„Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 29. apríl 2024 17:24 Landskjörstjórn hefur úrskurðað að nafn Viktors Traustasonar verði ekki á kjörseðlinum þann fyrsta júní. Vísir/Vilhelm Viktor Traustason vill meina að meðmælalistar hans til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands uppfylli öll skilyrði og furðar sig á því að Landskjörstjórn hafi komist að annari niðurstöðu. Greint var frá því í morgun að tvö forsetaframboð af þeim þrettán sem skiluðu inn meðmælalistum hefðu verið úrskurðuð ógild. Áðurnefndur Viktor og Kári Vilmundarson Hansen verða ekki á kjörseðlinum í komandi forsetakosningum. Viktor segist hafa sent úrskurðarnefnd kosningamála tilkynningu um að hann ætli að kæra niðurstöðu landskjörstjórnar og þau úrskurðarorð sem hann fékk. Berglind Svavarsdóttir, formaður úrskurðarnefndar kosningamála staðfestir í samtali við fréttastofu að kæran hafi borist. Í tilkynningu sem Viktor hefur sent fjölmiðlum segist hann hafa þurft að lesa úrskurð landskjörstjórnar „í kyrrþey til þess að átta mig á innihaldinu.” Þar segist hann hafa skilað inn á annað þúsund undirskriftum á blöðum, en þær allar úrskurðaðar ógildar. Að sögn Viktors er ástæðan sú að meðmælendur hans rituðu nafn, kennitölu og dagsetningu, þegar hið rétta væri að rita nafn, kennitölu, og lögheimili. Viktor hafi þó endað með 69 gildar undirskriftir, en þær voru allar rafrænar. „Stjórnarskráin gefur fyrirmæli um kjörgengi til forseta, meðal annars um lágmarksaldur og meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna. Ég taldi mig hafa uppfyllt hvort skilyrði. Fleira segir stjórnarskráin ekki en setur þann varnagla að með lögum megi setja nánari reglur. Það var gert árið 1945 með lögum um framboð og kjör til forseta Íslands en Alþingi hefur síðan fellt þessi lög úr gildi en setti engin önnur lög í staðin,“ segir Viktor í tilkynningu sinni og segist því telja að listarnir sem hann skilaði inn hafi uppfyllt öll skilyrði. „Ég tel því að meðmælalistar mínir uppfylli öll skilyrði sem stjórnarskrá lýðveldisins setur um kjörgengi til forseta,“ segir hann. „Í úrskurði Landskjörstjórnar segir að sömu reglur gildi um forsetakjör og gilda um alþingis- og sveitastjórnarkjör en ég hafna því enda segir í ákvæðinu sem Landskjörstjórn vísar í að ráðherra setur reglugerð um form og efni framboðslista.“ Viktor gefur lítið fyrir lögfræðiþekkingu Landskjörstjórnar og vill meina að stjórnarskráin hafi verið beygð í úrskurði hennar. „Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu ef þau telja að stjórnarskráin verði beygð með þeim hætti sem hún gerir í úrskurði sínum,“ segir hann. „Það er einfaldlega lagaþurrð hvað lögheimilisskilyrðið varðar og þess vegna á stjórnarskráin að gilda og meðmælalistar mínir teknir fullgildir.“ Þar að auki segir Viktor að Landskjörstjórn hafi ekki gefið honum færi á að lagfæra sína meðmælalista hans, en aðrir frambjóðendur fengu það hins vegar. Þar segir Viktor að kjörstjórnin hafi brotið gróflega gegn jafnræðisreglu. Fékk ekki að lagfæra listana „Það má einnig geta þess að Landskjörstjórn braut gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina í að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleirum en aldrei var haft samband við mig varðandi nein vandamál á mínum listum.“ Hér má sjá viðtal við Viktor frá því á föstudag þegar hann skilaði inn listunum. Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, tjáði sig um þau tvö framboð sem hefðu verið dæmd ógild í morgun. Hún sagði annað framboðið ekki hafa uppfyllt skilyrði laga um meðmælendalista, heimilisföng og kennitölur meðmælenda hafi skort og verulega hafi vantað upp á fjölda meðmælenda. Hitt framboðið hafi aðeins skilað inn níu undirskriftum meðmælenda. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu hennar sagði að ekkert kæmi fram í tilkynningu Viktors um hvort hann hyggðist kæra úrskurð Landskjörstjórnar. Hann sendi í kjölfarið annað skeyti þar sem hann segist hafa gert úrskurðarnefnd kosningamála viðvart um að hann hyggist kæra niðurstöðuna. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Greint var frá því í morgun að tvö forsetaframboð af þeim þrettán sem skiluðu inn meðmælalistum hefðu verið úrskurðuð ógild. Áðurnefndur Viktor og Kári Vilmundarson Hansen verða ekki á kjörseðlinum í komandi forsetakosningum. Viktor segist hafa sent úrskurðarnefnd kosningamála tilkynningu um að hann ætli að kæra niðurstöðu landskjörstjórnar og þau úrskurðarorð sem hann fékk. Berglind Svavarsdóttir, formaður úrskurðarnefndar kosningamála staðfestir í samtali við fréttastofu að kæran hafi borist. Í tilkynningu sem Viktor hefur sent fjölmiðlum segist hann hafa þurft að lesa úrskurð landskjörstjórnar „í kyrrþey til þess að átta mig á innihaldinu.” Þar segist hann hafa skilað inn á annað þúsund undirskriftum á blöðum, en þær allar úrskurðaðar ógildar. Að sögn Viktors er ástæðan sú að meðmælendur hans rituðu nafn, kennitölu og dagsetningu, þegar hið rétta væri að rita nafn, kennitölu, og lögheimili. Viktor hafi þó endað með 69 gildar undirskriftir, en þær voru allar rafrænar. „Stjórnarskráin gefur fyrirmæli um kjörgengi til forseta, meðal annars um lágmarksaldur og meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna. Ég taldi mig hafa uppfyllt hvort skilyrði. Fleira segir stjórnarskráin ekki en setur þann varnagla að með lögum megi setja nánari reglur. Það var gert árið 1945 með lögum um framboð og kjör til forseta Íslands en Alþingi hefur síðan fellt þessi lög úr gildi en setti engin önnur lög í staðin,“ segir Viktor í tilkynningu sinni og segist því telja að listarnir sem hann skilaði inn hafi uppfyllt öll skilyrði. „Ég tel því að meðmælalistar mínir uppfylli öll skilyrði sem stjórnarskrá lýðveldisins setur um kjörgengi til forseta,“ segir hann. „Í úrskurði Landskjörstjórnar segir að sömu reglur gildi um forsetakjör og gilda um alþingis- og sveitastjórnarkjör en ég hafna því enda segir í ákvæðinu sem Landskjörstjórn vísar í að ráðherra setur reglugerð um form og efni framboðslista.“ Viktor gefur lítið fyrir lögfræðiþekkingu Landskjörstjórnar og vill meina að stjórnarskráin hafi verið beygð í úrskurði hennar. „Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu ef þau telja að stjórnarskráin verði beygð með þeim hætti sem hún gerir í úrskurði sínum,“ segir hann. „Það er einfaldlega lagaþurrð hvað lögheimilisskilyrðið varðar og þess vegna á stjórnarskráin að gilda og meðmælalistar mínir teknir fullgildir.“ Þar að auki segir Viktor að Landskjörstjórn hafi ekki gefið honum færi á að lagfæra sína meðmælalista hans, en aðrir frambjóðendur fengu það hins vegar. Þar segir Viktor að kjörstjórnin hafi brotið gróflega gegn jafnræðisreglu. Fékk ekki að lagfæra listana „Það má einnig geta þess að Landskjörstjórn braut gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina í að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleirum en aldrei var haft samband við mig varðandi nein vandamál á mínum listum.“ Hér má sjá viðtal við Viktor frá því á föstudag þegar hann skilaði inn listunum. Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, tjáði sig um þau tvö framboð sem hefðu verið dæmd ógild í morgun. Hún sagði annað framboðið ekki hafa uppfyllt skilyrði laga um meðmælendalista, heimilisföng og kennitölur meðmælenda hafi skort og verulega hafi vantað upp á fjölda meðmælenda. Hitt framboðið hafi aðeins skilað inn níu undirskriftum meðmælenda. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu hennar sagði að ekkert kæmi fram í tilkynningu Viktors um hvort hann hyggðist kæra úrskurð Landskjörstjórnar. Hann sendi í kjölfarið annað skeyti þar sem hann segist hafa gert úrskurðarnefnd kosningamála viðvart um að hann hyggist kæra niðurstöðuna.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira