Halla Hrund mælist með mest fylgi allra frambjóðenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2024 18:33 Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi milli kannana. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni. Könnun Maskínu fór fram dagana 22. til 26. apríl og svarendur voru 1072. Halla Hrund, sem hefur verið mikill hástökkvari milli kannana upp á síðkastið, mælist nú efst allra frambjóðenda með rétt rúmlega 26 prósenta fylgi. Hún mældist með 10,5 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu 18. apríl og bætir þannig við sig tæpum sextán prósentum. Halla Hrund tekur fram úr Katrínu og Baldri í nýrri könnun Maskínu. Munurinn á þeim þremur er þó ekki marktækur.Vísir/Sara Halla Hrund var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við könnun Maskínu: Katrín Jakobsdóttir mælist með næstmest fylgi, 25,4 prósent, og Baldur Þórhallsson er þriðji með 21,2 prósent fylgi. Jón Gnarr kemur þar á eftir með 15,2 prósent en aðrir frambjóðendur eru talsvert langt á eftir; Halla Tómasdóttir næst með 4,1 prósent og Arnar Þór Jónsson með 3,3 prósent. Ekki er marktækur munur á stuðningi við þau Höllu Hrund, Katrínu og Baldur en munurinn er hins vegar marktækur á Baldri og Jóni Gnarr. Vísir/Hjalti Halla Hrund nýtur nokkuð afgerandi stuðnings meðal kjósenda Flokks fólksins og Miðflokksins; rúm 35 prósent beggja flokka styðja hana, samkvæmt könnuninni. Þá er hún einnig vinsælust meðal Pírata. Katrín nýtur mest fylgis meðal Framsóknarmanna, er með næstum fjörutíu prósenta fylgi þeirra, og Sjálfstæðismenn eru einnig hallastir undir Katrínu. Hún nýtur enn fremur afgerandi stuðnings síns gamla flokks, rúm sextíu prósent kjósenda Vinstri grænna myndu kjósa hana. Baldur fær svo mest fylgi hjá kjósendum Samfylkingar, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. 25. apríl 2024 19:13 Halla Hrund fjórfaldar fylgi sitt á milli kannanna Halla Hrund Logadóttir mælist með sextán prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í fyrri Þjóðarpúlsi mældist hún aðeins með fjögur prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi og bætir lítillega við sig, fer úr 30 í 31 prósent. 23. apríl 2024 14:07 Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. 22. apríl 2024 19:41 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Könnun Maskínu fór fram dagana 22. til 26. apríl og svarendur voru 1072. Halla Hrund, sem hefur verið mikill hástökkvari milli kannana upp á síðkastið, mælist nú efst allra frambjóðenda með rétt rúmlega 26 prósenta fylgi. Hún mældist með 10,5 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu 18. apríl og bætir þannig við sig tæpum sextán prósentum. Halla Hrund tekur fram úr Katrínu og Baldri í nýrri könnun Maskínu. Munurinn á þeim þremur er þó ekki marktækur.Vísir/Sara Halla Hrund var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við könnun Maskínu: Katrín Jakobsdóttir mælist með næstmest fylgi, 25,4 prósent, og Baldur Þórhallsson er þriðji með 21,2 prósent fylgi. Jón Gnarr kemur þar á eftir með 15,2 prósent en aðrir frambjóðendur eru talsvert langt á eftir; Halla Tómasdóttir næst með 4,1 prósent og Arnar Þór Jónsson með 3,3 prósent. Ekki er marktækur munur á stuðningi við þau Höllu Hrund, Katrínu og Baldur en munurinn er hins vegar marktækur á Baldri og Jóni Gnarr. Vísir/Hjalti Halla Hrund nýtur nokkuð afgerandi stuðnings meðal kjósenda Flokks fólksins og Miðflokksins; rúm 35 prósent beggja flokka styðja hana, samkvæmt könnuninni. Þá er hún einnig vinsælust meðal Pírata. Katrín nýtur mest fylgis meðal Framsóknarmanna, er með næstum fjörutíu prósenta fylgi þeirra, og Sjálfstæðismenn eru einnig hallastir undir Katrínu. Hún nýtur enn fremur afgerandi stuðnings síns gamla flokks, rúm sextíu prósent kjósenda Vinstri grænna myndu kjósa hana. Baldur fær svo mest fylgi hjá kjósendum Samfylkingar, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. 25. apríl 2024 19:13 Halla Hrund fjórfaldar fylgi sitt á milli kannanna Halla Hrund Logadóttir mælist með sextán prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í fyrri Þjóðarpúlsi mældist hún aðeins með fjögur prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi og bætir lítillega við sig, fer úr 30 í 31 prósent. 23. apríl 2024 14:07 Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. 22. apríl 2024 19:41 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. 25. apríl 2024 19:13
Halla Hrund fjórfaldar fylgi sitt á milli kannanna Halla Hrund Logadóttir mælist með sextán prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í fyrri Þjóðarpúlsi mældist hún aðeins með fjögur prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi og bætir lítillega við sig, fer úr 30 í 31 prósent. 23. apríl 2024 14:07
Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. 22. apríl 2024 19:41