Innivist er mikilvægasti þátturinn við hönnun íbúða! Ásta Logadóttir skrifar 26. apríl 2024 07:31 Þegar íbúðir eru hannaðar þarf að sjá til þess að skapa gott umhverfi svo að íbúar fái tækifæri til að þrífast og dafna inni í íbúðinni. Raunin sýnir að innivistarþættir svo sem dagsljós, raflýsing, loftgæði, hiti og hljóðvist eru almennt metin sem afgangsstærðir í hönnun íbúða og einnig að útsýni er fyrirfram frátekið fyrir þá efnameiri. Við erum að mörgu leyti orðin meðvituð um heilsuna okkar, t.d. hvað varðar matarræði, hreyfingu, svefn og útiveru en raunin sýnir samt að við dveljum mestmegnis tíma okkar innandyra og því þarf að tryggja heilsusamlegt umhverfi á heimilinu sem og í öðrum byggingum. Innivist snýr að lýðheilsu. Ef við hlúum ekki að forvörnum í formi umhverfis, næringu, hreyfingu og svefns þá kostar það okkur heilsuna og það er dýrt fyrir okkur sem manneskjur hvort sem það er andlega eða líkamlega heilsan sem verður fyrir barðinu. Einnig kostar það samfélagið okkar að standa að kostnaði og vinnu við að lagfæra það sem betur hefði mátt fara í hönnuninni. Innivistarþættirnir hafa misjöfn áhrif á okkur. Til dæmis hafa hiti, ljós og loftgæði áhrif á frammistöðu okkar í dagsins önn . Hver vill ekki vakna ferskur á morgnana eftir góðan svefn í góðu umhverfi og byrja daginn sprækur og ferskur? Ljósið hefur einnig áhrif á dægursveifluna okkar og því er hægt að stuðla að góðum svefnvenjum með ljósi. Í mesta kuldanum á veturna er rakastig í íbúðum alltof lágt á Íslandi og því getur það valdið húð- og slímhúðaróþægindum. Útsýni sem nær langt dregur úr streytu og svo hefur hljóðvist til dæmis áhrif á einbeitingu. Meginhluti þeirra íbúða sem verið er að byggja í dag skiptast upp í tvo hópa. Það er hópurinn sem fær útsýnið og góðu innivistina og svo er það hinn hópurinn sem situr eftir í skugganum af góðu íbúðum. Þessi aðgreining er rétt að byrja á þéttingarreitum sveitarfélaganna. Það stefnir allt í meiri og meiri aðgreiningu á milli þeirra sem fá forsendurnar til að lifa heilbrigðu lífi og þeirra sem ekki fá forsendur til að lifa heilbrigðu lífi í sínum íbúðum. Þessi aðgreining mun ekki breytast af sjálfu sér. Ef við viljum gefa íbúum þessa lands forsendur til að þrífast og dafna í íbúðunum sínum þá þarf að taka til hendinni og þora að gera eitthvað í málunum. Eins og staðan er í dag eru flestar íbúðir ekki byggðar með heilsu íbúa að leiðarljósi. Markaðurinn stýrir framboði íbúða og því selst allt sem til er þegar eftirspurnin er mikil, algjörlega óháð gæðum íbúðanna. Þegar hægist á eftirspurn myndast ekki fleiri möguleikar fyrir íbúðarkaupendur, því aðeins standa eftir þær afgangsíbúðir sem ekki seldust í síðustu uppsveiflu. Niðurstaðan er að núverandi ástand virkar ekki. Breytum þessu, köstum okkur út í að prófa eitthvað nýtt. Lærum af þeim sem hefur tekist vel til. Prófum okkur áfram, þorum að mistakast og læra af því. Staðan í dag er sú að við erum að upplifa mistök fyrri ákvarðana og það er ekki nógu gott að staðnast í mistökunum – af þeim þarf að læra og reyna að gera betur næst. Draumurinn væri að þéttbýlustu sveitarfélögin byðu uppá þétta, spennandi og skemmtilega byggð með íbúðum þar sem forsendur væru til staðar fyrir íbúa til að þrífast og dafna. Mikið útsýni, gott dagsljós, góð hljóðvist, gott hitastig og góð loftgæði í allar íbúðir takk! Höfundur er PhD verkfræðingur hjá Lotu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar íbúðir eru hannaðar þarf að sjá til þess að skapa gott umhverfi svo að íbúar fái tækifæri til að þrífast og dafna inni í íbúðinni. Raunin sýnir að innivistarþættir svo sem dagsljós, raflýsing, loftgæði, hiti og hljóðvist eru almennt metin sem afgangsstærðir í hönnun íbúða og einnig að útsýni er fyrirfram frátekið fyrir þá efnameiri. Við erum að mörgu leyti orðin meðvituð um heilsuna okkar, t.d. hvað varðar matarræði, hreyfingu, svefn og útiveru en raunin sýnir samt að við dveljum mestmegnis tíma okkar innandyra og því þarf að tryggja heilsusamlegt umhverfi á heimilinu sem og í öðrum byggingum. Innivist snýr að lýðheilsu. Ef við hlúum ekki að forvörnum í formi umhverfis, næringu, hreyfingu og svefns þá kostar það okkur heilsuna og það er dýrt fyrir okkur sem manneskjur hvort sem það er andlega eða líkamlega heilsan sem verður fyrir barðinu. Einnig kostar það samfélagið okkar að standa að kostnaði og vinnu við að lagfæra það sem betur hefði mátt fara í hönnuninni. Innivistarþættirnir hafa misjöfn áhrif á okkur. Til dæmis hafa hiti, ljós og loftgæði áhrif á frammistöðu okkar í dagsins önn . Hver vill ekki vakna ferskur á morgnana eftir góðan svefn í góðu umhverfi og byrja daginn sprækur og ferskur? Ljósið hefur einnig áhrif á dægursveifluna okkar og því er hægt að stuðla að góðum svefnvenjum með ljósi. Í mesta kuldanum á veturna er rakastig í íbúðum alltof lágt á Íslandi og því getur það valdið húð- og slímhúðaróþægindum. Útsýni sem nær langt dregur úr streytu og svo hefur hljóðvist til dæmis áhrif á einbeitingu. Meginhluti þeirra íbúða sem verið er að byggja í dag skiptast upp í tvo hópa. Það er hópurinn sem fær útsýnið og góðu innivistina og svo er það hinn hópurinn sem situr eftir í skugganum af góðu íbúðum. Þessi aðgreining er rétt að byrja á þéttingarreitum sveitarfélaganna. Það stefnir allt í meiri og meiri aðgreiningu á milli þeirra sem fá forsendurnar til að lifa heilbrigðu lífi og þeirra sem ekki fá forsendur til að lifa heilbrigðu lífi í sínum íbúðum. Þessi aðgreining mun ekki breytast af sjálfu sér. Ef við viljum gefa íbúum þessa lands forsendur til að þrífast og dafna í íbúðunum sínum þá þarf að taka til hendinni og þora að gera eitthvað í málunum. Eins og staðan er í dag eru flestar íbúðir ekki byggðar með heilsu íbúa að leiðarljósi. Markaðurinn stýrir framboði íbúða og því selst allt sem til er þegar eftirspurnin er mikil, algjörlega óháð gæðum íbúðanna. Þegar hægist á eftirspurn myndast ekki fleiri möguleikar fyrir íbúðarkaupendur, því aðeins standa eftir þær afgangsíbúðir sem ekki seldust í síðustu uppsveiflu. Niðurstaðan er að núverandi ástand virkar ekki. Breytum þessu, köstum okkur út í að prófa eitthvað nýtt. Lærum af þeim sem hefur tekist vel til. Prófum okkur áfram, þorum að mistakast og læra af því. Staðan í dag er sú að við erum að upplifa mistök fyrri ákvarðana og það er ekki nógu gott að staðnast í mistökunum – af þeim þarf að læra og reyna að gera betur næst. Draumurinn væri að þéttbýlustu sveitarfélögin byðu uppá þétta, spennandi og skemmtilega byggð með íbúðum þar sem forsendur væru til staðar fyrir íbúa til að þrífast og dafna. Mikið útsýni, gott dagsljós, góð hljóðvist, gott hitastig og góð loftgæði í allar íbúðir takk! Höfundur er PhD verkfræðingur hjá Lotu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun