Vonar að mamma horfi loksins á hann Valur Páll Eiríksson skrifar 2. maí 2024 14:01 Jak Jones er 44. á heimslista en er kominn í undanúrslit á HM. Getty Óvænt úrslit urðu á heimsmeistaramótinu í snóker í gær og söguleg undanúrslit fram undan. Stórstjörnurnar Ronnie O‘Sullivan og Judd Trump féllu báðir úr leik fyrir andstæðingum sem eru töluvert lægra skrifaðir. Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins voru leikin í Crucible-höllinni í Sheffield í gær og fyrradag en átta manna úrslitin hefjast í dag. Snókeráhugafólk var spennt fyrir möguleikanum á viðureign Judd Trump og Ronnie O‘Sullivan í undanúrslitum mótsins en ekkert varð af því. Stuart Bingham hefur verið feikna sterkur á mótinu og sló meðal annars út Belgann Luca Brecel, ríkjandi heimsmeistara. Frammistaða hans minnir á þá frá 2015 þegar hann fagnaði sigri á HM en síðan þá hefur hann hrunið niður heimslistann og var þar 29. á lista fyrir mótið. Bingham vann 13-10 sigur á O‘Sullivan í gær til að tryggja sætið í undanúrslitum. Trump féll þá einnig úr keppni, fyrir Walesverjanum Jak Jones. Staðan í einvígi þeirra var jöfn 8-8 áður en Jones vann 13-9 sigur. Sá mætir Bingham í undanúrslitum og vonast til að móðir hans sjái hann loks spila á stóra sviðinu. Móðir hann hefur skutlað honum í leiki frá því að Jones varð atvinnumaður 16 ára gamall en hefur aldrei horft á hann spila, hvorki á staðnum né í sjónvarpi. „Hún horfir ekki einu sinni á mig í sjónvarpinu. Hún finnur sér eitthvað að gera, að þrífa húsið eða strauja,“ segir Jones. „Hún getur ekki horft, lætur eins og enginn leikur standi yfir, og bíður svo símtals frá föður mínum um úrslitin. Auðvitað er annað mál þegar maður er kominn í undanúrslit í Crucible, en ég er alveg viss um að hún mun ekki mæta í keppnishöllina,“ bætir hann við. Þeir 16 efstu á heimslista fá ávallt boðsmiða á HM en aðrir þar fyrir neðan fara í gegnum undankeppni í aðdraganda móts. Í fyrsta skipti í sögunni eru þrír utan efstu 16 í undanúrslitum heimsmeistaramótsins. David Gilbert er sá þriðji, á eftir Jones og Bingham, en Gilbert mætir Kyren Wilson (tólfti á heimslista) í undanúrslitum sem hófust eftir hádegið og standa nú yfir á Eurosport sem má nálgast í gegnum vefsjónvarp Stöðvar 2. Snóker Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira
Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins voru leikin í Crucible-höllinni í Sheffield í gær og fyrradag en átta manna úrslitin hefjast í dag. Snókeráhugafólk var spennt fyrir möguleikanum á viðureign Judd Trump og Ronnie O‘Sullivan í undanúrslitum mótsins en ekkert varð af því. Stuart Bingham hefur verið feikna sterkur á mótinu og sló meðal annars út Belgann Luca Brecel, ríkjandi heimsmeistara. Frammistaða hans minnir á þá frá 2015 þegar hann fagnaði sigri á HM en síðan þá hefur hann hrunið niður heimslistann og var þar 29. á lista fyrir mótið. Bingham vann 13-10 sigur á O‘Sullivan í gær til að tryggja sætið í undanúrslitum. Trump féll þá einnig úr keppni, fyrir Walesverjanum Jak Jones. Staðan í einvígi þeirra var jöfn 8-8 áður en Jones vann 13-9 sigur. Sá mætir Bingham í undanúrslitum og vonast til að móðir hans sjái hann loks spila á stóra sviðinu. Móðir hann hefur skutlað honum í leiki frá því að Jones varð atvinnumaður 16 ára gamall en hefur aldrei horft á hann spila, hvorki á staðnum né í sjónvarpi. „Hún horfir ekki einu sinni á mig í sjónvarpinu. Hún finnur sér eitthvað að gera, að þrífa húsið eða strauja,“ segir Jones. „Hún getur ekki horft, lætur eins og enginn leikur standi yfir, og bíður svo símtals frá föður mínum um úrslitin. Auðvitað er annað mál þegar maður er kominn í undanúrslit í Crucible, en ég er alveg viss um að hún mun ekki mæta í keppnishöllina,“ bætir hann við. Þeir 16 efstu á heimslista fá ávallt boðsmiða á HM en aðrir þar fyrir neðan fara í gegnum undankeppni í aðdraganda móts. Í fyrsta skipti í sögunni eru þrír utan efstu 16 í undanúrslitum heimsmeistaramótsins. David Gilbert er sá þriðji, á eftir Jones og Bingham, en Gilbert mætir Kyren Wilson (tólfti á heimslista) í undanúrslitum sem hófust eftir hádegið og standa nú yfir á Eurosport sem má nálgast í gegnum vefsjónvarp Stöðvar 2.
Snóker Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira