Blöskrar fordómafull ummæli um pabba sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2024 19:14 Álfrún lengst til hægri ásamt fjölskyldu Baldurs og Felix. Álfrún Perla Baldursdóttir, dóttir Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda, segir að sér hafi blöskrað ummæli og almenn leiðindi byggð á fordómum í kosningabaráttunni. Þetta segir Áfrún í pistli á Facebook. Baldur er giftur Felix Bergssyni og yrði fyrsti þjóðkjörni samkynhneigði forsetinn nái hann kjöri. Álfrún vísar til þess þegar hún var á tónleikum í Háskólabíó í sjöunda bekk þegar einhver sagðist ekki nenna að hlusta á homma syngja. „Ég var að fara að snúa mér við þegar tvær vinkonur mínar voru fyrri til og sögðu pollrólegar - „Veistu hvað hommi er?“ Strákurinn var ekki með okkur í skóla og bjóst ekki við þessu. Hann fór alveg hjá sér og svaraði vandræðalega að hann vissi það sko alveg! Þær svöruðu þá um hæl, „og hvað er þá svona slæmt við það að hlusta á homma syngja?““ Álfrún segist frá því hún muni eftir sér hafa spurt þessarar spurningar á róló, á skólalóðinni og í Kringlunni. „Þegar ég byrjaði á þessu voru krakkarnir sem ég talaði við svo ungir að þeir vissu ekki einu sinni hvað hommi var og þess vegna varð þessi spurning til,“ segir Álfrún. „Þegar við vorum komnar í 7. bekk voru því sárafáir sem töluðu með þessum hætti í Vesturbæjarskóla og langt síðan ég hafði heyrt þetta síðast. Ég man svo vel eftir þessu augnabliki í Háskólabíó, ekki útaf því að mér blöskraði hvað strákurinn sagði, heldur út af því hvað ég var glöð að það voru fleiri farnir að grípa boltann.“ Í þessari kosningabáráttu hafi henni hins vegar blöskrað ansi oft yfir kommentum og almennum leiðindum byggðum á fordómum. Álfrún deilir ummælum Facebook-notenda sem birtir mynd af Baldri og Felix að kyssast, og hefur greinilega engan áhuga á því að sjá karlmenn kyssast. Fleiri grípi boltann „Við þennan mann langar mig að segja - hvað er svona slæmt við það að elska hvorn annan svona mikið? Ég vona innilega að fleiri leggi okkur lið, eins og vinkonur mínar gerðu fyrir nokkrum árum í Háskólabíói. Grípum boltann og leyfum ekki ljótum ummælum í fermingaveislum, á kassanum í Bónus eða á íþróttavellinum að lifa ósvöruðum.“ Hún segir fólk ekkert þurfa að ætla að kjóssa pabbana á Bessastaði til að taka þátt. „En við þurfum sýna þeim sem láta svona ummmæli falla að við búum í einu frjálslyndasta samfélagi heimsins. Þar sem það er í lagi að elska. Biðjum fólk að hlusta á málefnin og tala af virðingu - aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það eru ekki bara við fjölskyldan sem sjáum þetta, heldur heilt hinsegin samfélag og ungmenni um allt land.“ Forsetakosningar 2024 Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Baldur er giftur Felix Bergssyni og yrði fyrsti þjóðkjörni samkynhneigði forsetinn nái hann kjöri. Álfrún vísar til þess þegar hún var á tónleikum í Háskólabíó í sjöunda bekk þegar einhver sagðist ekki nenna að hlusta á homma syngja. „Ég var að fara að snúa mér við þegar tvær vinkonur mínar voru fyrri til og sögðu pollrólegar - „Veistu hvað hommi er?“ Strákurinn var ekki með okkur í skóla og bjóst ekki við þessu. Hann fór alveg hjá sér og svaraði vandræðalega að hann vissi það sko alveg! Þær svöruðu þá um hæl, „og hvað er þá svona slæmt við það að hlusta á homma syngja?““ Álfrún segist frá því hún muni eftir sér hafa spurt þessarar spurningar á róló, á skólalóðinni og í Kringlunni. „Þegar ég byrjaði á þessu voru krakkarnir sem ég talaði við svo ungir að þeir vissu ekki einu sinni hvað hommi var og þess vegna varð þessi spurning til,“ segir Álfrún. „Þegar við vorum komnar í 7. bekk voru því sárafáir sem töluðu með þessum hætti í Vesturbæjarskóla og langt síðan ég hafði heyrt þetta síðast. Ég man svo vel eftir þessu augnabliki í Háskólabíó, ekki útaf því að mér blöskraði hvað strákurinn sagði, heldur út af því hvað ég var glöð að það voru fleiri farnir að grípa boltann.“ Í þessari kosningabáráttu hafi henni hins vegar blöskrað ansi oft yfir kommentum og almennum leiðindum byggðum á fordómum. Álfrún deilir ummælum Facebook-notenda sem birtir mynd af Baldri og Felix að kyssast, og hefur greinilega engan áhuga á því að sjá karlmenn kyssast. Fleiri grípi boltann „Við þennan mann langar mig að segja - hvað er svona slæmt við það að elska hvorn annan svona mikið? Ég vona innilega að fleiri leggi okkur lið, eins og vinkonur mínar gerðu fyrir nokkrum árum í Háskólabíói. Grípum boltann og leyfum ekki ljótum ummælum í fermingaveislum, á kassanum í Bónus eða á íþróttavellinum að lifa ósvöruðum.“ Hún segir fólk ekkert þurfa að ætla að kjóssa pabbana á Bessastaði til að taka þátt. „En við þurfum sýna þeim sem láta svona ummmæli falla að við búum í einu frjálslyndasta samfélagi heimsins. Þar sem það er í lagi að elska. Biðjum fólk að hlusta á málefnin og tala af virðingu - aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það eru ekki bara við fjölskyldan sem sjáum þetta, heldur heilt hinsegin samfélag og ungmenni um allt land.“
Forsetakosningar 2024 Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira