Svölu og óstöðugu skúralofti beint til landsins Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2024 07:11 Þessi fíni regnbogi beið þeirra sem voru snemma á ferðinni í höfuðborginni í morgun. Vísir/Gunnar Lægð er nú stödd fyrir vestan land og beinir hún svölu og óstöðugu skúralofti til landsins í dag og á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það ætti því ekki að koma á óvart að í sumum skúrunum sjáist haglkorn eða að þeir verði slyddukenndir. Til fjalla megi sömuleiðis búast við snjóéljum. „Skúrirnir ná ekki yfir á norðaustanvert landið, þar verður bjart að mestu og hitinn þar getur skriðið í um eða yfir 10 stig þegar best lætur í sólskininu. Vindur í dag og á morgun verður úr suðri eða suðvestri, á bilinu 5-13 m/s. Á miðvikudag fer lægðin til norðausturs og fjarlægist. Þá verður vindur vestlægari og lægir seinnipartinn. Ákefð skúranna dvínar og verður lítið sem ekkert eftir af þeim um kvöldið. Á fimmtudag er síðan útlit fyrir fremur hægan vind og þurrt og bjart veður víðast hvar á landinu. Ef við rýnum áfram í kortin, þá er á föstudag og um helgina gert ráð fyrir suðlægri átt og rigningu með köflum. Þó loftmassinn sem við búumst við í vikulokin sé rakur, þá er hann jafnframt hlýr. Lítið af rigningunni nær yfir á norðanvert landið og þar hlýnar og gæti hiti farið vel yfir 10 stigin á þeim slóðum í hjúkaþey,“ segir á vef Veðurstofunnar. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Suðvestan 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en bjart með köflum norðaustantil á landinu. Hiti 3 til 11 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi. Á miðvikudag: Vestan 5-13, en lægir seinnipartinn. Léttskýjað, en lítilsháttar skúrir eða slydduél á vestanverðu landinu. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag (uppstigningardagur): Hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn. Á föstudag, laugardag og sunnudag: Suðaustan- og sunnanátt og rigning með köflum, en úrkomulítið norðanlands. Hlýnar í veðri, einkum fyrir norðan. Veður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það ætti því ekki að koma á óvart að í sumum skúrunum sjáist haglkorn eða að þeir verði slyddukenndir. Til fjalla megi sömuleiðis búast við snjóéljum. „Skúrirnir ná ekki yfir á norðaustanvert landið, þar verður bjart að mestu og hitinn þar getur skriðið í um eða yfir 10 stig þegar best lætur í sólskininu. Vindur í dag og á morgun verður úr suðri eða suðvestri, á bilinu 5-13 m/s. Á miðvikudag fer lægðin til norðausturs og fjarlægist. Þá verður vindur vestlægari og lægir seinnipartinn. Ákefð skúranna dvínar og verður lítið sem ekkert eftir af þeim um kvöldið. Á fimmtudag er síðan útlit fyrir fremur hægan vind og þurrt og bjart veður víðast hvar á landinu. Ef við rýnum áfram í kortin, þá er á föstudag og um helgina gert ráð fyrir suðlægri átt og rigningu með köflum. Þó loftmassinn sem við búumst við í vikulokin sé rakur, þá er hann jafnframt hlýr. Lítið af rigningunni nær yfir á norðanvert landið og þar hlýnar og gæti hiti farið vel yfir 10 stigin á þeim slóðum í hjúkaþey,“ segir á vef Veðurstofunnar. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Suðvestan 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en bjart með köflum norðaustantil á landinu. Hiti 3 til 11 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi. Á miðvikudag: Vestan 5-13, en lægir seinnipartinn. Léttskýjað, en lítilsháttar skúrir eða slydduél á vestanverðu landinu. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag (uppstigningardagur): Hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn. Á föstudag, laugardag og sunnudag: Suðaustan- og sunnanátt og rigning með köflum, en úrkomulítið norðanlands. Hlýnar í veðri, einkum fyrir norðan.
Veður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Sjá meira