Hindraði mann sem ætlaði að komast úr bíl við Bónusbúð Jón Þór Stefánsson skrifar 6. maí 2024 10:16 Atvikið átti sér stað við verslun Bónus í Reykjanesbæ. Þessi mynd sýnir aðra verslun. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna atviks sem átti sér stað í lok janúar á þessu ári. Manninum var gefið að sök að ráðast með ofbeldi að öðrum manni við verslun Bónus í Fitjum í Reykjanesbæ. Maðurinn sem varð fyrir árásinni sat í bílstjórasæti bíls og ætlaði sér úr honum, en árásarmaðurinn hindraði það með því að ýta framhurð bílsins á hann. Þá var árásarmanninum gefið að sök að slá hinn manninn þrisvar í höfuðið á meðan hann sat í bílstjórasætinu. Fyrir vikið hlaut maðurinn sem varð fyrir árásinni ýmsa áverka. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að aka bíl á bílastæði Bónus í Fitjum sviptur ökuréttindum. En það gerðist í desember á síðasta ári. Hann mætti ekki fyrir dóm og voru forföll hans metin til jafns við játningu. Dómnum þótti sannað að maðurinn hefði framið brotin. Hann hefur nokkrum sinnum áður hlotið dóm bæði hérlendis og á Spáni. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 120 þúsund krónur í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Geri hann það ekki þarf hann að sitja í steininum í tíu daga. Þar að auki er honum gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni 330 þúsund krónur í miskabætur og 260 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Manninum var gefið að sök að ráðast með ofbeldi að öðrum manni við verslun Bónus í Fitjum í Reykjanesbæ. Maðurinn sem varð fyrir árásinni sat í bílstjórasæti bíls og ætlaði sér úr honum, en árásarmaðurinn hindraði það með því að ýta framhurð bílsins á hann. Þá var árásarmanninum gefið að sök að slá hinn manninn þrisvar í höfuðið á meðan hann sat í bílstjórasætinu. Fyrir vikið hlaut maðurinn sem varð fyrir árásinni ýmsa áverka. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að aka bíl á bílastæði Bónus í Fitjum sviptur ökuréttindum. En það gerðist í desember á síðasta ári. Hann mætti ekki fyrir dóm og voru forföll hans metin til jafns við játningu. Dómnum þótti sannað að maðurinn hefði framið brotin. Hann hefur nokkrum sinnum áður hlotið dóm bæði hérlendis og á Spáni. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 120 þúsund krónur í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Geri hann það ekki þarf hann að sitja í steininum í tíu daga. Þar að auki er honum gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni 330 þúsund krónur í miskabætur og 260 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira