Klopp: Verð hamingjusamur ef rétt ákvörðun er tekin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2024 19:15 Klopp kveður Liverpool að leiktíðinni lokinni. EPA-EFE/ANDY RAIN Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var heldur súr eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fyrr í dag. Hann ræddi við fjölmiðla um leikinn og mögulegan arftaka sinn, Arne Slot. „Að sjálfsögðu ekki, eina liðið sem var líklegt til að vinna leik dagsins vorum við. Við vorum með algera stjórn á leiknum,“ sagði Klopp aðspurður hvort eitt stig væri nóg úr leik dagsins. „Þetta var fjórði leikurinn á tíu dögum, það er erfitt og við þurftum að berjast í gegnum leikinn. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en okkur skorti áræðni og að ná góðri stjórn á leiknum. Svo fengum við mark á okkur upp úr þurru.“ „Þegar við komum út í seinni hálfleikinn vorum við tilbúnir að snúa leiknum okkur í hag, það var mjög jákvætt. Við skoruðum snemma, vorum með fullkomna stjórn á leiknum, fengum færi til að bæta við en fengum svo aftur á okkur mark upp úr þurru.“ „Þetta er svolítið sama sagan undanfarnar vikur. Hefur ekki verið frábært, sérstaklega ekki gegn Everton. Aðrir leikir hafa verið virkilega góðir en við höfum ekki klárað þá. Í fótbolta geta hlutir litið allt öðruvísi út, ef við nýtum helming færa okkar í dag er leikurinn búinn,“ sagði Klopp um leik dagsins þar sem Liverpool var með xG (vænt mörk) upp á 1.74. „Það eru enn þrír leikir eftir og ef þú spyrð mig þá myndum við elska að vinna þá alla. Í dag var ekki frábær dagur fyrir Liverpool, við fengum urmul færa, við vorum mjög óheppnir, heppnin var einfaldlega ekki til staðar. Við vitum að það er okkur að kenna, við erum ekki að kenna neinum öðrum um. Nú tekur við endurheimt og við höldum áfram.“ Klopp var að því virðist ekki spurður út í rifrildi sitt við Mohamed Salah sem hóf leik dagsins á bekknum. Nánar um það hér að neðan. Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni Salah eftir rifrildið við Klopp: „Ef ég tala mun allt loga“ Klopp var hins vegar spurður út í alla þá ungu leikmenn sem hafa fengið tækifæri undir hans stjórn. „Ég veit ekkert hverju ég verð stoltur af. Sem stendur er ég ekki að hugsa um það, ég sagði fyrir mörgum vikum og mánuðum að ég væri mjög ánægður fyrir hönd hópsins. Hann á bjarta framtíð fyrir sér, það er allt sem þú þarft í honum. Augljóslega er ekki slæmt að fá inn nýja rödd til að fá alla strákana til að róa í sömu átt.“ Um Arne Slot „Ég þekki hann ekki persónulega og get aðeins talað um hann út frá því sem ég hef séð af liðinu hans, Feyenoord. Það er mjög gott fótboltalið og hann er án efa mjög góður þjálfari. Ég verð mjög glaður fyrir hönd félagsins ef þetta gengur upp. Að ég sé hamingjusamur er ekki mikilvægt, það er annað fólk sem tekur ákvarðanirnar og ef þau taka réttar ákvarðanir verð ég hamingjusamur,“ sagði Klopp að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
„Að sjálfsögðu ekki, eina liðið sem var líklegt til að vinna leik dagsins vorum við. Við vorum með algera stjórn á leiknum,“ sagði Klopp aðspurður hvort eitt stig væri nóg úr leik dagsins. „Þetta var fjórði leikurinn á tíu dögum, það er erfitt og við þurftum að berjast í gegnum leikinn. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en okkur skorti áræðni og að ná góðri stjórn á leiknum. Svo fengum við mark á okkur upp úr þurru.“ „Þegar við komum út í seinni hálfleikinn vorum við tilbúnir að snúa leiknum okkur í hag, það var mjög jákvætt. Við skoruðum snemma, vorum með fullkomna stjórn á leiknum, fengum færi til að bæta við en fengum svo aftur á okkur mark upp úr þurru.“ „Þetta er svolítið sama sagan undanfarnar vikur. Hefur ekki verið frábært, sérstaklega ekki gegn Everton. Aðrir leikir hafa verið virkilega góðir en við höfum ekki klárað þá. Í fótbolta geta hlutir litið allt öðruvísi út, ef við nýtum helming færa okkar í dag er leikurinn búinn,“ sagði Klopp um leik dagsins þar sem Liverpool var með xG (vænt mörk) upp á 1.74. „Það eru enn þrír leikir eftir og ef þú spyrð mig þá myndum við elska að vinna þá alla. Í dag var ekki frábær dagur fyrir Liverpool, við fengum urmul færa, við vorum mjög óheppnir, heppnin var einfaldlega ekki til staðar. Við vitum að það er okkur að kenna, við erum ekki að kenna neinum öðrum um. Nú tekur við endurheimt og við höldum áfram.“ Klopp var að því virðist ekki spurður út í rifrildi sitt við Mohamed Salah sem hóf leik dagsins á bekknum. Nánar um það hér að neðan. Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni Salah eftir rifrildið við Klopp: „Ef ég tala mun allt loga“ Klopp var hins vegar spurður út í alla þá ungu leikmenn sem hafa fengið tækifæri undir hans stjórn. „Ég veit ekkert hverju ég verð stoltur af. Sem stendur er ég ekki að hugsa um það, ég sagði fyrir mörgum vikum og mánuðum að ég væri mjög ánægður fyrir hönd hópsins. Hann á bjarta framtíð fyrir sér, það er allt sem þú þarft í honum. Augljóslega er ekki slæmt að fá inn nýja rödd til að fá alla strákana til að róa í sömu átt.“ Um Arne Slot „Ég þekki hann ekki persónulega og get aðeins talað um hann út frá því sem ég hef séð af liðinu hans, Feyenoord. Það er mjög gott fótboltalið og hann er án efa mjög góður þjálfari. Ég verð mjög glaður fyrir hönd félagsins ef þetta gengur upp. Að ég sé hamingjusamur er ekki mikilvægt, það er annað fólk sem tekur ákvarðanirnar og ef þau taka réttar ákvarðanir verð ég hamingjusamur,“ sagði Klopp að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira