Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. apríl 2024 22:36 Hún segir að rústa sé verið íslenskri náttúru fyrir vellystingar í Noregi. Vísir/Samsett Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. Katrín Oddsdóttir, lögmaður landeigandans, segir kvíar sem Arctic Sea Farm hafa þegar komið fyrir í Djúpinu vera í bullandi ólögmæti og að lögbannsbeiðnin sé lokaúrræði til að „hrista þessa íslensku stjórnsýslu til lífs“ svo hægt sé að koma náttúrunni til bjargar. Stærð landareignarinnar vanmetin Samkvæmt umfjöllum BB stefnir Arctic Sea Farm að því að setja út 1 ti 1,5 milljón seiða af frjóum eldislaxi í maí næstkomandi í kvíastæði við Sandeyri en fyrirtækið fékk rekstrarleyfi frá Matvælastofnun í síðasta mánuði. Á sama tíma fékk fyrirtækið leyfi fyrir kvíastæðum við Arnarnes og Kirkjusund. Áætluð eldissvæði Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi.MAST Katrín segir stjórnsýsluna ekki hafa tekið mið af netlögunum við veitingu leyfanna. „Það er búið að vanmeta algjörlega hversu langt landið hans nær út í sjó og fyrir vikið búið að heimila sjókvíaeldi inni á hans eignarjörð sem er galið því hann er alfarið á móti þessu,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Katrín segir landeigandann hafa keypt landið til að verja tíma í friði og ró en enginn hafi hlustað á mótbárur hans við framkvæmdunum. Landeigendur á svæðinu í kring hafi einnig mótmælt fyrirhuguðum sjókvíum. „Gígantísk frekja“ Í lögbannsbeiðninni koma fram helstu ástæður þess að Katrín og skjólstæðingur hennar telja aðgerðir Arctic Sea Farm ólögmætar. Ásamt því að sjókvíarnar liggi að þeirra mati inni á jarðeign landeigandans telja þau að verði af áformum um sjókvíar á svæðinu komi það til með að ógna siglingaöryggi. Sandeyrarsvæðið sé í ljósgeisla frá Óshólavita og því sé um að ræða aðgerð sem brýtur í bága við lög um vitamál. Einnig fara þau fram á að nýtt umhverfismat þurfi að liggja fyrir og nýtt álit Skipulagsstofnunar um það mat áður en leyfisveiting verður möguleg. Er það vegna rannsóknar lögreglu á slysasleppingum í öðrum kvíum Arctic Sea Farm. „Lögbannskrafan er um það að þetta verði stoppað þangað til að við getum að minnsta kosti fengið úr um það skorið fyrir þessari blessuðu úrskurðarnefnd hvort það hafi verið lögmætt eða ekki að veita öll þessi leyfi. Það er svo mikill asi á þessu. Leyfin eru veitt í lok febrúar og svo eru bara komnar kvíar og allt fyrir einhverjum viku, tíu dögum. Þetta er svo gígantísk frekja hjá þessum stórfyrirtækjum,“ segir Katrín. Rústa íslenskri náttúru fyrir norskar vellystingar Hún segir ríkisstjórnina verða að grípa inn í og gera eitthvað í málunum áður en verður um seinan. „Vegna þess að það er verið að rústa íslenskri náttúru til þess að einhverjir norskir Exit-gaurar geti haft það aðeins betur í einhverjum vellystingum,“ segir Katrín. „Þarna er ekki brothætt byggð í kring, það er ekkert þorp þarna í kring þar sem hægt er að rökstyðja að sé verið að bjarga einhverjum störfum. Þetta er eyðileggingarafl gegn íslenskri náttúru sem okkur þykir öllum alveg ótrúlega vænt um.“ Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Fiskeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Katrín Oddsdóttir, lögmaður landeigandans, segir kvíar sem Arctic Sea Farm hafa þegar komið fyrir í Djúpinu vera í bullandi ólögmæti og að lögbannsbeiðnin sé lokaúrræði til að „hrista þessa íslensku stjórnsýslu til lífs“ svo hægt sé að koma náttúrunni til bjargar. Stærð landareignarinnar vanmetin Samkvæmt umfjöllum BB stefnir Arctic Sea Farm að því að setja út 1 ti 1,5 milljón seiða af frjóum eldislaxi í maí næstkomandi í kvíastæði við Sandeyri en fyrirtækið fékk rekstrarleyfi frá Matvælastofnun í síðasta mánuði. Á sama tíma fékk fyrirtækið leyfi fyrir kvíastæðum við Arnarnes og Kirkjusund. Áætluð eldissvæði Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi.MAST Katrín segir stjórnsýsluna ekki hafa tekið mið af netlögunum við veitingu leyfanna. „Það er búið að vanmeta algjörlega hversu langt landið hans nær út í sjó og fyrir vikið búið að heimila sjókvíaeldi inni á hans eignarjörð sem er galið því hann er alfarið á móti þessu,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Katrín segir landeigandann hafa keypt landið til að verja tíma í friði og ró en enginn hafi hlustað á mótbárur hans við framkvæmdunum. Landeigendur á svæðinu í kring hafi einnig mótmælt fyrirhuguðum sjókvíum. „Gígantísk frekja“ Í lögbannsbeiðninni koma fram helstu ástæður þess að Katrín og skjólstæðingur hennar telja aðgerðir Arctic Sea Farm ólögmætar. Ásamt því að sjókvíarnar liggi að þeirra mati inni á jarðeign landeigandans telja þau að verði af áformum um sjókvíar á svæðinu komi það til með að ógna siglingaöryggi. Sandeyrarsvæðið sé í ljósgeisla frá Óshólavita og því sé um að ræða aðgerð sem brýtur í bága við lög um vitamál. Einnig fara þau fram á að nýtt umhverfismat þurfi að liggja fyrir og nýtt álit Skipulagsstofnunar um það mat áður en leyfisveiting verður möguleg. Er það vegna rannsóknar lögreglu á slysasleppingum í öðrum kvíum Arctic Sea Farm. „Lögbannskrafan er um það að þetta verði stoppað þangað til að við getum að minnsta kosti fengið úr um það skorið fyrir þessari blessuðu úrskurðarnefnd hvort það hafi verið lögmætt eða ekki að veita öll þessi leyfi. Það er svo mikill asi á þessu. Leyfin eru veitt í lok febrúar og svo eru bara komnar kvíar og allt fyrir einhverjum viku, tíu dögum. Þetta er svo gígantísk frekja hjá þessum stórfyrirtækjum,“ segir Katrín. Rústa íslenskri náttúru fyrir norskar vellystingar Hún segir ríkisstjórnina verða að grípa inn í og gera eitthvað í málunum áður en verður um seinan. „Vegna þess að það er verið að rústa íslenskri náttúru til þess að einhverjir norskir Exit-gaurar geti haft það aðeins betur í einhverjum vellystingum,“ segir Katrín. „Þarna er ekki brothætt byggð í kring, það er ekkert þorp þarna í kring þar sem hægt er að rökstyðja að sé verið að bjarga einhverjum störfum. Þetta er eyðileggingarafl gegn íslenskri náttúru sem okkur þykir öllum alveg ótrúlega vænt um.“
Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Fiskeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira