Rekin vinalega á brott en vonast til að fá að vera áfram Árni Sæberg skrifar 26. apríl 2024 10:40 Frá uppsetningu tjaldbúðanna í gær. Kjartan Sveinn er fremstur hægra megin. Hópur háskólanema kom saman í veðurblíðunni í gærkvöldi og sló upp tjöldum fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu. Lögregla vísaði hópnum á brott en forsvarsmaður hans segir það hafa verið gert af mestu vinsemd. Greint var frá því í morgun að lögregla hefði haft afskipti af fólki sem hafði slegið upp tjaldbúðum í leyfisleysi. Ekki var greint frá því í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar hvar tjöldin var að finna en um var að ræða samkomutjald og fimm svefntjöld. „Lögregla ræddi við forsvarsmann tjaldbúðanna sem gátu ekki framvísað tilsettu leyfi frá Reykjarvíkurborg,“ sagði í yfirliti lögreglu. Sá forsvarsmaður er Kjartan Sveinn Guðmundsson. Hann segir þó í samtali við fréttastofu að ekki sé um neinn formlegan félagsskap. Hann hafi einfaldlega vilja njóta blíðunnar á sumardaginn fyrsta og því hóað saman fólki á samfélagsmiðlum. „Það lá í dauðafæri að slá tvær flugur í einu höggi, halda smá partý með góðu fólki, hittast, og á sama tíma reyna að vekja smá athygli á góðum málstað.“ Krefjast þess að skólinn hætti samstarfi við háskólann í Tel Aviv Að sögn Kjartans Sveins eru kröfur þeirra sem mættu í tjaldbúðirnar tvíþættar. Annars vegar að Háskóli Íslands hefji akademíska sniðgöngu á Ísrael og fordæmi þjóðarmorð Ísraels á palestínsku þjóðinni og eyðileggingu háskóla og menntastofnana á Gasa. Hópurinn var við skólann til um klukkan 02 í nótt. Hins vegar að ríkisstjórn Íslands stöðvi brottvísanir palestínks fólks á flótta og að Ísland beiti sér fyrir málstað Palestínu á alþjóðavettvangi og viðskiptabann verði sett á Ísrael. Þá segir hann að Háskóli Íslands eigi sem stendur í samstarfi við háskólann í Tel Aviv. Tjöldin fengu að vera Kjartan Sveinn segir að þrátt fyrir að lögregla hafi haft afskipti af hópnum í nótt hafi samskipti við lögreglu verið mjög góð. „Auðvitað skilur maður ef við erum að planta okkur niður á einhverri lóð og tjalda að hún kíki við. En þetta hafa verið mjög jákvæð samskipti hingað til. Sem áður segir var hópnum vísað á brott af svæðinu í nótt en tjaldbúðirnar standa enn. Kjartan Sveinn segist munu ganga á fund stjórnenda háskólans til þess að freista þess að fá leyfi fyrir því að halda samkomutjaldinu á lóðinni. Þar myndi hann bjóða samnemendum sínum upp á kaffi í prófatörninni sem er í fullum gangi. Þessi hundur mætti til stuðnings Palestínu. „Ég veit ekki hvort við myndum vera að slá upp tjöldum til að gista í lengur. En það er samt auðvitað skellur, af því að það er mjög fínt að vera nær Þjóðarbókhlöðunni og Stúdentakjallaranum.“ Viðbrögðin ytra kyndi undir mótmælin Kjartan Sveinn segir mótmælin vera að erlendri fyrirmynd en slík mótmæli hafa verið mjög áberandi undanfarnar vikur. Ekki síst í Bandaríkjunum þar sem legið hefur við óeirðum víða þar sem skóla- og lögregluyfirvöld hafa reynt að stemma stigu við mótmælaöldunni. Þessi mynd var tekin á skólalóð Harvard-háskóla í Boston í gær.Sigurbjörn Edvardsson „Það sem er svolítið sorglegt við það er hversu gífurlega harkalegar móttökur það hefur fengið. Það er búið að handtaka mörg hundruð stúdenta fyrir það að tjalda. Við höfum ekki lent í því enn þá, ég efast um að við munum gera það. En út af því að þessi mjög svo harkalegu viðbrögð áttu sér stað, þá hefur þessari hreyfingu, og svona gjörningum, vaxið gífurlega mikið á síðustu vikum. Háskólar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skóla- og menntamál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Greint var frá því í morgun að lögregla hefði haft afskipti af fólki sem hafði slegið upp tjaldbúðum í leyfisleysi. Ekki var greint frá því í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar hvar tjöldin var að finna en um var að ræða samkomutjald og fimm svefntjöld. „Lögregla ræddi við forsvarsmann tjaldbúðanna sem gátu ekki framvísað tilsettu leyfi frá Reykjarvíkurborg,“ sagði í yfirliti lögreglu. Sá forsvarsmaður er Kjartan Sveinn Guðmundsson. Hann segir þó í samtali við fréttastofu að ekki sé um neinn formlegan félagsskap. Hann hafi einfaldlega vilja njóta blíðunnar á sumardaginn fyrsta og því hóað saman fólki á samfélagsmiðlum. „Það lá í dauðafæri að slá tvær flugur í einu höggi, halda smá partý með góðu fólki, hittast, og á sama tíma reyna að vekja smá athygli á góðum málstað.“ Krefjast þess að skólinn hætti samstarfi við háskólann í Tel Aviv Að sögn Kjartans Sveins eru kröfur þeirra sem mættu í tjaldbúðirnar tvíþættar. Annars vegar að Háskóli Íslands hefji akademíska sniðgöngu á Ísrael og fordæmi þjóðarmorð Ísraels á palestínsku þjóðinni og eyðileggingu háskóla og menntastofnana á Gasa. Hópurinn var við skólann til um klukkan 02 í nótt. Hins vegar að ríkisstjórn Íslands stöðvi brottvísanir palestínks fólks á flótta og að Ísland beiti sér fyrir málstað Palestínu á alþjóðavettvangi og viðskiptabann verði sett á Ísrael. Þá segir hann að Háskóli Íslands eigi sem stendur í samstarfi við háskólann í Tel Aviv. Tjöldin fengu að vera Kjartan Sveinn segir að þrátt fyrir að lögregla hafi haft afskipti af hópnum í nótt hafi samskipti við lögreglu verið mjög góð. „Auðvitað skilur maður ef við erum að planta okkur niður á einhverri lóð og tjalda að hún kíki við. En þetta hafa verið mjög jákvæð samskipti hingað til. Sem áður segir var hópnum vísað á brott af svæðinu í nótt en tjaldbúðirnar standa enn. Kjartan Sveinn segist munu ganga á fund stjórnenda háskólans til þess að freista þess að fá leyfi fyrir því að halda samkomutjaldinu á lóðinni. Þar myndi hann bjóða samnemendum sínum upp á kaffi í prófatörninni sem er í fullum gangi. Þessi hundur mætti til stuðnings Palestínu. „Ég veit ekki hvort við myndum vera að slá upp tjöldum til að gista í lengur. En það er samt auðvitað skellur, af því að það er mjög fínt að vera nær Þjóðarbókhlöðunni og Stúdentakjallaranum.“ Viðbrögðin ytra kyndi undir mótmælin Kjartan Sveinn segir mótmælin vera að erlendri fyrirmynd en slík mótmæli hafa verið mjög áberandi undanfarnar vikur. Ekki síst í Bandaríkjunum þar sem legið hefur við óeirðum víða þar sem skóla- og lögregluyfirvöld hafa reynt að stemma stigu við mótmælaöldunni. Þessi mynd var tekin á skólalóð Harvard-háskóla í Boston í gær.Sigurbjörn Edvardsson „Það sem er svolítið sorglegt við það er hversu gífurlega harkalegar móttökur það hefur fengið. Það er búið að handtaka mörg hundruð stúdenta fyrir það að tjalda. Við höfum ekki lent í því enn þá, ég efast um að við munum gera það. En út af því að þessi mjög svo harkalegu viðbrögð áttu sér stað, þá hefur þessari hreyfingu, og svona gjörningum, vaxið gífurlega mikið á síðustu vikum.
Háskólar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skóla- og menntamál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira