„Þetta er ekki boðlegt finnst mér“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2024 07:00 Jón Halldór Eðvaldsson og Matthías Orri Sigurðarson létu gamminn geysa um mál Kane í gær. Stöð 2 Sport Í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gær var farið yfir vinnubrögð KKÍ vegna máls DeAndre Kane leikmanns Grindavíkur. Formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur tjáði sig einnig um málið á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. „Það eru minna enn tuttugu og tvær klukkustundir í leikinn og Pétur Ingvarsson veit ekki hvaða liði hann er að fara að mæta. Jóhann Þór veit ekki hvaða liði hann er að fara að stilla upp,“ sagði Stefán Árni Pálsson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds þegar rætt var um mögulegt leikbann DeAndre Kane leikmanns Grindavíkur í þætti gærkvöldsins. Þeir Stefán Árni, Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson fóru svo yfir málið en DeAndre Kane gæti fengið leikbann vegna hegðunar sinnar eftir að hann var rekinn af velli í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitaeinvígi liðanna í Subway-deildinni. KKÍ hefur enn ekki gefið út hvort Kane verði dæmdur í leikbann en fyrsti leikurinn fór fram á þriðjudaginn. „Ég skil þetta bara ekki. Fyrir mitt litla líf þá bara skil ég ekki að við séum með þessa göfugu íþrótt þar sem allur meðbyr í samfélaginu á Íslandi er með okkur. Við erum búnir að vera með sjónvarpsþátt síðastliðin tíu ár og erum að fjalla um þetta alla daga, við erum með puttann á púlsinum í öllu sem er í gangi. Við erum með lið sem eru að bæta og bæta í, það eru tíu lið sem ætluðu öll að verða Íslandsmeistarar.“ „Svo er bara agnefndin: „Hey strákar, eigum við ekki bara að taka sushi í hádeginu á laugardaginn og aðeins að fara yfir þetta.“ Hvaða rugl er þetta?,“ spurði Jón Halldór þegar umræðan um málið hófst. „Ef ég væri að standa mig svona illa væri löngu búið að reka mig“ „Eins og ég skil þetta þá var Grindavík með andmælarétt þar til miðnættis í gær (fimmtudag) og sendu þá frá sér eitthvað sem KKÍ og aganefnd hafa fengið á borðið sitt þegar þau mæta á skrifstofuna. Það hljóta að vera einhverjar reglur um hvort þetta sé bann eða ekki. Ef þetta er á gráu svæði þá er ekki séns að þú þurfir að skoða þetta í sjö klukkustundir fram og til baka svo einhverjir fimm meðlimir taki ákvörðun um skoðun sem þau hafa á þessu. Takið bara ákvörðun, það er betra fyrir alla,“ sagði Matthías Orri. Ingibergur Þór Jónasson, formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, tjáði sig um málið á Facebook í gærkvöldi og benti á klausu úr regluverki KKÍ þar sem segir að í úrslitakeppni eigi aganefnd að koma saman um leið og atvikaskýrsla berst og kveða upp úrskurð eins fljótt og auðið er. „Enn og aftur og óneitanlega hugsar maður í minni stöðu tilhvers í veröldinni er maður að þræla sér út fyrir svona vitleysu. Það eru ekki margir sem myndu eyða tíma sínum í að stjórna fyrirtæki með allri þessari veltu og fá fyrir það ekkert og standa svo í svona mótlæti því nóg er það fyrir.Ekki gleyma því að það erum við sem greiðum þessu fólki laun sem á að skila betri vinnu en þetta. Ef ég væri að standa mig svona illa þá væri löngu búið að reka mig.“ „Hvar er framkvæmdastjóri KKÍ?“ Í máli Jóns Halldórs í Subway Körfuboltakvöldi kom fram að í greinargerð KKÍ sem sendi til Grindavíkur var leiknúmer DeAndre Kane ekki rétt. „Það er eins og þetta sé unnið með helvítis rassgatinu. Gerum þetta miklu betur,“ bætti Jón Halldór við. Stefán Árni velti því fyrir sér hvort dæma mætti Kane í bann klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en leikur hefst. „Ég skil þetta þannig að aganefnd sé bara með frjálsar hendur, það getur verið að svo sé ekki“ svaraði Matthías þá. „Ef það eru einhverjir verkferlar sem leyfa þeim að taka svona langan tíma og þau ætla að verja sig gagnvart því þá þarf að breyta því strax í dag. Þeir eiga að vera fljótir, skilvirkir og svo bara út með þetta,“ sagði Matthías. „Ef þessir verkferlar eru til staðar, hvar er framkvæmdastjóri KKÍ? Hvar er Hannes vinur minn? Komdu bara í viðtal eða hringdu í viðtal og segðu að ástæðan fyrir því að ekki sé búið að dæma er að það þarf að fylgja þessu, þessu og þessu,“ sagði Jón Halldór. „Þetta er ekki boðlegt finnst mér. Ef ég hef rangt fyrir mér eins og gerist oft þá væri ég til í að KKÍ myndi bara senda frá sér yfirlýsingu að segja hver ástæðan er. Ekki láta alla sem fylgjast með körfubolta hanga í lausu lofti.“ Alla umræðu þremenninganna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um mögulegt leikbann DeAndre Kane Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF KKÍ Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
„Það eru minna enn tuttugu og tvær klukkustundir í leikinn og Pétur Ingvarsson veit ekki hvaða liði hann er að fara að mæta. Jóhann Þór veit ekki hvaða liði hann er að fara að stilla upp,“ sagði Stefán Árni Pálsson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds þegar rætt var um mögulegt leikbann DeAndre Kane leikmanns Grindavíkur í þætti gærkvöldsins. Þeir Stefán Árni, Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson fóru svo yfir málið en DeAndre Kane gæti fengið leikbann vegna hegðunar sinnar eftir að hann var rekinn af velli í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitaeinvígi liðanna í Subway-deildinni. KKÍ hefur enn ekki gefið út hvort Kane verði dæmdur í leikbann en fyrsti leikurinn fór fram á þriðjudaginn. „Ég skil þetta bara ekki. Fyrir mitt litla líf þá bara skil ég ekki að við séum með þessa göfugu íþrótt þar sem allur meðbyr í samfélaginu á Íslandi er með okkur. Við erum búnir að vera með sjónvarpsþátt síðastliðin tíu ár og erum að fjalla um þetta alla daga, við erum með puttann á púlsinum í öllu sem er í gangi. Við erum með lið sem eru að bæta og bæta í, það eru tíu lið sem ætluðu öll að verða Íslandsmeistarar.“ „Svo er bara agnefndin: „Hey strákar, eigum við ekki bara að taka sushi í hádeginu á laugardaginn og aðeins að fara yfir þetta.“ Hvaða rugl er þetta?,“ spurði Jón Halldór þegar umræðan um málið hófst. „Ef ég væri að standa mig svona illa væri löngu búið að reka mig“ „Eins og ég skil þetta þá var Grindavík með andmælarétt þar til miðnættis í gær (fimmtudag) og sendu þá frá sér eitthvað sem KKÍ og aganefnd hafa fengið á borðið sitt þegar þau mæta á skrifstofuna. Það hljóta að vera einhverjar reglur um hvort þetta sé bann eða ekki. Ef þetta er á gráu svæði þá er ekki séns að þú þurfir að skoða þetta í sjö klukkustundir fram og til baka svo einhverjir fimm meðlimir taki ákvörðun um skoðun sem þau hafa á þessu. Takið bara ákvörðun, það er betra fyrir alla,“ sagði Matthías Orri. Ingibergur Þór Jónasson, formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, tjáði sig um málið á Facebook í gærkvöldi og benti á klausu úr regluverki KKÍ þar sem segir að í úrslitakeppni eigi aganefnd að koma saman um leið og atvikaskýrsla berst og kveða upp úrskurð eins fljótt og auðið er. „Enn og aftur og óneitanlega hugsar maður í minni stöðu tilhvers í veröldinni er maður að þræla sér út fyrir svona vitleysu. Það eru ekki margir sem myndu eyða tíma sínum í að stjórna fyrirtæki með allri þessari veltu og fá fyrir það ekkert og standa svo í svona mótlæti því nóg er það fyrir.Ekki gleyma því að það erum við sem greiðum þessu fólki laun sem á að skila betri vinnu en þetta. Ef ég væri að standa mig svona illa þá væri löngu búið að reka mig.“ „Hvar er framkvæmdastjóri KKÍ?“ Í máli Jóns Halldórs í Subway Körfuboltakvöldi kom fram að í greinargerð KKÍ sem sendi til Grindavíkur var leiknúmer DeAndre Kane ekki rétt. „Það er eins og þetta sé unnið með helvítis rassgatinu. Gerum þetta miklu betur,“ bætti Jón Halldór við. Stefán Árni velti því fyrir sér hvort dæma mætti Kane í bann klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en leikur hefst. „Ég skil þetta þannig að aganefnd sé bara með frjálsar hendur, það getur verið að svo sé ekki“ svaraði Matthías þá. „Ef það eru einhverjir verkferlar sem leyfa þeim að taka svona langan tíma og þau ætla að verja sig gagnvart því þá þarf að breyta því strax í dag. Þeir eiga að vera fljótir, skilvirkir og svo bara út með þetta,“ sagði Matthías. „Ef þessir verkferlar eru til staðar, hvar er framkvæmdastjóri KKÍ? Hvar er Hannes vinur minn? Komdu bara í viðtal eða hringdu í viðtal og segðu að ástæðan fyrir því að ekki sé búið að dæma er að það þarf að fylgja þessu, þessu og þessu,“ sagði Jón Halldór. „Þetta er ekki boðlegt finnst mér. Ef ég hef rangt fyrir mér eins og gerist oft þá væri ég til í að KKÍ myndi bara senda frá sér yfirlýsingu að segja hver ástæðan er. Ekki láta alla sem fylgjast með körfubolta hanga í lausu lofti.“ Alla umræðu þremenninganna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um mögulegt leikbann DeAndre Kane
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF KKÍ Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira