Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2024 14:56 Teikning af Voyager 1 ferðast á milli stjarnanna. Geimfarið er í um 24 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni, hátt í ljósdag. NASA/JPL-Caltech Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. NASA hafði hvorki fengið nothæf gögn um ástand og stöðu Voyager 1 né vísindaathuganir þess frá því í nóvember. Leiðangursstjórn gat engu að síður séð að geimfarið tók enn við skipunum hennar og starfaði að öðru leyti eðlilega. Voyager 1 og systurfarið Voyager 2 eru fjarlægustu manngerðu hlutirnir í alheiminum. Þeim var skotið á loft til þess að kanna ytra sólkerfið árið 1977. Voyager 1 er fyrsta geimfarið sem kemst út í geiminn á milli stjarnanna (e. interstellar space). Í ljós kom að tölvukubbur í einum af þremur tölvum geimfarsins hefði bilað. Tölvan sér um að búa um vísinda- og kerfisgögn áður en þau eru send til jarðar. Engin leið var til þess að gera við kubbinn. Til þess að komast í kringum það fundu verkfræðingar leiðangursins leið til þess að færa tölvukóða sem var geymdur á kubbnum annað í tölvunni. Þeir þurftu hins vegar að dreifa kóðanum um mismunandi hluta tölvunnar þar sem enginn einn staður gat hýst hann. Dreifðu kóðanum um tölvuna Uppfærslan var send Voyager 1 á fimmtudag, 18. apríl. Útvarpsmerkið tók um það bil tuttugu og tvær og hálfa klukkustund að ná til geimfarsins sem er í um það bil 24 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Næst þegar leiðangursstjórnin heyrði frá geimfarinu, að öðrum tæpum sólarhring liðnum, á laugardag 20. apríl fékk hún loksins stöðuuppfærslu um ástand geimfarsins. Til stendur að uppfæra tölvuna frekar á næstu vikum til þess að vísindagögn geimfarsins skili sér sömuleiðis, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu JPL-rannsóknarstofunar NASA sem smíðaði geimfarið. Vísindamenn og verkfræðingar Voyager 1 voru himinlifandi þegar þeir gátu loksins kannað ástand geimfarsins eftir fimm mánaða bið um helgina.NASA/JPL-Caltech Upphaflega ætluð til fimm ára Voyager-geimförin kjarnorkuknúnu flugu bæði fram hjá Júpíter og Satúrnusi og Voyager 2 hélt áfram fram hjá Úranusi og Neptúnusi. Leiðangur þeirra var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni til annarrar. Upphaflega voru geimförin aðeins smíðuð til þess að endast í fimm ár. Verkfræðingum tókst hins vegar að forrita þau upp á nýtt til þess að auka getu þeirra og lengja líftíma. Þau hafa nú verið starfandi í hátt í hálfa öld. Fleiri geimför hafa síðan sótt Júpíter og Satúrnus heim en Voyager 2 er enn þann dag í eina geimfarið sem hefur kannað Úranus, Neptúnus og tungl þeirra. Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
NASA hafði hvorki fengið nothæf gögn um ástand og stöðu Voyager 1 né vísindaathuganir þess frá því í nóvember. Leiðangursstjórn gat engu að síður séð að geimfarið tók enn við skipunum hennar og starfaði að öðru leyti eðlilega. Voyager 1 og systurfarið Voyager 2 eru fjarlægustu manngerðu hlutirnir í alheiminum. Þeim var skotið á loft til þess að kanna ytra sólkerfið árið 1977. Voyager 1 er fyrsta geimfarið sem kemst út í geiminn á milli stjarnanna (e. interstellar space). Í ljós kom að tölvukubbur í einum af þremur tölvum geimfarsins hefði bilað. Tölvan sér um að búa um vísinda- og kerfisgögn áður en þau eru send til jarðar. Engin leið var til þess að gera við kubbinn. Til þess að komast í kringum það fundu verkfræðingar leiðangursins leið til þess að færa tölvukóða sem var geymdur á kubbnum annað í tölvunni. Þeir þurftu hins vegar að dreifa kóðanum um mismunandi hluta tölvunnar þar sem enginn einn staður gat hýst hann. Dreifðu kóðanum um tölvuna Uppfærslan var send Voyager 1 á fimmtudag, 18. apríl. Útvarpsmerkið tók um það bil tuttugu og tvær og hálfa klukkustund að ná til geimfarsins sem er í um það bil 24 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Næst þegar leiðangursstjórnin heyrði frá geimfarinu, að öðrum tæpum sólarhring liðnum, á laugardag 20. apríl fékk hún loksins stöðuuppfærslu um ástand geimfarsins. Til stendur að uppfæra tölvuna frekar á næstu vikum til þess að vísindagögn geimfarsins skili sér sömuleiðis, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu JPL-rannsóknarstofunar NASA sem smíðaði geimfarið. Vísindamenn og verkfræðingar Voyager 1 voru himinlifandi þegar þeir gátu loksins kannað ástand geimfarsins eftir fimm mánaða bið um helgina.NASA/JPL-Caltech Upphaflega ætluð til fimm ára Voyager-geimförin kjarnorkuknúnu flugu bæði fram hjá Júpíter og Satúrnusi og Voyager 2 hélt áfram fram hjá Úranusi og Neptúnusi. Leiðangur þeirra var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni til annarrar. Upphaflega voru geimförin aðeins smíðuð til þess að endast í fimm ár. Verkfræðingum tókst hins vegar að forrita þau upp á nýtt til þess að auka getu þeirra og lengja líftíma. Þau hafa nú verið starfandi í hátt í hálfa öld. Fleiri geimför hafa síðan sótt Júpíter og Satúrnus heim en Voyager 2 er enn þann dag í eina geimfarið sem hefur kannað Úranus, Neptúnus og tungl þeirra.
Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35