„Eins og að fá hníf í bakið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 09:30 Jutta Leerdam hefur unnið mörg verðlaun á alþjóðlegum stórmótum. Getty/Dean Mouhtaropoulos Ein þekktasta skautakona heims er án félags eftir að lið hennar ákvað að hætta samstarfi við hana. Jutta Leerdam, sem hefur unnið verðlaun á bæði heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, og hún segir í viðtali við hollenska stórblaðið De Telegraaf að félagið hafi komið sér að óvörum með því að gefa þetta út með þeim hætti sem þeir gerðu. Hún er ekki sátt við það. Leerdam hefur verið í sviðsljósinu í mörg ár en hún hefur nýtt sér samfélagsmiðla vel til að sýna frá lífi sínu sem afreksíþróttakonan. Nú er framtíð hennar í uppnámi eftir að ljóst hvað að hún yfirgefur félag sitt Jumbo-Visma. Fréttin um Juttu Leerdam í Sportbladet.@Sportbladet „Við höfðum hugað að áframhaldandi samstarfi en við erum ekki á sama stað og hún þegar kemur að því að velja þá leið sem er réttast að fara í átt að því að ná árangri. Við ákváðum því í síðustu viku að enda samstarfið,“ sagði í tilkynningu frá Jumbo-Visma. Jutta Leerdam notaði samfélagsmiðilinn Instagram til að segja sína hlið á fréttunum. „Ég mun ekki keppa í gulu treyjunni á næsta tímabili. Ég þarf að gera breytingar á þessu stigi á mínum ferli. Síðustu vikur hafa verið mér erfiðar og ég þarf að hugsa um marga hluti enda nú bara tvö ár í Ólympíuleikana,“ skrifaði Jutta Leerdam. „Ég hef alltaf fylgt minni innri sannfæringu og því sem hjartað segir mér að gera næst. Ég vil þakka stuðningsaðilum mínum, þjálfurum, liðsfélögum og Jac sjúkraþjálfara. Ég hef notið hverrar stundar með ykkur en nú er kominn tími fyrir eitthvað nýtt,“ skrifaði Leerdam. Blaðamaður De Telegraaf heyrði líka í henni hljóðið og hún var mjög ósátt með það hvernig Jumbo-Visma liðið setti fréttirnar í loftið. „Hvernig þetta var sett fram. Þetta var eins og að fá hníf í bakið,“ sagði Leerdam. Leerdam hefur unnið Ólympíusilfur og fimm gull á heimsmeistaramótum. Hún hefur alls unnið ellefu verðlaun á alþjóðlegum stórmótum. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Of falleg saga til að vera ekki skrifað í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Sjá meira
Jutta Leerdam, sem hefur unnið verðlaun á bæði heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, og hún segir í viðtali við hollenska stórblaðið De Telegraaf að félagið hafi komið sér að óvörum með því að gefa þetta út með þeim hætti sem þeir gerðu. Hún er ekki sátt við það. Leerdam hefur verið í sviðsljósinu í mörg ár en hún hefur nýtt sér samfélagsmiðla vel til að sýna frá lífi sínu sem afreksíþróttakonan. Nú er framtíð hennar í uppnámi eftir að ljóst hvað að hún yfirgefur félag sitt Jumbo-Visma. Fréttin um Juttu Leerdam í Sportbladet.@Sportbladet „Við höfðum hugað að áframhaldandi samstarfi en við erum ekki á sama stað og hún þegar kemur að því að velja þá leið sem er réttast að fara í átt að því að ná árangri. Við ákváðum því í síðustu viku að enda samstarfið,“ sagði í tilkynningu frá Jumbo-Visma. Jutta Leerdam notaði samfélagsmiðilinn Instagram til að segja sína hlið á fréttunum. „Ég mun ekki keppa í gulu treyjunni á næsta tímabili. Ég þarf að gera breytingar á þessu stigi á mínum ferli. Síðustu vikur hafa verið mér erfiðar og ég þarf að hugsa um marga hluti enda nú bara tvö ár í Ólympíuleikana,“ skrifaði Jutta Leerdam. „Ég hef alltaf fylgt minni innri sannfæringu og því sem hjartað segir mér að gera næst. Ég vil þakka stuðningsaðilum mínum, þjálfurum, liðsfélögum og Jac sjúkraþjálfara. Ég hef notið hverrar stundar með ykkur en nú er kominn tími fyrir eitthvað nýtt,“ skrifaði Leerdam. Blaðamaður De Telegraaf heyrði líka í henni hljóðið og hún var mjög ósátt með það hvernig Jumbo-Visma liðið setti fréttirnar í loftið. „Hvernig þetta var sett fram. Þetta var eins og að fá hníf í bakið,“ sagði Leerdam. Leerdam hefur unnið Ólympíusilfur og fimm gull á heimsmeistaramótum. Hún hefur alls unnið ellefu verðlaun á alþjóðlegum stórmótum.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Of falleg saga til að vera ekki skrifað í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Sjá meira