Fyrir hverja eru skoðanakannanir? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 1. maí 2024 10:31 Þrátt fyrir að fresturinn sé nýliðinn til að skila inn meðmælum fyrir framboð til forseta þá er baráttan um Bessastaði löngu farin af stað. Frá því að fráfarandi forseti tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann gæfi ekki kost á sér hafa fjölmiðlar keppst um að spá í spilin um næsta forseta og ýmist notað skoðanakannanir sem leiðarvísir í þeirri umræðu. Kannski er ekki rétt að segja að kannanirnar hafi verið leiðarvísir því hvernig komið er fram við frambjóðendur og rætt um þá er nánast eins og hver könnun sé nýjustu niðurstöður úr kosningum fremur en svör kjósenda í úrtaki. Ég get ekki annað séð en að þessi áhersla á skoðanakannanir svona snemma sé varhugasöm og er tilfinningin sú að margir kjósendur séu búnir að ákveða að sumir frambjóðendur eigi ekki möguleika, áður en kosningabaráttan er raunverulega byrjuð. Í fréttatímum er óteljandi tíma eytt í að rýna í þessar skoðanakannanir, í sumum tilfellum er meira að segja gengið svo langt að einungis frambjóðendur sem skora hátt fá umfjöllum og boð í viðtöl. Þetta er eitthvað sem þarfnast endurskoðunar. Það er svo sem ekkert nýtt sem ég er að draga hér fram, lengi hafa verið skiptar skoðanir á skoðanakönnunum og er ekki svo langt síðan að bann við birtingu skoðanakannana viku fyrir kosningar hafi verið nálægt því að rata í lög. Sálfræðileg áhrif kannana eru óumdeilanleg þar sem margir kjósendur vilja ekki “sóa atkvæðinu sínu” og því líklegri til að kjósa frambjóðendur sem skora hátt í könnunum fram yfir þann kost sem þau raunverulega vilji kjósa. Þetta er auðvitað ekki sú þróun sem við viljum sjá. Meðan ég hef fylgst með þessari umræðu undanfarnar vikur og hlustað á tölfræði sérfræðinga rýna í hvað tölurnar raunverulega gefi til kynna þá hefur ein spurningin komið upp í kollinn á mér aftur og aftur: Fyrir hverja eru þessar skoðanakannanir? Það liggur í augum uppi að þetta skapar umræður og er gull fyrir fjölmiðla en hvað gera þessar tölur fyrir mig sem kjósanda? Á það að veita mér fullvissu að heyra að karlmenn á mínum aldri séu líklegri til þess að kjósa frambjóðanda X fremur en frambjóðanda Y? Á það að vera staðfesta fyrir mig um að ég sé að “kjósa rétt” því sá frambjóðandi sem mér líkar við sé að skora hátt? Væri ekki mun gagnlegra fyrir kjósendur að efst á baugi fjölmiðla væru hver séu í framboði og málefnin sem þau standa fyrir? Það er hægt að spyrja sig hver tilgangurinn sé með þessum áherslum á skoðanakannanir því það eina sem slíkt leiðir af sér er að frambjóðendur verði útilokaðir sem möguleikar frá upphafi og höfum við séð það raungerast í þessum kosningum. Því vil ég skora á fjölmiðla að endurskoða þessar áherslur og gefa frambjóðendum jafnara pláss í sinni umfjöllun óháð könnunum. Auðvitað er það á ábyrgð frambjóðenda að koma sér og sínum málefnum á framfæri en ójöfn umfjöllun skapar ójafnan vígvöll. Fjöldi frambjóðenda í ár er ekki neikvæður hlutur heldur sýnir að lýðræði hér á Íslandi er sterkt, fólk trúir því að þeirra rödd megi heyrast og biðla ég því til þeirra sem fjalla um þessi mál að leyfa okkur að heyra beint frá öllum frambjóðendum hvers vegna þau sækist eftir embættinu frekar en að keppast við að koma til okkar túlkunum á skoðanakönnunum þar sem meirihluti svarenda tekur ekki afstöðu. Hjálpum kjósendum að taka upplýstar ákvarðanir og hvetjum fólk til að nýta þann lýðræðislega rétt sem það hefur til að kjósa þann frambjóðanda sem þau vilja, því þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það einungis atkvæðin sem skila sér 1. júní nk. sem telja. Gleðilegar forsetakosningar! Höfundur er Viðskiptastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að fresturinn sé nýliðinn til að skila inn meðmælum fyrir framboð til forseta þá er baráttan um Bessastaði löngu farin af stað. Frá því að fráfarandi forseti tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann gæfi ekki kost á sér hafa fjölmiðlar keppst um að spá í spilin um næsta forseta og ýmist notað skoðanakannanir sem leiðarvísir í þeirri umræðu. Kannski er ekki rétt að segja að kannanirnar hafi verið leiðarvísir því hvernig komið er fram við frambjóðendur og rætt um þá er nánast eins og hver könnun sé nýjustu niðurstöður úr kosningum fremur en svör kjósenda í úrtaki. Ég get ekki annað séð en að þessi áhersla á skoðanakannanir svona snemma sé varhugasöm og er tilfinningin sú að margir kjósendur séu búnir að ákveða að sumir frambjóðendur eigi ekki möguleika, áður en kosningabaráttan er raunverulega byrjuð. Í fréttatímum er óteljandi tíma eytt í að rýna í þessar skoðanakannanir, í sumum tilfellum er meira að segja gengið svo langt að einungis frambjóðendur sem skora hátt fá umfjöllum og boð í viðtöl. Þetta er eitthvað sem þarfnast endurskoðunar. Það er svo sem ekkert nýtt sem ég er að draga hér fram, lengi hafa verið skiptar skoðanir á skoðanakönnunum og er ekki svo langt síðan að bann við birtingu skoðanakannana viku fyrir kosningar hafi verið nálægt því að rata í lög. Sálfræðileg áhrif kannana eru óumdeilanleg þar sem margir kjósendur vilja ekki “sóa atkvæðinu sínu” og því líklegri til að kjósa frambjóðendur sem skora hátt í könnunum fram yfir þann kost sem þau raunverulega vilji kjósa. Þetta er auðvitað ekki sú þróun sem við viljum sjá. Meðan ég hef fylgst með þessari umræðu undanfarnar vikur og hlustað á tölfræði sérfræðinga rýna í hvað tölurnar raunverulega gefi til kynna þá hefur ein spurningin komið upp í kollinn á mér aftur og aftur: Fyrir hverja eru þessar skoðanakannanir? Það liggur í augum uppi að þetta skapar umræður og er gull fyrir fjölmiðla en hvað gera þessar tölur fyrir mig sem kjósanda? Á það að veita mér fullvissu að heyra að karlmenn á mínum aldri séu líklegri til þess að kjósa frambjóðanda X fremur en frambjóðanda Y? Á það að vera staðfesta fyrir mig um að ég sé að “kjósa rétt” því sá frambjóðandi sem mér líkar við sé að skora hátt? Væri ekki mun gagnlegra fyrir kjósendur að efst á baugi fjölmiðla væru hver séu í framboði og málefnin sem þau standa fyrir? Það er hægt að spyrja sig hver tilgangurinn sé með þessum áherslum á skoðanakannanir því það eina sem slíkt leiðir af sér er að frambjóðendur verði útilokaðir sem möguleikar frá upphafi og höfum við séð það raungerast í þessum kosningum. Því vil ég skora á fjölmiðla að endurskoða þessar áherslur og gefa frambjóðendum jafnara pláss í sinni umfjöllun óháð könnunum. Auðvitað er það á ábyrgð frambjóðenda að koma sér og sínum málefnum á framfæri en ójöfn umfjöllun skapar ójafnan vígvöll. Fjöldi frambjóðenda í ár er ekki neikvæður hlutur heldur sýnir að lýðræði hér á Íslandi er sterkt, fólk trúir því að þeirra rödd megi heyrast og biðla ég því til þeirra sem fjalla um þessi mál að leyfa okkur að heyra beint frá öllum frambjóðendum hvers vegna þau sækist eftir embættinu frekar en að keppast við að koma til okkar túlkunum á skoðanakönnunum þar sem meirihluti svarenda tekur ekki afstöðu. Hjálpum kjósendum að taka upplýstar ákvarðanir og hvetjum fólk til að nýta þann lýðræðislega rétt sem það hefur til að kjósa þann frambjóðanda sem þau vilja, því þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það einungis atkvæðin sem skila sér 1. júní nk. sem telja. Gleðilegar forsetakosningar! Höfundur er Viðskiptastjóri
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun