Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. maí 2024 21:54 U18 landsliðið er á leiðinni til Kína þar sem það mun keppa á heimsmeistaramóti í handbolta. Að taka þátt í slíkri keppni er alls ekki ókeypis, fyrir íslenska liðið að minnsta kosti. Aðsend Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. Jóhanna Gunnlaugsdóttir á dóttur í U18 landsliðinu. Hún segir mikinn heiður fylgja því að vera valin í landsliðið en furðar sig á hinum gríðarlega kostnaði sem því fylgir. Lítill áhugi hjá fyrirtækjum „Þetta er eiginlega ekkert nýtt. Þetta er búið að vera svona í mörg ár,“ segir Jóhanna í samtali við Vísi. Hún áætlar að hingað til hafi keppendur U18 landsliðsins verið að borga í kringum 300 þúsund krónur á ári í keppnisferðir. Hún segir að HSÍ fái árlega styrk til þess að létta undir kostnaðarbyrði en vegna þess að bæði A-landsliðin séu að keppa á bæði EM og HM auk margra af yngri liðunum sé hann fljótur að klárast. „Þannig að HSÍ á bara ekki pening fyrir þessu, fær engan stuðning frá ríkinu til að senda þessa krakka út,“ segir Jóhanna. Kostnaðarbyrðin lendi því á foreldrunum. „Og það virðist vera lítill áhugi hjá fyrirtækjum að styðja við afreksíþróttafólkið okkar, eða alla vega börnin.“ A-landsliðin fái flestalla styrkina. Jóhanna segir sama vandamál viðgangast í fleiri íþróttum, til að mynda körfubolta, fimleikum og frjálsum íþróttum.Aðsend „Mér finnst vera spurning sem samfélagið þarf að spyrja sig að, viljum við í alvörunni koma svona fram við afreksíþróttafólkið okkar?“ segir Jóhanna. U18 landslið kvenna keppir á heimsmeistaramótinu í handbolta í Kína í ágúst. „Það mun kosta okkur sirka 600 þúsund, að senda barnið út. Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið,“ segir Jóhanna. Liðsmennirnir séu að sjálsögðu stoltir, en tíma þeirra sé betur varið í að æfa sig heldur en að selja klósettpappír og pítsudeig í allt sumar. Hún veltir því fyrir sér hversu margir krakkar hafi hætt í handbolta vegna þess kostnaðar sem fylgir því að taka þatt í alþjóðleum mótum. Hún segist vita um mörg dæmi þar sem krakkar sem náð hafa langt í bæði fótbolta og handbolta hafi hætt í handboltanum og snúið sér alfarið að fótboltanum vegna þess að þar séu styrkir fyrir keppnisferðum mun hærri. Handboltinn ekkert einsdæmi „Það vantar inn í umræðuna að við þurfum bara að gera betur sem samfélag. Jú jú, HSÍ getur örugglega gert eitthvað betur en ég held að það myndi alltaf duga frekar skammt. Ég held að þetta snúist meira um stuðning frá ríkinu,“ segir Jóhanna. Hún bendir á að í Noregi þurfi keppendur í U18 liðum ekki að borga sjálfir fyrir slík mót, og fái meira að segja skó til afnota. Í sumum löndum fái keppendur dagpeninga á mótunum. Hún segir tímabært að íslenskt samfélag auki sinn stuðning við afreksíþróttafólk. Það myndi jafnvel stuðla að betri árangri. Þá bendir Jóhanna á að staðan sé sú sama í öðrum íþróttum. „Þetta er alveg eins í körfunni, blakinu, fimleikunum og í frjálsum. Við eigum náttúrlega ótrúlega mikið af geggjuðu íþróttafólki í þessu litla landi og við erum bara ekki að styðja við bakið á þeim. Þannig að það er eiginlega enn ótrúlegra að við séum að ná þessum árangri,“ segir hún að lokum. Handbolti Landslið kvenna í handbolta Íþróttir barna Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
Jóhanna Gunnlaugsdóttir á dóttur í U18 landsliðinu. Hún segir mikinn heiður fylgja því að vera valin í landsliðið en furðar sig á hinum gríðarlega kostnaði sem því fylgir. Lítill áhugi hjá fyrirtækjum „Þetta er eiginlega ekkert nýtt. Þetta er búið að vera svona í mörg ár,“ segir Jóhanna í samtali við Vísi. Hún áætlar að hingað til hafi keppendur U18 landsliðsins verið að borga í kringum 300 þúsund krónur á ári í keppnisferðir. Hún segir að HSÍ fái árlega styrk til þess að létta undir kostnaðarbyrði en vegna þess að bæði A-landsliðin séu að keppa á bæði EM og HM auk margra af yngri liðunum sé hann fljótur að klárast. „Þannig að HSÍ á bara ekki pening fyrir þessu, fær engan stuðning frá ríkinu til að senda þessa krakka út,“ segir Jóhanna. Kostnaðarbyrðin lendi því á foreldrunum. „Og það virðist vera lítill áhugi hjá fyrirtækjum að styðja við afreksíþróttafólkið okkar, eða alla vega börnin.“ A-landsliðin fái flestalla styrkina. Jóhanna segir sama vandamál viðgangast í fleiri íþróttum, til að mynda körfubolta, fimleikum og frjálsum íþróttum.Aðsend „Mér finnst vera spurning sem samfélagið þarf að spyrja sig að, viljum við í alvörunni koma svona fram við afreksíþróttafólkið okkar?“ segir Jóhanna. U18 landslið kvenna keppir á heimsmeistaramótinu í handbolta í Kína í ágúst. „Það mun kosta okkur sirka 600 þúsund, að senda barnið út. Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið,“ segir Jóhanna. Liðsmennirnir séu að sjálsögðu stoltir, en tíma þeirra sé betur varið í að æfa sig heldur en að selja klósettpappír og pítsudeig í allt sumar. Hún veltir því fyrir sér hversu margir krakkar hafi hætt í handbolta vegna þess kostnaðar sem fylgir því að taka þatt í alþjóðleum mótum. Hún segist vita um mörg dæmi þar sem krakkar sem náð hafa langt í bæði fótbolta og handbolta hafi hætt í handboltanum og snúið sér alfarið að fótboltanum vegna þess að þar séu styrkir fyrir keppnisferðum mun hærri. Handboltinn ekkert einsdæmi „Það vantar inn í umræðuna að við þurfum bara að gera betur sem samfélag. Jú jú, HSÍ getur örugglega gert eitthvað betur en ég held að það myndi alltaf duga frekar skammt. Ég held að þetta snúist meira um stuðning frá ríkinu,“ segir Jóhanna. Hún bendir á að í Noregi þurfi keppendur í U18 liðum ekki að borga sjálfir fyrir slík mót, og fái meira að segja skó til afnota. Í sumum löndum fái keppendur dagpeninga á mótunum. Hún segir tímabært að íslenskt samfélag auki sinn stuðning við afreksíþróttafólk. Það myndi jafnvel stuðla að betri árangri. Þá bendir Jóhanna á að staðan sé sú sama í öðrum íþróttum. „Þetta er alveg eins í körfunni, blakinu, fimleikunum og í frjálsum. Við eigum náttúrlega ótrúlega mikið af geggjuðu íþróttafólki í þessu litla landi og við erum bara ekki að styðja við bakið á þeim. Þannig að það er eiginlega enn ótrúlegra að við séum að ná þessum árangri,“ segir hún að lokum.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta Íþróttir barna Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira