Sveinn til Kolstad og vill ólmur læra af Gullerud Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 16:30 Sveinn Jóhannsson spilar með Kolstad á næstu leiktíð. Kolstad Handball Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson verður einn af þremur Íslendingum hjá norska stórliðinu Kolstad á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir samning þess efnis. Kolstad hefur unnið allt sem hægt er að vinna síðustu misseri í Noregi, og getur tryggt sig inn í úrslitaeinvígið um norska meistaratitilinn með sigri gegn Drammen í dag. Auk þess spilar liðið í Meistaradeild Evrópu og það heillaði Svein, sem kemur til félagsins í sumar frá Minden í þýsku 2. deildinni. „Ég varð strax áhugasamur. Ég var búinn að heyra um þetta verkefni í Kolstad og þann hóp klassaleikmanna sem hér er. Það eru aðstæður sem ég vil gjarnan reyna mig í. Þegar möguleikinn gefst á að spila með hópi afar góðra leikmanna og í Meistaradeild Evrópu þá er ég mjög áhugasamur,“ sagði Sveinn við heimasíðu Kolstad. Hjá félaginu hittir hann fyrir fyrirliðann Sigvalda Björn Guðjónsson, sem í vetur skrifaði undir nýjan samning til sex ára við Kolstad. Auk þess bætist Benedikt Gunnar Óskarsson í hópinn frá Val í sumar. Janus Daði Smárason, sem líkt og Sigvaldi hefur spilað með Sveini í íslenska landsliðinu, var svo í Kolstad þar til hann fór til Magdeburg síðasta sumar. Sveinn var spurður hvort hann hefði rætt við Janus og Sigvalda: „Nei, það gerði ég reyndar ekki. Þetta gerðist það hratt. Það var eiginlega ekki tími til að spyrja. En þegar þetta tækifæri gafst þá vildi ég bara grípa það,“ sagði Sveinn sem skrifaði undir samning sem gildir til eins árs. Ber mikla virðingu fyrir Gullerud Hann flytur ásamt konu sinni til Þrándheims í sumar, eftir að tímabilinu lýkur í Þýskalandi, og þau fara svo í stutt frí til Íslands áður en nýtt tímabil hefst í Noregi. Sveinn var spurður um hlutverk sitt hjá Kolstad, hvort hann gæti spilað bæði í sókn og vörn, og ljóst er að hann ber mikla virðingu fyrir norska línumanninum Magnus Gullerud sem leikur með Kolstad. Svo skemmtilega vill til að hann var líkt og Sveinn einnig leikmaður Minden á sínum tíma. „Ég get spilað á báðum endum vallarins og ég vonast til að leggja mitt af mörkum bæði sem sóknar- og varnarmaður. Ég er samt með línumann „fyrir framan mig“ í Gullerud sem er afar góður línumaður og einnig góður varnarmaður. Ég sé fyrir mér að hann verði minn lærifaðir. Ég hef heyrt marga góða hluti um hann og hlakka til að læra af honum,“ sagði Sveinn. Norski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
Kolstad hefur unnið allt sem hægt er að vinna síðustu misseri í Noregi, og getur tryggt sig inn í úrslitaeinvígið um norska meistaratitilinn með sigri gegn Drammen í dag. Auk þess spilar liðið í Meistaradeild Evrópu og það heillaði Svein, sem kemur til félagsins í sumar frá Minden í þýsku 2. deildinni. „Ég varð strax áhugasamur. Ég var búinn að heyra um þetta verkefni í Kolstad og þann hóp klassaleikmanna sem hér er. Það eru aðstæður sem ég vil gjarnan reyna mig í. Þegar möguleikinn gefst á að spila með hópi afar góðra leikmanna og í Meistaradeild Evrópu þá er ég mjög áhugasamur,“ sagði Sveinn við heimasíðu Kolstad. Hjá félaginu hittir hann fyrir fyrirliðann Sigvalda Björn Guðjónsson, sem í vetur skrifaði undir nýjan samning til sex ára við Kolstad. Auk þess bætist Benedikt Gunnar Óskarsson í hópinn frá Val í sumar. Janus Daði Smárason, sem líkt og Sigvaldi hefur spilað með Sveini í íslenska landsliðinu, var svo í Kolstad þar til hann fór til Magdeburg síðasta sumar. Sveinn var spurður hvort hann hefði rætt við Janus og Sigvalda: „Nei, það gerði ég reyndar ekki. Þetta gerðist það hratt. Það var eiginlega ekki tími til að spyrja. En þegar þetta tækifæri gafst þá vildi ég bara grípa það,“ sagði Sveinn sem skrifaði undir samning sem gildir til eins árs. Ber mikla virðingu fyrir Gullerud Hann flytur ásamt konu sinni til Þrándheims í sumar, eftir að tímabilinu lýkur í Þýskalandi, og þau fara svo í stutt frí til Íslands áður en nýtt tímabil hefst í Noregi. Sveinn var spurður um hlutverk sitt hjá Kolstad, hvort hann gæti spilað bæði í sókn og vörn, og ljóst er að hann ber mikla virðingu fyrir norska línumanninum Magnus Gullerud sem leikur með Kolstad. Svo skemmtilega vill til að hann var líkt og Sveinn einnig leikmaður Minden á sínum tíma. „Ég get spilað á báðum endum vallarins og ég vonast til að leggja mitt af mörkum bæði sem sóknar- og varnarmaður. Ég er samt með línumann „fyrir framan mig“ í Gullerud sem er afar góður línumaður og einnig góður varnarmaður. Ég sé fyrir mér að hann verði minn lærifaðir. Ég hef heyrt marga góða hluti um hann og hlakka til að læra af honum,“ sagði Sveinn.
Norski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira