Infantino: Stórkostlegt að hitta Þorvald Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 11:00 Það fór mjög vel á með Þorvaldi Örlygssyni og Gianni Infantino í París. KSÍ Þorvaldur Örlygsson, nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, átti sinn fyrsta fund með Gianni Infantino, forseta FIFA, í París á þriðjudag. Alþjóða knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Íslands sögð bæði frá fundinum á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að þeir félagar hafi meðal annars rætt A landslið karla og kvenna og umsókn KSÍ um að taka þátt í Talent Development Scheme. Með Talent Development Scheme vill FIFA hjálpa aðildarsamböndum sínum að ná hámarksárangri og tryggja að allir hæfileikaríkir leikmenn eigi möguleika á að þróast og verða uppgötvaðir. Langtímamarkmið áætlunarinnar er að hækka rána í A landsliðum karla og kvenna. Þeir Þorvaldur og Gianni ræddu einnig innviði í Laugardalnum. „Við töluðum um eitt af okkar mikilvægustu málefnum sem eru vallarmál. Það er frábær byrjun fyrir okkur að fá stuðning frá Infantino forseta FIFA, að heyra að hann sé viljugur til að styðja við verkefni eins og þetta,“ sagði Þorvaldur í frétt á heimasíðu KSÍ. Infantino afhenti líka Þorvaldur sérmerkta veifu þar sem má finna nafn þeirra beggja og dagsetningu fundarins. „Það var stórkostlegt að hitta forseta Knattspyrnusambands Íslands, Þorvald Örlygsson, í París og ég óskaði honum til hamingju með kosningu sína á dögunum,“ sagði Gianni Infantino á Instagram síðu sinni. „Allir hafa tekið eftir góðum árangri landsliða Íslands á síðustu árum og ég mjög ánægður með að Knattspyrnusamband Íslands sé tilbúið að stíga skrefin til að halda áfram að ná góðum árangri í framtíðinni með því að huga vel að yngri flokka starfinu,“ sagði Infantino. „Örlygsson forseti er fyrrum landsliðsmaður sjálfur og hann þekkir vel mikilvægi þess að byrja strax í grasrótunum. Umsókn Íslands um að taka þátt í Talent Development Scheme er risaskref í rétt átt,“ sagði Infantino. Alþjóða knattspyrnusambandið sýndi fundinum líka áhuga og nánar má lesa um fund þeirra Þorvaldar og Infantino á heimasíðu FIFA. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino) FIFA KSÍ Fótbolti Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Íslands sögð bæði frá fundinum á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að þeir félagar hafi meðal annars rætt A landslið karla og kvenna og umsókn KSÍ um að taka þátt í Talent Development Scheme. Með Talent Development Scheme vill FIFA hjálpa aðildarsamböndum sínum að ná hámarksárangri og tryggja að allir hæfileikaríkir leikmenn eigi möguleika á að þróast og verða uppgötvaðir. Langtímamarkmið áætlunarinnar er að hækka rána í A landsliðum karla og kvenna. Þeir Þorvaldur og Gianni ræddu einnig innviði í Laugardalnum. „Við töluðum um eitt af okkar mikilvægustu málefnum sem eru vallarmál. Það er frábær byrjun fyrir okkur að fá stuðning frá Infantino forseta FIFA, að heyra að hann sé viljugur til að styðja við verkefni eins og þetta,“ sagði Þorvaldur í frétt á heimasíðu KSÍ. Infantino afhenti líka Þorvaldur sérmerkta veifu þar sem má finna nafn þeirra beggja og dagsetningu fundarins. „Það var stórkostlegt að hitta forseta Knattspyrnusambands Íslands, Þorvald Örlygsson, í París og ég óskaði honum til hamingju með kosningu sína á dögunum,“ sagði Gianni Infantino á Instagram síðu sinni. „Allir hafa tekið eftir góðum árangri landsliða Íslands á síðustu árum og ég mjög ánægður með að Knattspyrnusamband Íslands sé tilbúið að stíga skrefin til að halda áfram að ná góðum árangri í framtíðinni með því að huga vel að yngri flokka starfinu,“ sagði Infantino. „Örlygsson forseti er fyrrum landsliðsmaður sjálfur og hann þekkir vel mikilvægi þess að byrja strax í grasrótunum. Umsókn Íslands um að taka þátt í Talent Development Scheme er risaskref í rétt átt,“ sagði Infantino. Alþjóða knattspyrnusambandið sýndi fundinum líka áhuga og nánar má lesa um fund þeirra Þorvaldar og Infantino á heimasíðu FIFA. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino)
FIFA KSÍ Fótbolti Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira