Vekjum risann Guðmundur Karl Brynjarsson skrifar 1. maí 2024 20:01 Undanfarin ár hafa umræður um tekjur og gjöld Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífskoðunarfélaga verið reglulega í deiglunni. Kirkjustarf er, eins og flestir landsmenn þekkja afar fjölbreytt og nægir þar að nefna kórastarf, foreldramorgna, sunnudagaskóla, æskulýðsstarf og starf fyrir eldri borgara. Safnaðarstarf, uppbygging og viðhald kirkna er að langstærstu leyti fjármagnað með sóknargjöldum. Sóknargjald er í raun félagsgjald á hvern skráðan meðlim í Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífsskoðunarfélaga. Hið opinbera hefur séð um innheimtu sóknargjaldsins fyrir þeirra hönd síðan árið 1987. Árið 2008 fór að bera á því að hið opinbera hóf einhliða að skerða sóknargjaldið, hið eiginlega félagsgjald. Sú þróun hefur stigmagnast undanfarin ár og hefur þessi skerðing farið frá 6,3% árið 2008 upp í 45,1% skerðingu fyrir árið 2024. Til að setja það í samhengi er staðan í dag er sú að fyrir hverjar 1000 krónur sem trú- og lífsskoðunarfélög landsins ættu að fá í sóknargjöld samkvæmt verðtryggingu samninga fá þau einungis 554 krónur. Lítil sveitasókn sem ætti að fá 1,5 milljónir samkvæmt samningum ber aðeins 823 þúsund úr býtum og munar um minna. Á ferð minni um landið og í samtölum vð sóknarnefndarfólk og hina vígðu stétt ber allt að sama brunni. Sóknir landsins hafa ekki farið varhluta af þessari skerðingu og kemur það jafnt niður að viðhaldi kirkna og safnaðarstarfi. Þyngra er en tárum taki að barnakórar og æskulýðsstarf hefur jafnfvel verið skorið alveg niður víða. Sem biskup þá mun ég beita mér af fullum krafti að leitað verði allra leiða gagnvart hinu opinbera að staðið verði við þá samninga sem eru í gildi varðandi innheimtu og afhendingu sóknargjalda. Enn er ófarin sú leið að "vekja risann", eins og ég vil orða það. Þjóðkirkjan er stærsta félag landsins og telur meirihluta kjósenda þessa lands og er ég með hugmyndir uppi í erminni hvernig það verður útfært. Mestu varðar að við sem tilheyrum þjóðkirkjunni látum í okkur heyra gagnvart hinu opinbera. Sóknargjaldið er langstærsti tekjustofn hverrar kirkju fyrir sig og grundvöllurinn að hægt sé að halda úti þeirri mikilvægu þjónustu sem kirkjan sinnir um allt land. Annað tækifæri er falið í því að hið opinbera hefur opnað á þann möguleika að einstaklingar geta nú notið skattaafsláttar ef verið að styðja fjárhagslega við góðgerðarsamtök sem eru skráð á Almannaheillaskrá. Sóknir Þjóðkirkjunnar sem eru í eðli sínu dags daglega að sinna góðgerðarmálum, geta skráð sig á Almannaheillaskrá og geta einstaklingar stutt þannig við sín góðgerðarmál með beinum hætti og notið góðs af lægri skattálagningu að auki í hlutfalli við þá fjárhæð sem þau styrkja sín málefni. Nái ég kjöri sem biskup þá mun ég leitast við að styðja alla söfnuði landsins við að skrá sig á Almannaheillaskrá og þannig renna frekari fjárhagslegum stoðum undir starf sókna um allt land. Þetta er tækifæri sem við innan Þjóðkirkjunnar eigum sannarlega að grípa og nýta okkur til þess að treysta betur fjárhagsgrunninn svo að kirkjustarfið okkar geti blómstrað enn frekar. Það er réttlætismál að styðja við samninga og að öllu sé sóknargjaldinu skilað til sókna landsins. Það er síðan tækifæri að styðja og styrkja stoðir fjárhagsins að hafa fleiri stoðir undir rekstrinum og mun ég beita mér af fullum krafti, kirkju okkur til heilla, svo að við öll innan kirkjunnar geti notið hins frábæra starfs sem er samofið menningu Íslands frá alda öðli. Höfundur er frambjóðandi til embættis biskups Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa umræður um tekjur og gjöld Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífskoðunarfélaga verið reglulega í deiglunni. Kirkjustarf er, eins og flestir landsmenn þekkja afar fjölbreytt og nægir þar að nefna kórastarf, foreldramorgna, sunnudagaskóla, æskulýðsstarf og starf fyrir eldri borgara. Safnaðarstarf, uppbygging og viðhald kirkna er að langstærstu leyti fjármagnað með sóknargjöldum. Sóknargjald er í raun félagsgjald á hvern skráðan meðlim í Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífsskoðunarfélaga. Hið opinbera hefur séð um innheimtu sóknargjaldsins fyrir þeirra hönd síðan árið 1987. Árið 2008 fór að bera á því að hið opinbera hóf einhliða að skerða sóknargjaldið, hið eiginlega félagsgjald. Sú þróun hefur stigmagnast undanfarin ár og hefur þessi skerðing farið frá 6,3% árið 2008 upp í 45,1% skerðingu fyrir árið 2024. Til að setja það í samhengi er staðan í dag er sú að fyrir hverjar 1000 krónur sem trú- og lífsskoðunarfélög landsins ættu að fá í sóknargjöld samkvæmt verðtryggingu samninga fá þau einungis 554 krónur. Lítil sveitasókn sem ætti að fá 1,5 milljónir samkvæmt samningum ber aðeins 823 þúsund úr býtum og munar um minna. Á ferð minni um landið og í samtölum vð sóknarnefndarfólk og hina vígðu stétt ber allt að sama brunni. Sóknir landsins hafa ekki farið varhluta af þessari skerðingu og kemur það jafnt niður að viðhaldi kirkna og safnaðarstarfi. Þyngra er en tárum taki að barnakórar og æskulýðsstarf hefur jafnfvel verið skorið alveg niður víða. Sem biskup þá mun ég beita mér af fullum krafti að leitað verði allra leiða gagnvart hinu opinbera að staðið verði við þá samninga sem eru í gildi varðandi innheimtu og afhendingu sóknargjalda. Enn er ófarin sú leið að "vekja risann", eins og ég vil orða það. Þjóðkirkjan er stærsta félag landsins og telur meirihluta kjósenda þessa lands og er ég með hugmyndir uppi í erminni hvernig það verður útfært. Mestu varðar að við sem tilheyrum þjóðkirkjunni látum í okkur heyra gagnvart hinu opinbera. Sóknargjaldið er langstærsti tekjustofn hverrar kirkju fyrir sig og grundvöllurinn að hægt sé að halda úti þeirri mikilvægu þjónustu sem kirkjan sinnir um allt land. Annað tækifæri er falið í því að hið opinbera hefur opnað á þann möguleika að einstaklingar geta nú notið skattaafsláttar ef verið að styðja fjárhagslega við góðgerðarsamtök sem eru skráð á Almannaheillaskrá. Sóknir Þjóðkirkjunnar sem eru í eðli sínu dags daglega að sinna góðgerðarmálum, geta skráð sig á Almannaheillaskrá og geta einstaklingar stutt þannig við sín góðgerðarmál með beinum hætti og notið góðs af lægri skattálagningu að auki í hlutfalli við þá fjárhæð sem þau styrkja sín málefni. Nái ég kjöri sem biskup þá mun ég leitast við að styðja alla söfnuði landsins við að skrá sig á Almannaheillaskrá og þannig renna frekari fjárhagslegum stoðum undir starf sókna um allt land. Þetta er tækifæri sem við innan Þjóðkirkjunnar eigum sannarlega að grípa og nýta okkur til þess að treysta betur fjárhagsgrunninn svo að kirkjustarfið okkar geti blómstrað enn frekar. Það er réttlætismál að styðja við samninga og að öllu sé sóknargjaldinu skilað til sókna landsins. Það er síðan tækifæri að styðja og styrkja stoðir fjárhagsins að hafa fleiri stoðir undir rekstrinum og mun ég beita mér af fullum krafti, kirkju okkur til heilla, svo að við öll innan kirkjunnar geti notið hins frábæra starfs sem er samofið menningu Íslands frá alda öðli. Höfundur er frambjóðandi til embættis biskups Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun