Hagnaður Íslandsbanka 5,4 milljarðar á fyrsta fjórðungi Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2024 17:46 Höfðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hagnaðist um 5,4 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Kostnaðarhlutfall bankans hækkar á milli ára og er rétt nær fjárhagslegu markmiði bankans. Hagnaðurinn dróst saman um 600 milljónir króna á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt árshlutareikningi sem Íslandsbanki birti í dag. Arðsemi eigin fjár hans nam 9,8 prósentum á ársgrundvelli borið saman við 11,4 prósent á sama tímabili í fyrra. Eigið fé Íslandsbanka nam 215,7 milljörðum króna í lok fjórðungsins, níu milljörðum minna en í lok síðasta árs. Eiginfjárhlutfall var 23,6 prósent borið saman við 25,3 prósent við lok 2023. Hlutfallið er yfir fjárhagslegu markmiði bankans um að vera með hundrað til þrjú hundruð punkta eiginfjár umfram kröfur eftirlitsaðila. Kostnaðarhlutfall bankans, hlutfall kostnaðar af tekjum, nam 44,9 prósentum á fjórðungnum en markmið hans er að hlutfallið fari ekki umfram 45 prósent. Hlutfallið nam 42,1 prósenti á fyrsta ársfjórðungi 2023. Stjórnunarkostnaður bankans jókst um fimm prósent á milli ára og nam 7,4 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hreinar vaxtatekjur námu 12,1 miljarði króna og drógust saman um 2,4 prósent og hreinar þóknunartekjur lækkuðu um fimm prósent á milli ára. Þær námu 3,3 milljörðum króna á tímabilinu. Útlán til viðskiptavina jukust um 24,9 milljarða króna frá síðasta ársfjórðungi 2023 eða um tvö prósent. Útlán námu 1.248 milljörðum króna við lok ársfjórðungsins. Innlán jukust á sama tíma um 28,9 milljarða króna frá síðasta fjórðungi 2023, um 3,4 prósent. Innlánin numu 880 milljörðum króna við lok fjórðungsins. Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Hagnaðurinn dróst saman um 600 milljónir króna á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt árshlutareikningi sem Íslandsbanki birti í dag. Arðsemi eigin fjár hans nam 9,8 prósentum á ársgrundvelli borið saman við 11,4 prósent á sama tímabili í fyrra. Eigið fé Íslandsbanka nam 215,7 milljörðum króna í lok fjórðungsins, níu milljörðum minna en í lok síðasta árs. Eiginfjárhlutfall var 23,6 prósent borið saman við 25,3 prósent við lok 2023. Hlutfallið er yfir fjárhagslegu markmiði bankans um að vera með hundrað til þrjú hundruð punkta eiginfjár umfram kröfur eftirlitsaðila. Kostnaðarhlutfall bankans, hlutfall kostnaðar af tekjum, nam 44,9 prósentum á fjórðungnum en markmið hans er að hlutfallið fari ekki umfram 45 prósent. Hlutfallið nam 42,1 prósenti á fyrsta ársfjórðungi 2023. Stjórnunarkostnaður bankans jókst um fimm prósent á milli ára og nam 7,4 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hreinar vaxtatekjur námu 12,1 miljarði króna og drógust saman um 2,4 prósent og hreinar þóknunartekjur lækkuðu um fimm prósent á milli ára. Þær námu 3,3 milljörðum króna á tímabilinu. Útlán til viðskiptavina jukust um 24,9 milljarða króna frá síðasta ársfjórðungi 2023 eða um tvö prósent. Útlán námu 1.248 milljörðum króna við lok ársfjórðungsins. Innlán jukust á sama tíma um 28,9 milljarða króna frá síðasta fjórðungi 2023, um 3,4 prósent. Innlánin numu 880 milljörðum króna við lok fjórðungsins.
Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira