ Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 14:36 Andri Guðmundsson hljóp tæpa 350 kílómetra áður en hann ákvað að láta staðar numið. VÍSIR/VILHELM Andri Guðmundsson var eðlilega stoltur eftir að hafa hlaupið 348,4 kílómetra og verið einn þeirra sem bættu Íslandsmetið í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í dag. Andri endaði í 3. sæti keppninnar og náði lengst karla en hann hljóp alls 52 hringi á jafnmörgum klukkustundum, eða 348,4 kílómetra. „Þetta er búið að vera geggjað alveg frá fyrstu mínútu, og ég vona að það hafi sést. Það fer enginn í svona hlaup nema að hann hafi gaman af því,“ sagði Andri hlæjandi við Garp I. Elísabetarson þegar hann hafði lokið keppni. „Það er algengur misskilningur, hjá þeim sem ekki hafa prófað svona, að maður byrji geggjað ferskur á hring eitt og svo smám saman endi maður algjörlega þrotaður, og það dragi af manni á hverjum hring. En þetta er alls ekki þannig. Þetta er upp og niður, eins og lífið. Maður á góða hringi og slæma hringi, og sveiflast upp og niður,“ sagði Andri en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Andri sáttur eftir met í bakgarðshlaupi Hætti eftir mikið sálarstríð: „Flestir sjá eftir því daginn eftir“ En hvað leiddi svo til þess að hann ákvað loksins að láta gott heita, eftir 52 hringi? „Það er oft sagt í svona ultrahlaupum að maður sé ekki góður að reikna. Maður er ekkert rosalega góður í að taka ákvarðanir. Þetta er bara einhver blanda af ýmsum þáttum, líkamlegum og andlegum. Þetta er mikið sálarstríð,“ sagði Andri en hann hætti einum hring eftir að hafa slegið Íslandsmetið, með þeim Mari Järsk og Elísu Kristinsdóttur. Elísa Kristinsdóttir, Mari Järsk og Andri Guðmundsson komu saman í mark þegar þau slógu Íslandsmetið í bakgarðshlaupi.VÍSIR/VILHELM „Við erum búin að vera í verkefni. Það lá fyrir, fyrir 27 tímum, að við værum að fara að reyna að bæta Íslandsmetið. Fyrst vorum við fjögur, og svo hætti Sif að hlaupa eftir þrjátíu hringi. Þá áttum við eftir að hlaupa 21 hring. Þetta er hópvinna. Fólk sér þetta sem einstaklingssport en það er það ekki. Það þarf töluverðan fjölda til að bakgarðshlaup fari langt. Þetta er svo harður húsbóndi þetta hlaup. Það þarf ekki nema hálftíma dýfu til að maður sé „out“. Við ætluðum að gera okkar besta til að slá Íslandsmetið, og svo er þetta búin að vera stöðug vinna í hópnum. Það tókst. Þetta er liðsvinna. Svo er spennufall þegar það næst. Það eru alls konar þættir sem hafa áhrif á þetta [að maður hætti], og flestir sjá eftir því strax daginn eftir. „Af hverju í fjandanum var ég að hætta? Ég hefði alveg getað rúllað einn hring í viðbót, ég var búinn að fara 52. Hversu slæmt var þetta eiginlega orðið?“ Þakklátur fjölskyldu og vinum „Nei, nei, ég er mjög sáttur og bara fullur af þakklæti. Búinn að vera með fjölskylduna hjá mér… eiginkona mína, pabba og vini að „krúa“ mig. Endalaust af vinum sem hafa komið að hvetja og allir peppararnir hjá hinum. Þetta er stórkostlegt og það er alveg ástæða fyrir því að þetta er orðið svona vinsælt um allan heim,“ sagði Andri. En hvað ætlar hann að fá sér að borða eftir öll þessi hlaup? „Ég er ekki viss um að það verði alveg reglulegir matartímar næstu klukkutímana. Ég fer og lúðra einhverju í mig, og rjóma. Rjómi, sykur og kakó. Drekka lítra af súkkulaðimjólk með rjóma, ég byrja á því,“ sagði Andri léttur. Allt viðtalið við Andra má sjá hér að ofan. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Þetta er ekki fyrir hvern sem er“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hrósar langhlaupurunum þremur sem slógu Íslandsmet í Öskjuhlíð um hádegið í dag, í hástert. Afrekið sé magnað. 6. maí 2024 14:13 Slógu Íslandsmetið saman Þau Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu. Það var falleg stund er þau leiddust yfir línuna. 6. maí 2024 13:35 Bakgarðshlaupið í beinni útsendingu Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fer fram í Öskjuhlíðinni um helgina. Hundruð hlaupara eru skráðir til leiks og munu þeir hlaupa 6,7 kílómetra hring á klukkutímafresti þar til einn hlaupari stendur eftir, sama hvenær það er. 4. maí 2024 08:33 Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Semple til Grindavíkur Körfubolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Andri endaði í 3. sæti keppninnar og náði lengst karla en hann hljóp alls 52 hringi á jafnmörgum klukkustundum, eða 348,4 kílómetra. „Þetta er búið að vera geggjað alveg frá fyrstu mínútu, og ég vona að það hafi sést. Það fer enginn í svona hlaup nema að hann hafi gaman af því,“ sagði Andri hlæjandi við Garp I. Elísabetarson þegar hann hafði lokið keppni. „Það er algengur misskilningur, hjá þeim sem ekki hafa prófað svona, að maður byrji geggjað ferskur á hring eitt og svo smám saman endi maður algjörlega þrotaður, og það dragi af manni á hverjum hring. En þetta er alls ekki þannig. Þetta er upp og niður, eins og lífið. Maður á góða hringi og slæma hringi, og sveiflast upp og niður,“ sagði Andri en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Andri sáttur eftir met í bakgarðshlaupi Hætti eftir mikið sálarstríð: „Flestir sjá eftir því daginn eftir“ En hvað leiddi svo til þess að hann ákvað loksins að láta gott heita, eftir 52 hringi? „Það er oft sagt í svona ultrahlaupum að maður sé ekki góður að reikna. Maður er ekkert rosalega góður í að taka ákvarðanir. Þetta er bara einhver blanda af ýmsum þáttum, líkamlegum og andlegum. Þetta er mikið sálarstríð,“ sagði Andri en hann hætti einum hring eftir að hafa slegið Íslandsmetið, með þeim Mari Järsk og Elísu Kristinsdóttur. Elísa Kristinsdóttir, Mari Järsk og Andri Guðmundsson komu saman í mark þegar þau slógu Íslandsmetið í bakgarðshlaupi.VÍSIR/VILHELM „Við erum búin að vera í verkefni. Það lá fyrir, fyrir 27 tímum, að við værum að fara að reyna að bæta Íslandsmetið. Fyrst vorum við fjögur, og svo hætti Sif að hlaupa eftir þrjátíu hringi. Þá áttum við eftir að hlaupa 21 hring. Þetta er hópvinna. Fólk sér þetta sem einstaklingssport en það er það ekki. Það þarf töluverðan fjölda til að bakgarðshlaup fari langt. Þetta er svo harður húsbóndi þetta hlaup. Það þarf ekki nema hálftíma dýfu til að maður sé „out“. Við ætluðum að gera okkar besta til að slá Íslandsmetið, og svo er þetta búin að vera stöðug vinna í hópnum. Það tókst. Þetta er liðsvinna. Svo er spennufall þegar það næst. Það eru alls konar þættir sem hafa áhrif á þetta [að maður hætti], og flestir sjá eftir því strax daginn eftir. „Af hverju í fjandanum var ég að hætta? Ég hefði alveg getað rúllað einn hring í viðbót, ég var búinn að fara 52. Hversu slæmt var þetta eiginlega orðið?“ Þakklátur fjölskyldu og vinum „Nei, nei, ég er mjög sáttur og bara fullur af þakklæti. Búinn að vera með fjölskylduna hjá mér… eiginkona mína, pabba og vini að „krúa“ mig. Endalaust af vinum sem hafa komið að hvetja og allir peppararnir hjá hinum. Þetta er stórkostlegt og það er alveg ástæða fyrir því að þetta er orðið svona vinsælt um allan heim,“ sagði Andri. En hvað ætlar hann að fá sér að borða eftir öll þessi hlaup? „Ég er ekki viss um að það verði alveg reglulegir matartímar næstu klukkutímana. Ég fer og lúðra einhverju í mig, og rjóma. Rjómi, sykur og kakó. Drekka lítra af súkkulaðimjólk með rjóma, ég byrja á því,“ sagði Andri léttur. Allt viðtalið við Andra má sjá hér að ofan.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Þetta er ekki fyrir hvern sem er“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hrósar langhlaupurunum þremur sem slógu Íslandsmet í Öskjuhlíð um hádegið í dag, í hástert. Afrekið sé magnað. 6. maí 2024 14:13 Slógu Íslandsmetið saman Þau Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu. Það var falleg stund er þau leiddust yfir línuna. 6. maí 2024 13:35 Bakgarðshlaupið í beinni útsendingu Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fer fram í Öskjuhlíðinni um helgina. Hundruð hlaupara eru skráðir til leiks og munu þeir hlaupa 6,7 kílómetra hring á klukkutímafresti þar til einn hlaupari stendur eftir, sama hvenær það er. 4. maí 2024 08:33 Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Semple til Grindavíkur Körfubolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
„Þetta er ekki fyrir hvern sem er“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hrósar langhlaupurunum þremur sem slógu Íslandsmet í Öskjuhlíð um hádegið í dag, í hástert. Afrekið sé magnað. 6. maí 2024 14:13
Slógu Íslandsmetið saman Þau Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu. Það var falleg stund er þau leiddust yfir línuna. 6. maí 2024 13:35
Bakgarðshlaupið í beinni útsendingu Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fer fram í Öskjuhlíðinni um helgina. Hundruð hlaupara eru skráðir til leiks og munu þeir hlaupa 6,7 kílómetra hring á klukkutímafresti þar til einn hlaupari stendur eftir, sama hvenær það er. 4. maí 2024 08:33