„Þetta fór svolítið mikið yfir á þeirra forsendur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. apríl 2024 22:13 Ólafur Kristjánsson stýrði kvennaliði í fyrsta sinn í kvöld. vísir / anton brink „Bara gott að vera komin í gang. Jafntefli, auðvitað hefði ég viljað sigur en ég held þetta hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit“ sagði Ólafur Kristjánsson að leik Fylkis og Þróttar loknum. 1-1 jafntefli varð niðurstaðan. Þetta var fyrsti leikur í Bestu deildinni. Ólafur tók við sem þjálfari Þróttar af Nik Chamberlain eftir síðasta tímabil. Hann var ekki að stressa sig of mikið á því að sækja sigur í sínum fyrsta leik. „Við náðum ekki að nýta færi í fyrri hálfleik. Þá með dugnaði komust Fylkisstelpurnar inn í leikinn, voru beinskeyttar og skora þetta fína mark úr horni. Það er bara í fótbolta, þú tekur þau úrslit sem þú færð og heldur áfram“ Þróttur virtist við völdin í upphafi seinni hálfleiks. Marki yfir og Fylkir ógnaði lítið en unnu sig inn í leikinn eftir því sem leið á. Hvað hefði þjálfarinn viljað sjá sitt lið gera betur? „Meiri ró. Ekki missa þetta í svona ‘transition’ eins og þetta varð. Rólegri á boltann og tengja fleiri sendingar saman, láta Fylki hlaupa því þá koma opnanir eins og í fyrri hálfleiknum. Þetta fór svolítið mikið, og hrós til þeirra, yfir á þeirra forsendur. Það varð svona fram og til baka svolítið.“ Þrátt fyrir að hafa misst sigur niður í jafntefli er margt jákvætt sem Ólafur tekur úr leiknum. „Við erum komnar í gang. Það voru kaflar þar sem stelpurnar létu axlirnar síga og boltann ganga sem voru virkilega góðir. Góð gegnumbrot í fyrri hálfleik og færi. Í seinni hálfleik fannst mér byrjunin ágæt, þá hefði ég viljað að við tækjum betur stjórn og dómineruðum meira. Þetta er langt mót, Fylkir gaf allt í þetta, verðugir andstæðingar. Jafntefli, tek það og svo er bara næsti leikur. Það þýðir ekki að missa sig í einhverjar tilfinningasveiflur.“ Næsti leikur Þróttar er gegn þreföldum Íslandsmeisturum Vals. Verðugur andstæðingur, svo sannarlega, en Þrótti hefur tekist að standa vel í þeim undanfarin ár. „Ég get ekki spáð hvernig sá leikur verður. Nú er bara að ná þessum leik úr sér og undirbúa fyrir Val. Þetta er geggjað að þetta sé byrjað og stutt á milli leikja“ sagði Ólafur að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Þetta var fyrsti leikur í Bestu deildinni. Ólafur tók við sem þjálfari Þróttar af Nik Chamberlain eftir síðasta tímabil. Hann var ekki að stressa sig of mikið á því að sækja sigur í sínum fyrsta leik. „Við náðum ekki að nýta færi í fyrri hálfleik. Þá með dugnaði komust Fylkisstelpurnar inn í leikinn, voru beinskeyttar og skora þetta fína mark úr horni. Það er bara í fótbolta, þú tekur þau úrslit sem þú færð og heldur áfram“ Þróttur virtist við völdin í upphafi seinni hálfleiks. Marki yfir og Fylkir ógnaði lítið en unnu sig inn í leikinn eftir því sem leið á. Hvað hefði þjálfarinn viljað sjá sitt lið gera betur? „Meiri ró. Ekki missa þetta í svona ‘transition’ eins og þetta varð. Rólegri á boltann og tengja fleiri sendingar saman, láta Fylki hlaupa því þá koma opnanir eins og í fyrri hálfleiknum. Þetta fór svolítið mikið, og hrós til þeirra, yfir á þeirra forsendur. Það varð svona fram og til baka svolítið.“ Þrátt fyrir að hafa misst sigur niður í jafntefli er margt jákvætt sem Ólafur tekur úr leiknum. „Við erum komnar í gang. Það voru kaflar þar sem stelpurnar létu axlirnar síga og boltann ganga sem voru virkilega góðir. Góð gegnumbrot í fyrri hálfleik og færi. Í seinni hálfleik fannst mér byrjunin ágæt, þá hefði ég viljað að við tækjum betur stjórn og dómineruðum meira. Þetta er langt mót, Fylkir gaf allt í þetta, verðugir andstæðingar. Jafntefli, tek það og svo er bara næsti leikur. Það þýðir ekki að missa sig í einhverjar tilfinningasveiflur.“ Næsti leikur Þróttar er gegn þreföldum Íslandsmeisturum Vals. Verðugur andstæðingur, svo sannarlega, en Þrótti hefur tekist að standa vel í þeim undanfarin ár. „Ég get ekki spáð hvernig sá leikur verður. Nú er bara að ná þessum leik úr sér og undirbúa fyrir Val. Þetta er geggjað að þetta sé byrjað og stutt á milli leikja“ sagði Ólafur að lokum.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira