Baldur segir niðurstöður nýjustu kannana vonbrigði Lovísa Arnardóttir skrifar 3. maí 2024 14:23 Baldur Þórhallsson segir niðurstöðurnar vonbrigði en að hann finni mikinn meðbyr. vísir/vilhelm Halla Hrund skynjar mikinn meðbyr með sínum gildum, Katrín segir fylgið á mikilli hreyfingu og Baldur segir nýjustu tölur vonbrigði. Öll segja þau það frábært að fá tækifæri til að ferðast um landið til að hitta landann. Samkvæmt niðurstöðum Maskínu myndi Halla Hrund fá 29,4 prósent atkvæða, Katrín 26,8 atkvæða og Baldur 19,9 prósent atkvæða. Alls myndu 36 prósent kjósa Höllu Hrund Logadóttur til forseta Íslands samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt sömu könnun myndu 23 prósent kjósa Katrínu Jakobsdóttur og 19 prósent Baldur Þórhallsson. Þakklát fyrir fylgið „Fyrst og fremst þakklæti frá öllum þeim sem sýna manni stuðning,“ segir Halla Hrund spurð í Pallborðinu um sín fyrstu viðbrögð við miklu fylgi í nýjustu könnunum um forsetakjörið. Hún sé nýkomin frá Akureyri og hún finni mikinn meðbyr. „Auðvitað er kosningabaráttan bara rétt að fara af stað,“ segir Halla Hrund en að hún skynji mikinn meðbyr með þeim gildum sem hún talar fyrir í öllum landshlutum. Að vinna saman að hlutunum og að Ísland fái að vaxa á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Hún segir að með þessu sé líka mikil gleði og það sé mikilvægt fyrir seiglu samfélaga. Fylgið á hreyfingu Katrín segir fjórar ólíkar kannanir hafa komið fram í vikunni. Fylgið sé á hreyfingu og það sé eðlilegt í upphafi baráttunnar. Það sé afar skemmtilegt að ferðast um landið og heyra af mismunandi aðstæðum fólks en líka hvað fólki þykir vænt um embættið. „Landsmönnum þykir vænt um þetta embætti, það er mikilvægt,“ segir Katrín og að fólk eigi eftir að gera upp hug sinn næstu vikurnar. Hún segist sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið síðustu vikur. Vonbrigði Baldur Þórhallsson segir þessar mælingar vonbrigði og að það þurfi að gera betur. Hann hafi eins og aðrir frambjóðendur hafa verið á ferðalagi. Hafi verið að ferðast um Vesturland og Vestfirði síðast. Hann segir 500 stuðningsmenn skráða og margir mæti daglega á kosningaskrifstofuna. Hann sé bjartsýnn á framhaldið. Baldur, Halla Hrund og Katrín eru öll gestir í Pallborðinu sem er nú í beinni. Hægt er að fylgjast með því í fréttinni hér að neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Pallborðið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum Maskínu myndi Halla Hrund fá 29,4 prósent atkvæða, Katrín 26,8 atkvæða og Baldur 19,9 prósent atkvæða. Alls myndu 36 prósent kjósa Höllu Hrund Logadóttur til forseta Íslands samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt sömu könnun myndu 23 prósent kjósa Katrínu Jakobsdóttur og 19 prósent Baldur Þórhallsson. Þakklát fyrir fylgið „Fyrst og fremst þakklæti frá öllum þeim sem sýna manni stuðning,“ segir Halla Hrund spurð í Pallborðinu um sín fyrstu viðbrögð við miklu fylgi í nýjustu könnunum um forsetakjörið. Hún sé nýkomin frá Akureyri og hún finni mikinn meðbyr. „Auðvitað er kosningabaráttan bara rétt að fara af stað,“ segir Halla Hrund en að hún skynji mikinn meðbyr með þeim gildum sem hún talar fyrir í öllum landshlutum. Að vinna saman að hlutunum og að Ísland fái að vaxa á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Hún segir að með þessu sé líka mikil gleði og það sé mikilvægt fyrir seiglu samfélaga. Fylgið á hreyfingu Katrín segir fjórar ólíkar kannanir hafa komið fram í vikunni. Fylgið sé á hreyfingu og það sé eðlilegt í upphafi baráttunnar. Það sé afar skemmtilegt að ferðast um landið og heyra af mismunandi aðstæðum fólks en líka hvað fólki þykir vænt um embættið. „Landsmönnum þykir vænt um þetta embætti, það er mikilvægt,“ segir Katrín og að fólk eigi eftir að gera upp hug sinn næstu vikurnar. Hún segist sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið síðustu vikur. Vonbrigði Baldur Þórhallsson segir þessar mælingar vonbrigði og að það þurfi að gera betur. Hann hafi eins og aðrir frambjóðendur hafa verið á ferðalagi. Hafi verið að ferðast um Vesturland og Vestfirði síðast. Hann segir 500 stuðningsmenn skráða og margir mæti daglega á kosningaskrifstofuna. Hann sé bjartsýnn á framhaldið. Baldur, Halla Hrund og Katrín eru öll gestir í Pallborðinu sem er nú í beinni. Hægt er að fylgjast með því í fréttinni hér að neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Pallborðið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira