Þambar kakó og rjóma eftir magnað afrek: „Upp og niður eins og lífið“ Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 14:36 Andri Guðmundsson hljóp tæpa 350 kílómetra áður en hann ákvað að láta staðar numið. VÍSIR/VILHELM Andri Guðmundsson var eðlilega stoltur eftir að hafa hlaupið 348,4 kílómetra og verið einn þeirra sem bættu Íslandsmetið í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í dag. Andri endaði í 3. sæti keppninnar og náði lengst karla en hann hljóp alls 52 hringi á jafnmörgum klukkustundum, eða 348,4 kílómetra. „Þetta er búið að vera geggjað alveg frá fyrstu mínútu, og ég vona að það hafi sést. Það fer enginn í svona hlaup nema að hann hafi gaman af því,“ sagði Andri hlæjandi við Garp I. Elísabetarson þegar hann hafði lokið keppni. „Það er algengur misskilningur, hjá þeim sem ekki hafa prófað svona, að maður byrji geggjað ferskur á hring eitt og svo smám saman endi maður algjörlega þrotaður, og það dragi af manni á hverjum hring. En þetta er alls ekki þannig. Þetta er upp og niður, eins og lífið. Maður á góða hringi og slæma hringi, og sveiflast upp og niður,“ sagði Andri en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Andri sáttur eftir met í bakgarðshlaupi Hætti eftir mikið sálarstríð: „Flestir sjá eftir því daginn eftir“ En hvað leiddi svo til þess að hann ákvað loksins að láta gott heita, eftir 52 hringi? „Það er oft sagt í svona ultrahlaupum að maður sé ekki góður að reikna. Maður er ekkert rosalega góður í að taka ákvarðanir. Þetta er bara einhver blanda af ýmsum þáttum, líkamlegum og andlegum. Þetta er mikið sálarstríð,“ sagði Andri en hann hætti einum hring eftir að hafa slegið Íslandsmetið, með þeim Mari Järsk og Elísu Kristinsdóttur. Elísa Kristinsdóttir, Mari Järsk og Andri Guðmundsson komu saman í mark þegar þau slógu Íslandsmetið í bakgarðshlaupi.VÍSIR/VILHELM „Við erum búin að vera í verkefni. Það lá fyrir, fyrir 27 tímum, að við værum að fara að reyna að bæta Íslandsmetið. Fyrst vorum við fjögur, og svo hætti Sif að hlaupa eftir þrjátíu hringi. Þá áttum við eftir að hlaupa 21 hring. Þetta er hópvinna. Fólk sér þetta sem einstaklingssport en það er það ekki. Það þarf töluverðan fjölda til að bakgarðshlaup fari langt. Þetta er svo harður húsbóndi þetta hlaup. Það þarf ekki nema hálftíma dýfu til að maður sé „out“. Við ætluðum að gera okkar besta til að slá Íslandsmetið, og svo er þetta búin að vera stöðug vinna í hópnum. Það tókst. Þetta er liðsvinna. Svo er spennufall þegar það næst. Það eru alls konar þættir sem hafa áhrif á þetta [að maður hætti], og flestir sjá eftir því strax daginn eftir. „Af hverju í fjandanum var ég að hætta? Ég hefði alveg getað rúllað einn hring í viðbót, ég var búinn að fara 52. Hversu slæmt var þetta eiginlega orðið?“ Þakklátur fjölskyldu og vinum „Nei, nei, ég er mjög sáttur og bara fullur af þakklæti. Búinn að vera með fjölskylduna hjá mér… eiginkona mína, pabba og vini að „krúa“ mig. Endalaust af vinum sem hafa komið að hvetja og allir peppararnir hjá hinum. Þetta er stórkostlegt og það er alveg ástæða fyrir því að þetta er orðið svona vinsælt um allan heim,“ sagði Andri. En hvað ætlar hann að fá sér að borða eftir öll þessi hlaup? „Ég er ekki viss um að það verði alveg reglulegir matartímar næstu klukkutímana. Ég fer og lúðra einhverju í mig, og rjóma. Rjómi, sykur og kakó. Drekka lítra af súkkulaðimjólk með rjóma, ég byrja á því,“ sagði Andri léttur. Allt viðtalið við Andra má sjá hér að ofan. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Þetta er ekki fyrir hvern sem er“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hrósar langhlaupurunum þremur sem slógu Íslandsmet í Öskjuhlíð um hádegið í dag, í hástert. Afrekið sé magnað. 6. maí 2024 14:13 Slógu Íslandsmetið saman Þau Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu. Það var falleg stund er þau leiddust yfir línuna. 6. maí 2024 13:35 Bakgarðshlaupið í beinni útsendingu Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fer fram í Öskjuhlíðinni um helgina. Hundruð hlaupara eru skráðir til leiks og munu þeir hlaupa 6,7 kílómetra hring á klukkutímafresti þar til einn hlaupari stendur eftir, sama hvenær það er. 4. maí 2024 08:33 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Andri endaði í 3. sæti keppninnar og náði lengst karla en hann hljóp alls 52 hringi á jafnmörgum klukkustundum, eða 348,4 kílómetra. „Þetta er búið að vera geggjað alveg frá fyrstu mínútu, og ég vona að það hafi sést. Það fer enginn í svona hlaup nema að hann hafi gaman af því,“ sagði Andri hlæjandi við Garp I. Elísabetarson þegar hann hafði lokið keppni. „Það er algengur misskilningur, hjá þeim sem ekki hafa prófað svona, að maður byrji geggjað ferskur á hring eitt og svo smám saman endi maður algjörlega þrotaður, og það dragi af manni á hverjum hring. En þetta er alls ekki þannig. Þetta er upp og niður, eins og lífið. Maður á góða hringi og slæma hringi, og sveiflast upp og niður,“ sagði Andri en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Andri sáttur eftir met í bakgarðshlaupi Hætti eftir mikið sálarstríð: „Flestir sjá eftir því daginn eftir“ En hvað leiddi svo til þess að hann ákvað loksins að láta gott heita, eftir 52 hringi? „Það er oft sagt í svona ultrahlaupum að maður sé ekki góður að reikna. Maður er ekkert rosalega góður í að taka ákvarðanir. Þetta er bara einhver blanda af ýmsum þáttum, líkamlegum og andlegum. Þetta er mikið sálarstríð,“ sagði Andri en hann hætti einum hring eftir að hafa slegið Íslandsmetið, með þeim Mari Järsk og Elísu Kristinsdóttur. Elísa Kristinsdóttir, Mari Järsk og Andri Guðmundsson komu saman í mark þegar þau slógu Íslandsmetið í bakgarðshlaupi.VÍSIR/VILHELM „Við erum búin að vera í verkefni. Það lá fyrir, fyrir 27 tímum, að við værum að fara að reyna að bæta Íslandsmetið. Fyrst vorum við fjögur, og svo hætti Sif að hlaupa eftir þrjátíu hringi. Þá áttum við eftir að hlaupa 21 hring. Þetta er hópvinna. Fólk sér þetta sem einstaklingssport en það er það ekki. Það þarf töluverðan fjölda til að bakgarðshlaup fari langt. Þetta er svo harður húsbóndi þetta hlaup. Það þarf ekki nema hálftíma dýfu til að maður sé „out“. Við ætluðum að gera okkar besta til að slá Íslandsmetið, og svo er þetta búin að vera stöðug vinna í hópnum. Það tókst. Þetta er liðsvinna. Svo er spennufall þegar það næst. Það eru alls konar þættir sem hafa áhrif á þetta [að maður hætti], og flestir sjá eftir því strax daginn eftir. „Af hverju í fjandanum var ég að hætta? Ég hefði alveg getað rúllað einn hring í viðbót, ég var búinn að fara 52. Hversu slæmt var þetta eiginlega orðið?“ Þakklátur fjölskyldu og vinum „Nei, nei, ég er mjög sáttur og bara fullur af þakklæti. Búinn að vera með fjölskylduna hjá mér… eiginkona mína, pabba og vini að „krúa“ mig. Endalaust af vinum sem hafa komið að hvetja og allir peppararnir hjá hinum. Þetta er stórkostlegt og það er alveg ástæða fyrir því að þetta er orðið svona vinsælt um allan heim,“ sagði Andri. En hvað ætlar hann að fá sér að borða eftir öll þessi hlaup? „Ég er ekki viss um að það verði alveg reglulegir matartímar næstu klukkutímana. Ég fer og lúðra einhverju í mig, og rjóma. Rjómi, sykur og kakó. Drekka lítra af súkkulaðimjólk með rjóma, ég byrja á því,“ sagði Andri léttur. Allt viðtalið við Andra má sjá hér að ofan.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Þetta er ekki fyrir hvern sem er“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hrósar langhlaupurunum þremur sem slógu Íslandsmet í Öskjuhlíð um hádegið í dag, í hástert. Afrekið sé magnað. 6. maí 2024 14:13 Slógu Íslandsmetið saman Þau Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu. Það var falleg stund er þau leiddust yfir línuna. 6. maí 2024 13:35 Bakgarðshlaupið í beinni útsendingu Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fer fram í Öskjuhlíðinni um helgina. Hundruð hlaupara eru skráðir til leiks og munu þeir hlaupa 6,7 kílómetra hring á klukkutímafresti þar til einn hlaupari stendur eftir, sama hvenær það er. 4. maí 2024 08:33 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
„Þetta er ekki fyrir hvern sem er“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hrósar langhlaupurunum þremur sem slógu Íslandsmet í Öskjuhlíð um hádegið í dag, í hástert. Afrekið sé magnað. 6. maí 2024 14:13
Slógu Íslandsmetið saman Þau Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu. Það var falleg stund er þau leiddust yfir línuna. 6. maí 2024 13:35
Bakgarðshlaupið í beinni útsendingu Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fer fram í Öskjuhlíðinni um helgina. Hundruð hlaupara eru skráðir til leiks og munu þeir hlaupa 6,7 kílómetra hring á klukkutímafresti þar til einn hlaupari stendur eftir, sama hvenær það er. 4. maí 2024 08:33